Samkeppni rokkar Dóra Sif Tynes skrifar 28. október 2016 07:00 Allt frá því að EES-samningurinn færði okkur samkeppnisreglur hafa stjórnmálin átt í nokkurs konar ást-hatur sambandi við það mikilvæga regluverk. Á tyllidögum eru flestir flokkar hlynntir samkeppni enda ekki vænlegt til vinsælda að amast við reglum sem snúast um að hámarka velsæld neytenda. Hugmyndin um fullkomna samkeppni snýst jú um hámörkun gæða, lægra vöruverð fyrir neytendur án þess að fórnað sé hvötum til nýsköpunar og framþróunar. Vegna breyskleika mannanna verður þó takmarkinu um fullkomna samkeppni ekki náð nema um starfsemi fyrirtækja á markaði gildi sterkt, gagnsætt og óvilhalt regluverk. Sömu reglur gildi fyrir alla og stundum þarf að tempra áhrif þeirra stóru með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Almennar og gagnsæar reglur duga þó ekki til ef stjórnvöld víkja þeim til hliðar með sértækum aðgerðum. Hér á landi eigum við langa sögu um sértækar aðgerðir stjórnvalda á markaði sem farist hafa misvel. Til dæmis má nefna orkusamninga sem ekki mæta arðsemiskröfum og skattaívilnanir með óljósum árangri að því er varðar fjölgun starfa eða nýsköpun. Þess vegna er sá hluti samkeppnisreglna EES-samningsins sem snýr að ríkisaðstoð við fyrirtæki gríðarlega mikilvægur. Í raun má segja að ríkisaðstoðarreglur snúist um tvennt; að tryggja að samkeppni sé ekki ógnað og að opinberum fjármunum sé varið með skynsamlegum hætti. Stjórnvöld eiga því ekki að líta á ríkisaðstoðarreglurnar sem ógn heldur frekar sem skynsamlegan vegvísi í ákvörðunartöku. Sitja ekki við sama borð Nýlega hefur svokölluð þunn eiginfjármögnun verið í umræðunni. Vegna glufa í skattalöggjöfinni hafa erlend fyrirtæki getað komist hjá skattgreiðslum af arði. Sum þeirra hafa jafnvel notið opinbers stuðnings í formi ívilnana og sértækra samninga. Þetta ástand er ekki bara alvarlegt fyrir þær sakir að við missum mikilvægar tekjur sem ella væri varið til samneyslunnar heldur einnig vegna þess að samkeppni á markaði er ógnað. Menn sitja ekki við sama borð. Það má því færa fyrir því rök að athafnaleysi stjórnmálanna að þessu leyti sé að minnsta kosti ígildi ríkisaðstoðar. Framkvæmdastjórn ESB hefur á sviði ríkisaðstoðar einmitt verið að beina sjónum sínum í ríkari mæli að skattalöggjöf aðildarríkja ESB eins og ákvörðun um ívilnanir Írlands gagnvart Apple fyrirtækinu sýna. Einkunnarorð Viðreisnar í þessum kosningum eru almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við viljum gera nauðsynlegar kerfisbreytingar til þess að gera samfélagið okkar betra, breytingar sem stjórnmálin hafa hingað til ekki getað ráðist í. Kannski ættum við að byrja á skattinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Dóra Sif Tynes Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að EES-samningurinn færði okkur samkeppnisreglur hafa stjórnmálin átt í nokkurs konar ást-hatur sambandi við það mikilvæga regluverk. Á tyllidögum eru flestir flokkar hlynntir samkeppni enda ekki vænlegt til vinsælda að amast við reglum sem snúast um að hámarka velsæld neytenda. Hugmyndin um fullkomna samkeppni snýst jú um hámörkun gæða, lægra vöruverð fyrir neytendur án þess að fórnað sé hvötum til nýsköpunar og framþróunar. Vegna breyskleika mannanna verður þó takmarkinu um fullkomna samkeppni ekki náð nema um starfsemi fyrirtækja á markaði gildi sterkt, gagnsætt og óvilhalt regluverk. Sömu reglur gildi fyrir alla og stundum þarf að tempra áhrif þeirra stóru með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Almennar og gagnsæar reglur duga þó ekki til ef stjórnvöld víkja þeim til hliðar með sértækum aðgerðum. Hér á landi eigum við langa sögu um sértækar aðgerðir stjórnvalda á markaði sem farist hafa misvel. Til dæmis má nefna orkusamninga sem ekki mæta arðsemiskröfum og skattaívilnanir með óljósum árangri að því er varðar fjölgun starfa eða nýsköpun. Þess vegna er sá hluti samkeppnisreglna EES-samningsins sem snýr að ríkisaðstoð við fyrirtæki gríðarlega mikilvægur. Í raun má segja að ríkisaðstoðarreglur snúist um tvennt; að tryggja að samkeppni sé ekki ógnað og að opinberum fjármunum sé varið með skynsamlegum hætti. Stjórnvöld eiga því ekki að líta á ríkisaðstoðarreglurnar sem ógn heldur frekar sem skynsamlegan vegvísi í ákvörðunartöku. Sitja ekki við sama borð Nýlega hefur svokölluð þunn eiginfjármögnun verið í umræðunni. Vegna glufa í skattalöggjöfinni hafa erlend fyrirtæki getað komist hjá skattgreiðslum af arði. Sum þeirra hafa jafnvel notið opinbers stuðnings í formi ívilnana og sértækra samninga. Þetta ástand er ekki bara alvarlegt fyrir þær sakir að við missum mikilvægar tekjur sem ella væri varið til samneyslunnar heldur einnig vegna þess að samkeppni á markaði er ógnað. Menn sitja ekki við sama borð. Það má því færa fyrir því rök að athafnaleysi stjórnmálanna að þessu leyti sé að minnsta kosti ígildi ríkisaðstoðar. Framkvæmdastjórn ESB hefur á sviði ríkisaðstoðar einmitt verið að beina sjónum sínum í ríkari mæli að skattalöggjöf aðildarríkja ESB eins og ákvörðun um ívilnanir Írlands gagnvart Apple fyrirtækinu sýna. Einkunnarorð Viðreisnar í þessum kosningum eru almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við viljum gera nauðsynlegar kerfisbreytingar til þess að gera samfélagið okkar betra, breytingar sem stjórnmálin hafa hingað til ekki getað ráðist í. Kannski ættum við að byrja á skattinum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun