Milljarðatekjur fyrir skósamninga í NBA Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 20:45 Leikmenn í NBA deildinni í körfuknattleik eru margir hverjir með risasamninga við skófyrirtæki leiki þeir í skóm sem fyrirtækið framleiðir. Þetta kemur fram í frétt Kjartans Atla Kjartassonar sem birt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristaps Porzingis er afar vinsæll leikmaður. Bæði nýtur hann vinsælda í Evrópu sem og í Bandaríkjunum þar sem hann leikur með New York Knicks í NBA deildinni, lið sem er á einu stærsta markaðssvæði Bandaríkjana. Þessar vinsældir margborga sig fyrir Lettan unga því Adidas hefur gert honum tilboð sem færir honum í hönd 6 milljónir Bandaríkjadala árlega, eða rúmlega 700 milljónir króna, fyrir það eitt að spila í Adidas skóm. Porzingis var áður með samning við Nike og hefur fyrirtækið nú fáeina daga til þess að jafna boð Adidas vilji þeir halda honum innan sinna raða. Skósamningar skipta leikmenn NBA miklu máli. Bæði gefa þeir leikmönnum drjúgar aukatekjur auk þess sem leikmenn sækja í að eiga skó merkta sjálfum sér. Samningunum getur því fylgt ákveðið stolt og fært leikmönnum montrétt. Langflestir leikmenn NBA eru með samning við Nike. Adidas er með næst flesta leikmenn á samnningi hjá sér og Jordan-merkið, undirmerki Nike, er í þriðja sæti á þessum lista. Fyrirtækið Under Armour hefur vaxið mikið eftir að Stephen Curry varð stærsta stjarna deildarinnar. Sérfræðingar segja að enginn annar fyrir utan Micheal Jordan sjálfur hafi haft eins mikil áhrif á skósölu. Eins og frægt er samdi Michael Jordan við Nike á sínum tíma og er sá samningur talinn upphafið á því ástandi sem er til staðar í dag í skómálum. Sala á skóm frá Under Armour hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Vinsældir Curry spila mikið inn í eftirspurn eftir skónum og hefur verð hlutabréfa í fyrirtækinu farið hækkandi mjög síðan samningar náðust við Curry. Curry skrifaði undir samning við fyrirtækið síðla árs árið 2013 og hefur virði fyrirtækisins aukist um 14 milljarða Bandaríkjadala síðan þá. Á lista yfir þau fyrirtæki sem eru með skósamninga við NBA leikmenn má sjá asísku merkin Li-Ning, Anta og Peak. Mikill áhugi er á NBA deildinni í Asíu og þá sérstaklega í Kína. Kínversku merkin bjóða minna þekktum leikmönnum stærri samninga en stærsta stjarnan sem er á mála hjá þessum þremur fyrirtækin er líklega bandaríski landsliðsmaðurinn Klay Thompson. Íþróttir NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Leikmenn í NBA deildinni í körfuknattleik eru margir hverjir með risasamninga við skófyrirtæki leiki þeir í skóm sem fyrirtækið framleiðir. Þetta kemur fram í frétt Kjartans Atla Kjartassonar sem birt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristaps Porzingis er afar vinsæll leikmaður. Bæði nýtur hann vinsælda í Evrópu sem og í Bandaríkjunum þar sem hann leikur með New York Knicks í NBA deildinni, lið sem er á einu stærsta markaðssvæði Bandaríkjana. Þessar vinsældir margborga sig fyrir Lettan unga því Adidas hefur gert honum tilboð sem færir honum í hönd 6 milljónir Bandaríkjadala árlega, eða rúmlega 700 milljónir króna, fyrir það eitt að spila í Adidas skóm. Porzingis var áður með samning við Nike og hefur fyrirtækið nú fáeina daga til þess að jafna boð Adidas vilji þeir halda honum innan sinna raða. Skósamningar skipta leikmenn NBA miklu máli. Bæði gefa þeir leikmönnum drjúgar aukatekjur auk þess sem leikmenn sækja í að eiga skó merkta sjálfum sér. Samningunum getur því fylgt ákveðið stolt og fært leikmönnum montrétt. Langflestir leikmenn NBA eru með samning við Nike. Adidas er með næst flesta leikmenn á samnningi hjá sér og Jordan-merkið, undirmerki Nike, er í þriðja sæti á þessum lista. Fyrirtækið Under Armour hefur vaxið mikið eftir að Stephen Curry varð stærsta stjarna deildarinnar. Sérfræðingar segja að enginn annar fyrir utan Micheal Jordan sjálfur hafi haft eins mikil áhrif á skósölu. Eins og frægt er samdi Michael Jordan við Nike á sínum tíma og er sá samningur talinn upphafið á því ástandi sem er til staðar í dag í skómálum. Sala á skóm frá Under Armour hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Vinsældir Curry spila mikið inn í eftirspurn eftir skónum og hefur verð hlutabréfa í fyrirtækinu farið hækkandi mjög síðan samningar náðust við Curry. Curry skrifaði undir samning við fyrirtækið síðla árs árið 2013 og hefur virði fyrirtækisins aukist um 14 milljarða Bandaríkjadala síðan þá. Á lista yfir þau fyrirtæki sem eru með skósamninga við NBA leikmenn má sjá asísku merkin Li-Ning, Anta og Peak. Mikill áhugi er á NBA deildinni í Asíu og þá sérstaklega í Kína. Kínversku merkin bjóða minna þekktum leikmönnum stærri samninga en stærsta stjarnan sem er á mála hjá þessum þremur fyrirtækin er líklega bandaríski landsliðsmaðurinn Klay Thompson.
Íþróttir NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira