Drifkraftur sköpunargleðinnar Friðrik Rafnsson skrifar 28. október 2016 07:00 Enda þótt margoft og vel hafi verið sýnt fram á það undanfarin ár í lærðum skýrslum og úttektum að menningar- og listalífið í landinu sé ekki bara mannbætandi heldur verulega arðbært fer furðulega lítið fyrir umræðu um menningarmál nú í aðdraganda alþingiskosninga. Þó vitum við að menning hverrar þjóðar er undirstaða sjálfsskilnings hennar og sjálfsmyndar sem hún hefur þróað og fágað í gegnum aldirnar og gert henni kleift að laga sig að sífellt nýjum og breyttum tímum. Grímulaus græðgi og sérhagsmunagæsla varð til þess að íslenskt samfélag var um skeið á barmi gjaldþrots og hefur gengið í gegnum miklar þolraunir undanfarin ár. Landið virðist heldur vera að rísa en samfélagssáttmálinn er viðkvæmur, sérhagsmunaöflin eru söm við sig, og því er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að styrkja undirstöður samfélagsins, m.a. með því að efla og hlúa sem best að lista- og menningarstarfsemi í öllum sínum fjölbreyttu myndum. Stefna fráfarandi ríkisstjórnar og meirihluta á Alþingi, fulltrúa sérhagsmunanna, hefur því miður verið ærið fjandsamleg menningarstarfi í landinu. Lista- og menningarstofnarnir hafa verið fjársveltar og metnaðarleysið algert. Þannig eru lykilstofnanir eins og Listasafn Íslands, Listaháskóli Íslands og Þjóðleikhúsið skelfilega fjársvelt og ein helsta menningarstofnun landsins, RÚV, hefur þurft að róa lífróður og draga saman reksturinn undanfarin ár, oft í afar sterkum pólitískum mótbyr. Það þekki ég vel af eigin raun sem stjórnarmaður í RÚV. Sá fjölbreytti hópur sem býður sig fram fyrir Bjarta framtíð er undantekningarlaust áhugafólk um menningarmál og margt af því er virkt á því sviði á einn eða annan hátt. Þar er stórpönkarinn og lestrarhesturinn Óttarr Proppé fremstur meðal jafningja. Áhugi á menningu er því ekki bara til staðar á tyllidögum hjá frambjóðendum Bjartrar framtíðar heldur sjálfsagður hluti af hversdagslífinu. Hér er ekki rúm til að útlista menningarstefnu Bjartrar framtíðar í smáatriðum en hún felst meðal annars í því að efla listkennslu á öllum skólastigum, standa vörð um höfundarréttinn, lækka skatta á menningarstarfsemi, þar á meðal á bækur, stórauka fjárveitingar til skapandi greina á öllum sviðum um allt land og efla menningarsamstarf okkar við aðrar þjóðir, enda er menningin besta leiðin til að byggja upp traust og vináttu milli þjóða. Einu gildir hvaða mælistika er notuð, efnahagsleg eða menningarleg, við græðum öll á því að virkja og örva enn betur sköpunargleðina og -kraftinn sem býr í þjóðinni og búa þannig til fjölbreyttara, skemmtilegra, manneskjulegra og auðugra samfélag.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Enda þótt margoft og vel hafi verið sýnt fram á það undanfarin ár í lærðum skýrslum og úttektum að menningar- og listalífið í landinu sé ekki bara mannbætandi heldur verulega arðbært fer furðulega lítið fyrir umræðu um menningarmál nú í aðdraganda alþingiskosninga. Þó vitum við að menning hverrar þjóðar er undirstaða sjálfsskilnings hennar og sjálfsmyndar sem hún hefur þróað og fágað í gegnum aldirnar og gert henni kleift að laga sig að sífellt nýjum og breyttum tímum. Grímulaus græðgi og sérhagsmunagæsla varð til þess að íslenskt samfélag var um skeið á barmi gjaldþrots og hefur gengið í gegnum miklar þolraunir undanfarin ár. Landið virðist heldur vera að rísa en samfélagssáttmálinn er viðkvæmur, sérhagsmunaöflin eru söm við sig, og því er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að styrkja undirstöður samfélagsins, m.a. með því að efla og hlúa sem best að lista- og menningarstarfsemi í öllum sínum fjölbreyttu myndum. Stefna fráfarandi ríkisstjórnar og meirihluta á Alþingi, fulltrúa sérhagsmunanna, hefur því miður verið ærið fjandsamleg menningarstarfi í landinu. Lista- og menningarstofnarnir hafa verið fjársveltar og metnaðarleysið algert. Þannig eru lykilstofnanir eins og Listasafn Íslands, Listaháskóli Íslands og Þjóðleikhúsið skelfilega fjársvelt og ein helsta menningarstofnun landsins, RÚV, hefur þurft að róa lífróður og draga saman reksturinn undanfarin ár, oft í afar sterkum pólitískum mótbyr. Það þekki ég vel af eigin raun sem stjórnarmaður í RÚV. Sá fjölbreytti hópur sem býður sig fram fyrir Bjarta framtíð er undantekningarlaust áhugafólk um menningarmál og margt af því er virkt á því sviði á einn eða annan hátt. Þar er stórpönkarinn og lestrarhesturinn Óttarr Proppé fremstur meðal jafningja. Áhugi á menningu er því ekki bara til staðar á tyllidögum hjá frambjóðendum Bjartrar framtíðar heldur sjálfsagður hluti af hversdagslífinu. Hér er ekki rúm til að útlista menningarstefnu Bjartrar framtíðar í smáatriðum en hún felst meðal annars í því að efla listkennslu á öllum skólastigum, standa vörð um höfundarréttinn, lækka skatta á menningarstarfsemi, þar á meðal á bækur, stórauka fjárveitingar til skapandi greina á öllum sviðum um allt land og efla menningarsamstarf okkar við aðrar þjóðir, enda er menningin besta leiðin til að byggja upp traust og vináttu milli þjóða. Einu gildir hvaða mælistika er notuð, efnahagsleg eða menningarleg, við græðum öll á því að virkja og örva enn betur sköpunargleðina og -kraftinn sem býr í þjóðinni og búa þannig til fjölbreyttara, skemmtilegra, manneskjulegra og auðugra samfélag.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun