„Almenningsvæðing“, Bjarni? Vésteinn Valgarðsson skrifar 13. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi þá hugmynd á dögunum, að það ætti að „almenningsvæða“ Landsbanka Íslands. Það er gaman að sjá að boðskapur Alþýðufylkingarinnar um félagsvæðingu hafi náð svo langt, að hann sé farinn að bergmála úr herbúðum íhaldsins. Þaðan kemur hann þó svo skældur að þörf er á leiðréttingu. „Almenningsvæðing“ Bjarna er algerlega á forsendum markaðshyggjunnar. Það á ekkert skylt við félagsvæðingu, að afhenda einhver 10-20% bankans „beint til almennings“, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei, dreift í öreindum eða stórum stykkjum, framseljanlegt eða óframseljanlegt. Bankinn er áfram rekinn í gróðaskyni og heldur áfram að draga sér fé frá fólkinu í landinu. Félagsvæðing er aftur á móti allt annað. Hún snýst aðallega um tilgang rekstrarins. Tilgangur félagslegs banka er að veita fólki hagstæða fjármálaþjónustu. Það á ekki að vera neinn annar tilgangur. Eða réttara: annar tilgangur er andfélagslegur. Fjármálakerfið á ekki að vera rekið í gróðaskyni; gróðinn á að koma fram í betri lífskjörum í landinu vegna þess að fólk þarf ekki lengur að borga okurvexti af lánum. Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir „samfélagsbanka“. Við í Alþýðufylkingunni viljum að allt fjármálakerfið sé félagslega rekið, ekki bara bankarnir heldur líka lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Bjarni Benediktsson er ólíklegur til að samsinna því og enn ólíklegri til að framkvæma það. Ef fólk vill að fjármálakerfið í landinu þjóni fólkinu en ekki auðvaldinu, þá á hvorki að þiggja dúsu Bjarna né hálfkákið sem fólk kallar „samfélagsbanka“ – það á að félagsvæða fjármálakerfið, hvorki meira né minna, og útrýma andfélagslegri okurlánastarfsemi úr landinu. Fyrsta skrefið til þess að er kjósa Alþýðufylkinguna í Alþingiskosningunum í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi þá hugmynd á dögunum, að það ætti að „almenningsvæða“ Landsbanka Íslands. Það er gaman að sjá að boðskapur Alþýðufylkingarinnar um félagsvæðingu hafi náð svo langt, að hann sé farinn að bergmála úr herbúðum íhaldsins. Þaðan kemur hann þó svo skældur að þörf er á leiðréttingu. „Almenningsvæðing“ Bjarna er algerlega á forsendum markaðshyggjunnar. Það á ekkert skylt við félagsvæðingu, að afhenda einhver 10-20% bankans „beint til almennings“, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei, dreift í öreindum eða stórum stykkjum, framseljanlegt eða óframseljanlegt. Bankinn er áfram rekinn í gróðaskyni og heldur áfram að draga sér fé frá fólkinu í landinu. Félagsvæðing er aftur á móti allt annað. Hún snýst aðallega um tilgang rekstrarins. Tilgangur félagslegs banka er að veita fólki hagstæða fjármálaþjónustu. Það á ekki að vera neinn annar tilgangur. Eða réttara: annar tilgangur er andfélagslegur. Fjármálakerfið á ekki að vera rekið í gróðaskyni; gróðinn á að koma fram í betri lífskjörum í landinu vegna þess að fólk þarf ekki lengur að borga okurvexti af lánum. Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir „samfélagsbanka“. Við í Alþýðufylkingunni viljum að allt fjármálakerfið sé félagslega rekið, ekki bara bankarnir heldur líka lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Bjarni Benediktsson er ólíklegur til að samsinna því og enn ólíklegri til að framkvæma það. Ef fólk vill að fjármálakerfið í landinu þjóni fólkinu en ekki auðvaldinu, þá á hvorki að þiggja dúsu Bjarna né hálfkákið sem fólk kallar „samfélagsbanka“ – það á að félagsvæða fjármálakerfið, hvorki meira né minna, og útrýma andfélagslegri okurlánastarfsemi úr landinu. Fyrsta skrefið til þess að er kjósa Alþýðufylkinguna í Alþingiskosningunum í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar