Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. nóvember 2016 14:00 Meðlimir kjararáðs. Leiðrétting: Í upphaflegri frétt, sem birt var í Fréttablaðinu, birtust myndir af Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni yngri, hæstaréttarlögmanni, og Huldu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands, með fréttinni. Réttar myndir, af Vilhjálmi H. eldri og Huldu Árnadóttur lögmanni, birtast með þessari frétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Engin efnisleg svör hafa borist frá kjararáði við bréfi Fréttablaðsins frá því 13. júlí í sumar þar sem óskað var eftir gögnum sem kjararáð aflaði sér og byggði á varðandi ákvarðanir sínar á árinu 2016. Fréttablaðið óskaði eftir því við Jónas Þór Guðmundsson, formann kjararáðs, að fá afrit af gögnum „í formi skýrslna, munnlegra og skriflegra, af starfsmönnum og launagreiðendum þeirra sem heyra undir kjararáð“ vegna allra úrskurða ráðsins á árinu. „Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. Síðan hefur ekkert heyrst frá kjararáði þrátt fyrir margítrekaðan tölvupóst og símhringingar. Í sumar spurðist Fréttablaðið fyrir um það hjá Alþingi, forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og hjá kjararáði sjálfu hvort þar væri unnið að endurskoðun launa þingmanna og ráðherra og hvort til væru einhver skjalfest samskipti um það frá því næstu átján mánuðina þar á undan. Forsætisráðuneyti og Alþingi sögðu ekki svo vera en ekki barst lokasvar frá fjármálaráðuneytinu. Í frétt blaðsins 5. ágúst kom fram að formaður kjararáðs segðist ekki mundu tjá sig um þessa spurningu. Má því segja að leynd hafi hvílt yfir þessu verki. Kjararáð Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Leiðrétting: Í upphaflegri frétt, sem birt var í Fréttablaðinu, birtust myndir af Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni yngri, hæstaréttarlögmanni, og Huldu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands, með fréttinni. Réttar myndir, af Vilhjálmi H. eldri og Huldu Árnadóttur lögmanni, birtast með þessari frétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Engin efnisleg svör hafa borist frá kjararáði við bréfi Fréttablaðsins frá því 13. júlí í sumar þar sem óskað var eftir gögnum sem kjararáð aflaði sér og byggði á varðandi ákvarðanir sínar á árinu 2016. Fréttablaðið óskaði eftir því við Jónas Þór Guðmundsson, formann kjararáðs, að fá afrit af gögnum „í formi skýrslna, munnlegra og skriflegra, af starfsmönnum og launagreiðendum þeirra sem heyra undir kjararáð“ vegna allra úrskurða ráðsins á árinu. „Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. Síðan hefur ekkert heyrst frá kjararáði þrátt fyrir margítrekaðan tölvupóst og símhringingar. Í sumar spurðist Fréttablaðið fyrir um það hjá Alþingi, forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og hjá kjararáði sjálfu hvort þar væri unnið að endurskoðun launa þingmanna og ráðherra og hvort til væru einhver skjalfest samskipti um það frá því næstu átján mánuðina þar á undan. Forsætisráðuneyti og Alþingi sögðu ekki svo vera en ekki barst lokasvar frá fjármálaráðuneytinu. Í frétt blaðsins 5. ágúst kom fram að formaður kjararáðs segðist ekki mundu tjá sig um þessa spurningu. Má því segja að leynd hafi hvílt yfir þessu verki.
Kjararáð Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira