Fölsk bros, því bráðum er kosið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. október 2016 07:00 Hinir ríku halda áfram að verða miklu ríkari á Íslandi.“ „Laun þeirra ríku hækka hraðar.“ Að mínu mati fanga þessar tvær fyrirsagnir, sem birtust í fjölmiðlum á síðustu dögum, það í hnotskurn um hvað verður kosið 29. október. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Það sést ekki alltaf, heilt yfir getur samfélagið verið á réttri leið, hagtölur að skána, einhverjar breytur í útreikningum líka og jafnvel finnum við það sum hver á eigin skinni að staðan er að batna. En misskiptingin verður ekki falin í tölum um meðaltalshækkun. Það hvernig þeir sem halda áfram að hafa það betra, verða enn ríkari, fá enn meira til sín en aðrir. Fölsk bros stjórnmálamanna og enn falskari loforð rétt fyrir kosningar breyta engu um þessar staðreyndir. Síðasti áratugur hefur verið þjóðinni erfiður. Ruglhagkerfi fyrirhrunsáranna kippti raunveruleikanum úr sambandi og svo var öllum kippt niður á jörðina með hruninu. Efnahagslífið var í rúst og öll orka stjórnvalda fór í að koma því aftur á réttan kjöl. Það tókst og hægt og rólega hefur landið verið að rísa, allt að rétta úr kútnum. Og ekki endilega hægt, þetta hefur tekið undraskamman tíma í raun. Einmitt þess vegna skiptir máli hverjir setjast við stjórnvölinn eftir þessar kosningar, hvaða flokkar það eru sem koma að því að hanna það samfélag sem við viljum sjá, að nýta betri efnahagsstöðu á sem réttastan máta. Hvort við viljum auka jöfnuð, hvort við viljum að þeir sem verst hafa það njóti efnahagsbatans, hvort við viljum styrkja velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, hvernig við viljum nýta þá stöðu að ríkið heldur utan um stærstan hluta fjármálakerfisins til að koma samfélagssjónarmiðum þar inn. Fyrir mér eru þetta stóru málin. Og flokkar sem rétt fyrir kosningar muna eftir því að til er fleira fólk en fjármagnseigendur og fleiri félög en aflandsfélög eru ekki trúverðugir til að standa sig vel í þessu. Til þess treysti ég Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hinir ríku halda áfram að verða miklu ríkari á Íslandi.“ „Laun þeirra ríku hækka hraðar.“ Að mínu mati fanga þessar tvær fyrirsagnir, sem birtust í fjölmiðlum á síðustu dögum, það í hnotskurn um hvað verður kosið 29. október. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Það sést ekki alltaf, heilt yfir getur samfélagið verið á réttri leið, hagtölur að skána, einhverjar breytur í útreikningum líka og jafnvel finnum við það sum hver á eigin skinni að staðan er að batna. En misskiptingin verður ekki falin í tölum um meðaltalshækkun. Það hvernig þeir sem halda áfram að hafa það betra, verða enn ríkari, fá enn meira til sín en aðrir. Fölsk bros stjórnmálamanna og enn falskari loforð rétt fyrir kosningar breyta engu um þessar staðreyndir. Síðasti áratugur hefur verið þjóðinni erfiður. Ruglhagkerfi fyrirhrunsáranna kippti raunveruleikanum úr sambandi og svo var öllum kippt niður á jörðina með hruninu. Efnahagslífið var í rúst og öll orka stjórnvalda fór í að koma því aftur á réttan kjöl. Það tókst og hægt og rólega hefur landið verið að rísa, allt að rétta úr kútnum. Og ekki endilega hægt, þetta hefur tekið undraskamman tíma í raun. Einmitt þess vegna skiptir máli hverjir setjast við stjórnvölinn eftir þessar kosningar, hvaða flokkar það eru sem koma að því að hanna það samfélag sem við viljum sjá, að nýta betri efnahagsstöðu á sem réttastan máta. Hvort við viljum auka jöfnuð, hvort við viljum að þeir sem verst hafa það njóti efnahagsbatans, hvort við viljum styrkja velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, hvernig við viljum nýta þá stöðu að ríkið heldur utan um stærstan hluta fjármálakerfisins til að koma samfélagssjónarmiðum þar inn. Fyrir mér eru þetta stóru málin. Og flokkar sem rétt fyrir kosningar muna eftir því að til er fleira fólk en fjármagnseigendur og fleiri félög en aflandsfélög eru ekki trúverðugir til að standa sig vel í þessu. Til þess treysti ég Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar