Um alvarlega fjárhagsstöðu Háskóla Íslands jón atli benediktsson skrifar 17. desember 2016 14:55 Árið 2005 gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) viðamikla úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin, sem skipuð var erlendum sérfræðingum, að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri alþjóðlegur rannsóknaháskóli í hæsta gæðaflokki, vel rekinn og skilvirkur. Jafnframt sendu erlendu sérfræðingarnir stjórnvöldum skýr skilaboð: Fjármögnun háskólans væri verulega ábótavant í alþjóðlegum samanburði og ógnaði það gæðum starfseminnar til lengri tíma litið. Þremur árum eftir birtingu skýrslu EUA hrundi íslenska bankakerfið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dró þá enn úr fjárveitingum til Háskóla Íslands þótt nemendum hafi fjölgað mikið á sama tíma. Þessa óheillaþróun má glöggt sjá á greiðslum sem Háskólinn fær til að mennta nemendur í mismunandi faggreinum (í reikniflokka) á eftirfarandi mynd.Breiði ferillinn á myndinni sýnir vegið meðal nemendaígildi við skólann. Frá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á því reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef miðað er við árið 2007 vantar um 14% upp á að verðgildi nemendaígildis sé sambærilegt árið 2016 hjá Háskóla Íslands, sem var samt mun lægra en í samanburðarlöndunum. Miðað við þessar forsendur vantar nú um 1.300 m. kr. í kennslufjárveitingu til háskólans bara til að ná fyrri stöðu. Þessi tala er í samræmi við stefnumótun skólans. Nýleg stefna Háskóla Íslands tilgreinir verkefni næstu ára sem miða að því að þróa og auka gæði kennslu, byggja upp öfluga rannsóknarinnviði og nýta þekkingu í þágu samfélagsins. Áætluð fjárþörf fyrir brýnustu verkefni næsta árs er um 1.200 m. kr. Til að glöggva sig betur á fjárhagsstöðu Háskóla Íslands er gagnlegt að bera skólann saman við háskóla á Norðurlöndunum, en í þeim samanburði telst Háskóli Íslands meðalstór. Samanburðurinn sýnir að einungis tveir háskólar af 38 á Norðurlöndunum eru með lægri heildartekjur á ársnema heldur en Háskóli Íslands, sbr. myndina hér á eftir. Annar þessara tveggja háskóla er hreinn viðskiptaháskóli sem er alfarið í lægsta reikniflokki. Í skemmstu máli sagt fær enginn sambærilegur skóli á Norðurlöndum jafn lágt framlag með nemendum og þurfa tekjur á hvern ársnema við Háskóla Íslands að tvöfaldast bara til að ná meðaltali Norðurlanda.Þrátt fyrir verulegan niðurskurð undanfarin ár hefur Háskóla Íslands tekist að halda rekstrinum í jafnvægi með ítrasta aðhaldi í rekstri, launalækkunum, auknu álagi á starfsfólk, frestun nauðsynlegrar uppbyggingar innviða og minni þjónustu við nemendur. Þrátt fyrir þetta er nú svo komið að árið 2016 verður a.m.k. 300 m.kr. halli á rekstrinum sem er fordæmalaus staða. Útlit var fyrir að nokkuð myndi rofa til í fjármögnun Háskóla Íslands þegar Aldarafmælissjóður HÍ var stofnaður í þverpólitískri sátt allra stjórnmálaflokka á Alþingi á 100 ára afmæli Háskólans árið 2011. Var það yfirlýst markmið með stofnun sjóðsins að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD árið 2016 og meðaltali fjárveitinga til háskóla á hinum Norðurlöndunum árið 2020. Þetta markmið var ítrekað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og einnig í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrirheit hafa ekki verið efnd og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 er þeirra að engu getið. Ef ekki nást fram breytingar á fjármögnun Háskóla Íslands, og raunar háskólastigsins alls, blasir við að endurskoða þarf starfsemi háskólanna með verulega neikvæðum afleiðingum fyrir allt háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jón Atli Benediktsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Árið 2005 gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) viðamikla úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin, sem skipuð var erlendum sérfræðingum, að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri alþjóðlegur rannsóknaháskóli í hæsta gæðaflokki, vel rekinn og skilvirkur. Jafnframt sendu erlendu sérfræðingarnir stjórnvöldum skýr skilaboð: Fjármögnun háskólans væri verulega ábótavant í alþjóðlegum samanburði og ógnaði það gæðum starfseminnar til lengri tíma litið. Þremur árum eftir birtingu skýrslu EUA hrundi íslenska bankakerfið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dró þá enn úr fjárveitingum til Háskóla Íslands þótt nemendum hafi fjölgað mikið á sama tíma. Þessa óheillaþróun má glöggt sjá á greiðslum sem Háskólinn fær til að mennta nemendur í mismunandi faggreinum (í reikniflokka) á eftirfarandi mynd.Breiði ferillinn á myndinni sýnir vegið meðal nemendaígildi við skólann. Frá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á því reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef miðað er við árið 2007 vantar um 14% upp á að verðgildi nemendaígildis sé sambærilegt árið 2016 hjá Háskóla Íslands, sem var samt mun lægra en í samanburðarlöndunum. Miðað við þessar forsendur vantar nú um 1.300 m. kr. í kennslufjárveitingu til háskólans bara til að ná fyrri stöðu. Þessi tala er í samræmi við stefnumótun skólans. Nýleg stefna Háskóla Íslands tilgreinir verkefni næstu ára sem miða að því að þróa og auka gæði kennslu, byggja upp öfluga rannsóknarinnviði og nýta þekkingu í þágu samfélagsins. Áætluð fjárþörf fyrir brýnustu verkefni næsta árs er um 1.200 m. kr. Til að glöggva sig betur á fjárhagsstöðu Háskóla Íslands er gagnlegt að bera skólann saman við háskóla á Norðurlöndunum, en í þeim samanburði telst Háskóli Íslands meðalstór. Samanburðurinn sýnir að einungis tveir háskólar af 38 á Norðurlöndunum eru með lægri heildartekjur á ársnema heldur en Háskóli Íslands, sbr. myndina hér á eftir. Annar þessara tveggja háskóla er hreinn viðskiptaháskóli sem er alfarið í lægsta reikniflokki. Í skemmstu máli sagt fær enginn sambærilegur skóli á Norðurlöndum jafn lágt framlag með nemendum og þurfa tekjur á hvern ársnema við Háskóla Íslands að tvöfaldast bara til að ná meðaltali Norðurlanda.Þrátt fyrir verulegan niðurskurð undanfarin ár hefur Háskóla Íslands tekist að halda rekstrinum í jafnvægi með ítrasta aðhaldi í rekstri, launalækkunum, auknu álagi á starfsfólk, frestun nauðsynlegrar uppbyggingar innviða og minni þjónustu við nemendur. Þrátt fyrir þetta er nú svo komið að árið 2016 verður a.m.k. 300 m.kr. halli á rekstrinum sem er fordæmalaus staða. Útlit var fyrir að nokkuð myndi rofa til í fjármögnun Háskóla Íslands þegar Aldarafmælissjóður HÍ var stofnaður í þverpólitískri sátt allra stjórnmálaflokka á Alþingi á 100 ára afmæli Háskólans árið 2011. Var það yfirlýst markmið með stofnun sjóðsins að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD árið 2016 og meðaltali fjárveitinga til háskóla á hinum Norðurlöndunum árið 2020. Þetta markmið var ítrekað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og einnig í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrirheit hafa ekki verið efnd og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 er þeirra að engu getið. Ef ekki nást fram breytingar á fjármögnun Háskóla Íslands, og raunar háskólastigsins alls, blasir við að endurskoða þarf starfsemi háskólanna með verulega neikvæðum afleiðingum fyrir allt háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun