Enginn vilji til að hrófla við úrskurði kjararáðs Þorgeir Helgason skrifar 28. desember 2016 06:00 Enginn vilji er innan Alþingis til að hrófla við úrskurði kjararáðs. vísir/daníel „Það þykir ekki vera gott fordæmi að hrófla við úrskurðinum. Að setja málið í hendur forsætisnefndar er mun einfaldari og eðlilegri leið að mínu viti og gerir meira gagn,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Formenn allra stjórnmálaflokka funduðu fyrir jól og sendu forsætisnefnd bréf þess efnis að skoða kjör þingmanna sem leggjast ofan á þingfararkaupið. Var ákveðið að fara þá leið í stað þess að hrófla við úrskurðinum sjálfum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir engan vilja hafa verið til þess að hrófla við úrskurði kjararáðs á Alþingi. Á fundi forsætisnefndar lagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fram tillögur að breytingum á kjörum þingmanna. Þær breytingar fólu í sér umtalsverðar lækkanir á ferðakostnaði í kjördæmi, en alþingismenn fá mánaðarlega greiddar um 84 þúsund krónur í fastan ferðakostnað. Einnig var lagt til að lækka starfskostnað sem alþingismenn eiga rétt á að fá endurgreiddan á ári en hámarkið er í dag um 1,1 milljón króna. Þá voru lagðar til breytingar á húsnæðis- og dvalarkostnaði alþingismanna. Loks var lagt til að álag á laun varaforseta, formanna fastanefnda og formanna þingflokka lækki úr fimmtán prósentum í tíu og að tíu og fimm prósenta álag á laun varaformanna og varavaraformanna yrðu felld niður. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu hafa laun þingmanna hækkað um þrettán prósent umfram almenna launaþróun. Áætlað var að heildaráhrif breytingatillagnanna yrðu þau að laun þingmanna lækkuðu um 130 til 150 þúsund krónur sem hefði í för með sér að launakjörin væru í takt við almenna launaþróun á Íslandi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hart deilt um þessar breytingatillögur á fundi forsætisnefndar. Þótti nefndarmönnum þær ganga of langt og vega að landsbyggðarþingmönnum. Forsætisnefnd mun hittast á nýju ári og funda um málið. „Mér sýndist ekki vera einhugur í forsætisnefnd en það er alger einhugur meðal formanna sem skrifuðu undir þetta bréf. Það er auðvitað þannig að þegar formenn allra flokkanna skrifa undir bréf til forsætisnefndar þá vænti ég að forsætisnefnd taki tillit til þess bréfs,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Víða í samfélaginu er beðið niðurstöðu frá Alþingi. Mörg sveitarfélög frestuðu því að taka við launahækkun kjararáðs og skoruðu á Alþingi að fjalla um málið. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segja að fundað verði í næstu viku í bæjarstjórnum sveitarfélaganna um afdrif málsins. „Þá gagnrýndu flest stéttar- og verkalýðsfélög á landinu úrskurð kjararáðs. Viðbrögð Alþingis við úrskurðum kjararáðs verður forsenda í kjaraviðræðum á næsta ári,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda. Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum. 27. desember 2016 05:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það þykir ekki vera gott fordæmi að hrófla við úrskurðinum. Að setja málið í hendur forsætisnefndar er mun einfaldari og eðlilegri leið að mínu viti og gerir meira gagn,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Formenn allra stjórnmálaflokka funduðu fyrir jól og sendu forsætisnefnd bréf þess efnis að skoða kjör þingmanna sem leggjast ofan á þingfararkaupið. Var ákveðið að fara þá leið í stað þess að hrófla við úrskurðinum sjálfum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir engan vilja hafa verið til þess að hrófla við úrskurði kjararáðs á Alþingi. Á fundi forsætisnefndar lagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fram tillögur að breytingum á kjörum þingmanna. Þær breytingar fólu í sér umtalsverðar lækkanir á ferðakostnaði í kjördæmi, en alþingismenn fá mánaðarlega greiddar um 84 þúsund krónur í fastan ferðakostnað. Einnig var lagt til að lækka starfskostnað sem alþingismenn eiga rétt á að fá endurgreiddan á ári en hámarkið er í dag um 1,1 milljón króna. Þá voru lagðar til breytingar á húsnæðis- og dvalarkostnaði alþingismanna. Loks var lagt til að álag á laun varaforseta, formanna fastanefnda og formanna þingflokka lækki úr fimmtán prósentum í tíu og að tíu og fimm prósenta álag á laun varaformanna og varavaraformanna yrðu felld niður. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu hafa laun þingmanna hækkað um þrettán prósent umfram almenna launaþróun. Áætlað var að heildaráhrif breytingatillagnanna yrðu þau að laun þingmanna lækkuðu um 130 til 150 þúsund krónur sem hefði í för með sér að launakjörin væru í takt við almenna launaþróun á Íslandi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hart deilt um þessar breytingatillögur á fundi forsætisnefndar. Þótti nefndarmönnum þær ganga of langt og vega að landsbyggðarþingmönnum. Forsætisnefnd mun hittast á nýju ári og funda um málið. „Mér sýndist ekki vera einhugur í forsætisnefnd en það er alger einhugur meðal formanna sem skrifuðu undir þetta bréf. Það er auðvitað þannig að þegar formenn allra flokkanna skrifa undir bréf til forsætisnefndar þá vænti ég að forsætisnefnd taki tillit til þess bréfs,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Víða í samfélaginu er beðið niðurstöðu frá Alþingi. Mörg sveitarfélög frestuðu því að taka við launahækkun kjararáðs og skoruðu á Alþingi að fjalla um málið. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segja að fundað verði í næstu viku í bæjarstjórnum sveitarfélaganna um afdrif málsins. „Þá gagnrýndu flest stéttar- og verkalýðsfélög á landinu úrskurð kjararáðs. Viðbrögð Alþingis við úrskurðum kjararáðs verður forsenda í kjaraviðræðum á næsta ári,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda. Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum. 27. desember 2016 05:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda. Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum. 27. desember 2016 05:00