Stóra málið, litlu skrefin Eva Einarsdóttir skrifar 12. október 2016 13:29 Eitt af því sem Björt framtíð leggur ríka áherslu á eru umhverfis- og loftlagsmál. Hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd og að óbreyttu er þess því miður ekki langt að bíða að við verðum rækilega vör við það. Flokkar sem vilja láta taka sig alvarlega hafa því í raun ekkert val. Loftslagsmálin eru stóra málið sem varða okkur öll. Þau eru stærsta almannahagsmunamál samtímans og framtíðarinnar. Þessi mál er hægt að nálgast frá ýmsum hliðum og mörg skref sem hægt er að taka til þess ekki fari jafn illa og spár gera ráð fyrir. Þetta eru skref sem við þurfum öll að stíga, stjórnvöld og almenningur. Stjórnvöld hafa valdið til að setja lög sem geta hjálpað almenningi að stíga þessi mikilvægu skref t.d. í átt að meiri sjálfbærni, minni sóun og auðvitað ákvarðanir um hvernig eigi að virkja og nýta auðlindir. Stjórnvöld þurfa að hafa skýra og ákveðna framtíðarsýn þar sem allt sem jörðin gefur af sér sé nýtt skynsamlega. Þannig er hugað að almannahag okkar sem nú lifum á jörðinni og einnig hag komandi kynslóða. Í því samhengi er t.d. mjög mikilvægt að grípa fljott til aðgerða sem verða til þess að minnka vistspor fólks og auka verulega sjálfbærni þegar kemur að stórum framkvæmdum. Stjórnvöld í Svíþjóð lögðu nýlega til að skattar á viðgerðarþjónustu yrðu lækkaðir um allt að 25%. Markmiðið er að spyrna á móti þeirri slæmu þróun að neytendur kaupi alltaf nýtt þegar eitthvað bilar, að hvetja fólk til að fara með heimilistæki, fatnað og hverskyns raftæki í viðgerð í stað þess að kaupa nýtt með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Mér finnst þetta bæði fallegt og mjög þarft og gefur von um bjartari framtíð. Heimurinn er fullur af drasli. Tilhugsunin um öll hleðslutækin sem liggja ónotuð í skúffum landsins er óþægileg. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er losun gróðurhúsalofttegunda vegna matvælaframleiðslu aðallega kjötframleiðsla meiri en heildarlosun allra bíla, lesta, flugvéla og skipa á jörðinni. Það er sláandi staðreynd en svo einfalt að breyta þessu. Fólk þarf bara að borða kjöt sjaldnar. Björt framtíð hefur staðið fyrir fyrirlestrarröð um umhverfisvitund í kjölfar loftlagsráðstefnunnar í París og þar var meðal annars opinn fundur um kjötframleiðslu og kosti þess að draga úr henni. Undirrituð skrifaði einnig grein eftir ráðstefnuna þar sem farið var yfir þau skref sem Reykjavíkurborg hefur tekið, Grænu skrefi í starfsstöðvum borgarinnar og til dæmis hvað innleiðing pappírs- og plasttunna hefur haft jákvæð áhrif. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Það þýðir m.a. að við treystum fólki til að velja eða ákveða sjálft hvernig það hagar sínu eigin lífi, svo lengi sem það kemur ekki illa við aðra. En ekki loka augunum fyrir því að til dæmis bara með því taka srefið að hafa alltaf einn einn kjötafurðalausan dag í hverri viku ertu að taka þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir betri framtíð okkar og komandi kynslóða. Litlu skrefin sem við stígum skipta í þessu samhengi gríðarlega miklu máli. X - A Ef þú vilt að Íslendingar taki forystu í umhverfismálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem Björt framtíð leggur ríka áherslu á eru umhverfis- og loftlagsmál. Hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd og að óbreyttu er þess því miður ekki langt að bíða að við verðum rækilega vör við það. Flokkar sem vilja láta taka sig alvarlega hafa því í raun ekkert val. Loftslagsmálin eru stóra málið sem varða okkur öll. Þau eru stærsta almannahagsmunamál samtímans og framtíðarinnar. Þessi mál er hægt að nálgast frá ýmsum hliðum og mörg skref sem hægt er að taka til þess ekki fari jafn illa og spár gera ráð fyrir. Þetta eru skref sem við þurfum öll að stíga, stjórnvöld og almenningur. Stjórnvöld hafa valdið til að setja lög sem geta hjálpað almenningi að stíga þessi mikilvægu skref t.d. í átt að meiri sjálfbærni, minni sóun og auðvitað ákvarðanir um hvernig eigi að virkja og nýta auðlindir. Stjórnvöld þurfa að hafa skýra og ákveðna framtíðarsýn þar sem allt sem jörðin gefur af sér sé nýtt skynsamlega. Þannig er hugað að almannahag okkar sem nú lifum á jörðinni og einnig hag komandi kynslóða. Í því samhengi er t.d. mjög mikilvægt að grípa fljott til aðgerða sem verða til þess að minnka vistspor fólks og auka verulega sjálfbærni þegar kemur að stórum framkvæmdum. Stjórnvöld í Svíþjóð lögðu nýlega til að skattar á viðgerðarþjónustu yrðu lækkaðir um allt að 25%. Markmiðið er að spyrna á móti þeirri slæmu þróun að neytendur kaupi alltaf nýtt þegar eitthvað bilar, að hvetja fólk til að fara með heimilistæki, fatnað og hverskyns raftæki í viðgerð í stað þess að kaupa nýtt með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Mér finnst þetta bæði fallegt og mjög þarft og gefur von um bjartari framtíð. Heimurinn er fullur af drasli. Tilhugsunin um öll hleðslutækin sem liggja ónotuð í skúffum landsins er óþægileg. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er losun gróðurhúsalofttegunda vegna matvælaframleiðslu aðallega kjötframleiðsla meiri en heildarlosun allra bíla, lesta, flugvéla og skipa á jörðinni. Það er sláandi staðreynd en svo einfalt að breyta þessu. Fólk þarf bara að borða kjöt sjaldnar. Björt framtíð hefur staðið fyrir fyrirlestrarröð um umhverfisvitund í kjölfar loftlagsráðstefnunnar í París og þar var meðal annars opinn fundur um kjötframleiðslu og kosti þess að draga úr henni. Undirrituð skrifaði einnig grein eftir ráðstefnuna þar sem farið var yfir þau skref sem Reykjavíkurborg hefur tekið, Grænu skrefi í starfsstöðvum borgarinnar og til dæmis hvað innleiðing pappírs- og plasttunna hefur haft jákvæð áhrif. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Það þýðir m.a. að við treystum fólki til að velja eða ákveða sjálft hvernig það hagar sínu eigin lífi, svo lengi sem það kemur ekki illa við aðra. En ekki loka augunum fyrir því að til dæmis bara með því taka srefið að hafa alltaf einn einn kjötafurðalausan dag í hverri viku ertu að taka þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir betri framtíð okkar og komandi kynslóða. Litlu skrefin sem við stígum skipta í þessu samhengi gríðarlega miklu máli. X - A Ef þú vilt að Íslendingar taki forystu í umhverfismálum
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun