Sigur jafnaðarmennskunnar Stefán Jón Hafstein skrifar 19. október 2016 00:00 Miðað við kosningabaráttuna sýnist óhætt að lýsa jafnaðarhugsjónina sigurvegara í keppninni um þingsæti. Langflestir þeirra sem vilja teljast málsmetandi grípa til hugtaka og lausna úr hugmyndafræði jafnaðarmanna og gera að sínum, enda stærstur hluti Íslendinga hliðhollur jöfnuði og almennri velferð. Undirritaður tók kosningapróf sem sýndi að hann, frjálslyndur og alþjóðlega sinnaður jafnaðarmaður, á 70-80% samleið með fjölda frambjóðenda í hvorki meira né minna en fimm flokkum í sínu kjördæmi. En við þurfum ekki smálagfæringar eða samsafn „réttlætismála“ fyrir tiltekna hópa eins og tíðkast í orðaleppum flokkanna. Heldur breiðvirkar og mótandi breytingar sem eru markverðar og varanlegar og hafa áhrif á íslenskt samfélag til aukins jafnaðar. Þau sem almennt séð eru sammála um slíkt eiga að segja kjósendum fyrir kosningar að í þeim anda muni þau starfa saman. Hér er tillaga að verkefnalista sem varðar jöfnuð:Efnahagslegur jöfnuður: 1) Skýr áform um að færa auðlindarentuna til landsmanna frá þeim sem nýta fiskimiðin, orkuna og náttúruna sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þetta gerist táknrænt með því að færa ákvæði um sameign þjóðarinnar inn í stjórnarskrá, en beinlínis með blöndu af einföldum leiðum sem þegar er búið að benda á. Þennan auð þarf að nýta til að byggja upp félagslega innviði sem öllum gagnast, heilsugæslu, menntun og samgöngur og á ekki að taka í einkaneyslu. Því Ísland, þetta ríka land, er að grotna niður innanfrá. Á þessu græðir unga fólkið mest. 2) Stighækkandi skattar á tekjur, eignir og neyslu samhliða einfölduðum bóta- og tryggingaleiðum. Taka tilbaka eigna- og tekjufærsluna frá aldamótum til hinna ríku. Pólitísk samstaða næst frekar ef tekjuöflunarleiðir haldast í hendur við velferðarkerfisbreytingar sem eru réttlátar og gagnast þeim best sem helst þurfa á að halda.Pólitískur jöfnuður: 3) Jafna atkvæðisrétt. 4) Koma á ákvæði í stjórnarskrá sem leyfir „málskot“ tiltekins hóps fólks til að setja valdastofnunum skorður með þjóðaratkvæðagreiðslum. Verður að vera raunhæft úrræði og lifandi möguleiki. 5) Reka fjölbreyttar menningarstofnanir, svo sem almannaútvarp og internet fyrir alla og víðtækt upplýsingafrelsi, til að vega upp á móti valdi markaðsaflanna.Félagslegur jöfnuður: 6) Fjármagna félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Færa áherslur frekar í átt til námsmanna og barnafólks; LÍN verði jöfnunartæki fyrir menntun heima og erlendis. 7) Færa niður skuldir ríkisins til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir með því að létta framtíðarskuldbindingum af unga fólkinu og komandi skattgreiðendum.Jöfnuður fjármagns og fólks: 8) Hnika valdahlutföllum neytendum í hag frá fáokun og markaðsmisnotkun. Neytendavernd kallar á ákvarðanir um að takmarka sjálftökurétt banka, tryggingafélaga og samþjappaðra fyrirtækja á markaði. Efla skattaeftirlit í landi þar sem eru árleg undanskot upp á 80 milljarða; skapa fjármálaeftirlit sem vakir yfir hagsmunum neytenda (og kemur í veg fyrir stuld um hábjartan dag eins og salan á Borgun, Símanum og Högum eru dæmi um ásamt aðför tryggingafélaganna að neytendum); samkeppniseftirlit sem sundrar fákeppni.Pólitískur möguleiki? Sé litið til tíðinda á vettvangi stjórnmálanna og hvernig flokkar setja sig í samhengi við kosningar í haust má sjá að bandamenn um svona grundvallarbreytingar gætu orðið Píratar, VG, Samfylking og Viðreisn. Því miður virðist Björt framtíð velja afstöðuleysi, en kann að brá af henni. Nýlegar ályktanir og stefnuyfirlýsingar þessara flokka hafa þann breiða grunn að geyma og skírskotun til almannahagsmuna sem duga til að mynda ríkisstjórn um svona ramma. Í fyrsta sinn í langan tíma á Íslandi gæti myndast ný pólitísk vídd sem er ekki persónulega eða hagsmuna- og stofnanabundin fortíðinni. Skil kunna að myndast. Tveir af þessum flokkum gætu komið með þann ferskleika sem fylgir því að hafa næstum hreint borð, hinir tveir hafa engu að tapa nema ærunni ef þeir bjóða ekki fram fólk sem hefur burði til að standa undir fegurstu hugsjón sem stjórnmálin kunna frá að greina og koma henni í framkvæmd.Höfundur er samfélagsrýnir og birti nýlega ítarlega grein um jöfnuð sem skoða má í heild á stefanjon.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við kosningabaráttuna sýnist óhætt að lýsa jafnaðarhugsjónina sigurvegara í keppninni um þingsæti. Langflestir þeirra sem vilja teljast málsmetandi grípa til hugtaka og lausna úr hugmyndafræði jafnaðarmanna og gera að sínum, enda stærstur hluti Íslendinga hliðhollur jöfnuði og almennri velferð. Undirritaður tók kosningapróf sem sýndi að hann, frjálslyndur og alþjóðlega sinnaður jafnaðarmaður, á 70-80% samleið með fjölda frambjóðenda í hvorki meira né minna en fimm flokkum í sínu kjördæmi. En við þurfum ekki smálagfæringar eða samsafn „réttlætismála“ fyrir tiltekna hópa eins og tíðkast í orðaleppum flokkanna. Heldur breiðvirkar og mótandi breytingar sem eru markverðar og varanlegar og hafa áhrif á íslenskt samfélag til aukins jafnaðar. Þau sem almennt séð eru sammála um slíkt eiga að segja kjósendum fyrir kosningar að í þeim anda muni þau starfa saman. Hér er tillaga að verkefnalista sem varðar jöfnuð:Efnahagslegur jöfnuður: 1) Skýr áform um að færa auðlindarentuna til landsmanna frá þeim sem nýta fiskimiðin, orkuna og náttúruna sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þetta gerist táknrænt með því að færa ákvæði um sameign þjóðarinnar inn í stjórnarskrá, en beinlínis með blöndu af einföldum leiðum sem þegar er búið að benda á. Þennan auð þarf að nýta til að byggja upp félagslega innviði sem öllum gagnast, heilsugæslu, menntun og samgöngur og á ekki að taka í einkaneyslu. Því Ísland, þetta ríka land, er að grotna niður innanfrá. Á þessu græðir unga fólkið mest. 2) Stighækkandi skattar á tekjur, eignir og neyslu samhliða einfölduðum bóta- og tryggingaleiðum. Taka tilbaka eigna- og tekjufærsluna frá aldamótum til hinna ríku. Pólitísk samstaða næst frekar ef tekjuöflunarleiðir haldast í hendur við velferðarkerfisbreytingar sem eru réttlátar og gagnast þeim best sem helst þurfa á að halda.Pólitískur jöfnuður: 3) Jafna atkvæðisrétt. 4) Koma á ákvæði í stjórnarskrá sem leyfir „málskot“ tiltekins hóps fólks til að setja valdastofnunum skorður með þjóðaratkvæðagreiðslum. Verður að vera raunhæft úrræði og lifandi möguleiki. 5) Reka fjölbreyttar menningarstofnanir, svo sem almannaútvarp og internet fyrir alla og víðtækt upplýsingafrelsi, til að vega upp á móti valdi markaðsaflanna.Félagslegur jöfnuður: 6) Fjármagna félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Færa áherslur frekar í átt til námsmanna og barnafólks; LÍN verði jöfnunartæki fyrir menntun heima og erlendis. 7) Færa niður skuldir ríkisins til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir með því að létta framtíðarskuldbindingum af unga fólkinu og komandi skattgreiðendum.Jöfnuður fjármagns og fólks: 8) Hnika valdahlutföllum neytendum í hag frá fáokun og markaðsmisnotkun. Neytendavernd kallar á ákvarðanir um að takmarka sjálftökurétt banka, tryggingafélaga og samþjappaðra fyrirtækja á markaði. Efla skattaeftirlit í landi þar sem eru árleg undanskot upp á 80 milljarða; skapa fjármálaeftirlit sem vakir yfir hagsmunum neytenda (og kemur í veg fyrir stuld um hábjartan dag eins og salan á Borgun, Símanum og Högum eru dæmi um ásamt aðför tryggingafélaganna að neytendum); samkeppniseftirlit sem sundrar fákeppni.Pólitískur möguleiki? Sé litið til tíðinda á vettvangi stjórnmálanna og hvernig flokkar setja sig í samhengi við kosningar í haust má sjá að bandamenn um svona grundvallarbreytingar gætu orðið Píratar, VG, Samfylking og Viðreisn. Því miður virðist Björt framtíð velja afstöðuleysi, en kann að brá af henni. Nýlegar ályktanir og stefnuyfirlýsingar þessara flokka hafa þann breiða grunn að geyma og skírskotun til almannahagsmuna sem duga til að mynda ríkisstjórn um svona ramma. Í fyrsta sinn í langan tíma á Íslandi gæti myndast ný pólitísk vídd sem er ekki persónulega eða hagsmuna- og stofnanabundin fortíðinni. Skil kunna að myndast. Tveir af þessum flokkum gætu komið með þann ferskleika sem fylgir því að hafa næstum hreint borð, hinir tveir hafa engu að tapa nema ærunni ef þeir bjóða ekki fram fólk sem hefur burði til að standa undir fegurstu hugsjón sem stjórnmálin kunna frá að greina og koma henni í framkvæmd.Höfundur er samfélagsrýnir og birti nýlega ítarlega grein um jöfnuð sem skoða má í heild á stefanjon.is.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun