Enginn vilji til að hrófla við úrskurði kjararáðs Þorgeir Helgason skrifar 28. desember 2016 06:00 Enginn vilji er innan Alþingis til að hrófla við úrskurði kjararáðs. vísir/daníel „Það þykir ekki vera gott fordæmi að hrófla við úrskurðinum. Að setja málið í hendur forsætisnefndar er mun einfaldari og eðlilegri leið að mínu viti og gerir meira gagn,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Formenn allra stjórnmálaflokka funduðu fyrir jól og sendu forsætisnefnd bréf þess efnis að skoða kjör þingmanna sem leggjast ofan á þingfararkaupið. Var ákveðið að fara þá leið í stað þess að hrófla við úrskurðinum sjálfum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir engan vilja hafa verið til þess að hrófla við úrskurði kjararáðs á Alþingi. Á fundi forsætisnefndar lagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fram tillögur að breytingum á kjörum þingmanna. Þær breytingar fólu í sér umtalsverðar lækkanir á ferðakostnaði í kjördæmi, en alþingismenn fá mánaðarlega greiddar um 84 þúsund krónur í fastan ferðakostnað. Einnig var lagt til að lækka starfskostnað sem alþingismenn eiga rétt á að fá endurgreiddan á ári en hámarkið er í dag um 1,1 milljón króna. Þá voru lagðar til breytingar á húsnæðis- og dvalarkostnaði alþingismanna. Loks var lagt til að álag á laun varaforseta, formanna fastanefnda og formanna þingflokka lækki úr fimmtán prósentum í tíu og að tíu og fimm prósenta álag á laun varaformanna og varavaraformanna yrðu felld niður. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu hafa laun þingmanna hækkað um þrettán prósent umfram almenna launaþróun. Áætlað var að heildaráhrif breytingatillagnanna yrðu þau að laun þingmanna lækkuðu um 130 til 150 þúsund krónur sem hefði í för með sér að launakjörin væru í takt við almenna launaþróun á Íslandi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hart deilt um þessar breytingatillögur á fundi forsætisnefndar. Þótti nefndarmönnum þær ganga of langt og vega að landsbyggðarþingmönnum. Forsætisnefnd mun hittast á nýju ári og funda um málið. „Mér sýndist ekki vera einhugur í forsætisnefnd en það er alger einhugur meðal formanna sem skrifuðu undir þetta bréf. Það er auðvitað þannig að þegar formenn allra flokkanna skrifa undir bréf til forsætisnefndar þá vænti ég að forsætisnefnd taki tillit til þess bréfs,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Víða í samfélaginu er beðið niðurstöðu frá Alþingi. Mörg sveitarfélög frestuðu því að taka við launahækkun kjararáðs og skoruðu á Alþingi að fjalla um málið. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segja að fundað verði í næstu viku í bæjarstjórnum sveitarfélaganna um afdrif málsins. „Þá gagnrýndu flest stéttar- og verkalýðsfélög á landinu úrskurð kjararáðs. Viðbrögð Alþingis við úrskurðum kjararáðs verður forsenda í kjaraviðræðum á næsta ári,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda. Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum. 27. desember 2016 05:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Það þykir ekki vera gott fordæmi að hrófla við úrskurðinum. Að setja málið í hendur forsætisnefndar er mun einfaldari og eðlilegri leið að mínu viti og gerir meira gagn,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Formenn allra stjórnmálaflokka funduðu fyrir jól og sendu forsætisnefnd bréf þess efnis að skoða kjör þingmanna sem leggjast ofan á þingfararkaupið. Var ákveðið að fara þá leið í stað þess að hrófla við úrskurðinum sjálfum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir engan vilja hafa verið til þess að hrófla við úrskurði kjararáðs á Alþingi. Á fundi forsætisnefndar lagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fram tillögur að breytingum á kjörum þingmanna. Þær breytingar fólu í sér umtalsverðar lækkanir á ferðakostnaði í kjördæmi, en alþingismenn fá mánaðarlega greiddar um 84 þúsund krónur í fastan ferðakostnað. Einnig var lagt til að lækka starfskostnað sem alþingismenn eiga rétt á að fá endurgreiddan á ári en hámarkið er í dag um 1,1 milljón króna. Þá voru lagðar til breytingar á húsnæðis- og dvalarkostnaði alþingismanna. Loks var lagt til að álag á laun varaforseta, formanna fastanefnda og formanna þingflokka lækki úr fimmtán prósentum í tíu og að tíu og fimm prósenta álag á laun varaformanna og varavaraformanna yrðu felld niður. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu hafa laun þingmanna hækkað um þrettán prósent umfram almenna launaþróun. Áætlað var að heildaráhrif breytingatillagnanna yrðu þau að laun þingmanna lækkuðu um 130 til 150 þúsund krónur sem hefði í för með sér að launakjörin væru í takt við almenna launaþróun á Íslandi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hart deilt um þessar breytingatillögur á fundi forsætisnefndar. Þótti nefndarmönnum þær ganga of langt og vega að landsbyggðarþingmönnum. Forsætisnefnd mun hittast á nýju ári og funda um málið. „Mér sýndist ekki vera einhugur í forsætisnefnd en það er alger einhugur meðal formanna sem skrifuðu undir þetta bréf. Það er auðvitað þannig að þegar formenn allra flokkanna skrifa undir bréf til forsætisnefndar þá vænti ég að forsætisnefnd taki tillit til þess bréfs,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Víða í samfélaginu er beðið niðurstöðu frá Alþingi. Mörg sveitarfélög frestuðu því að taka við launahækkun kjararáðs og skoruðu á Alþingi að fjalla um málið. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segja að fundað verði í næstu viku í bæjarstjórnum sveitarfélaganna um afdrif málsins. „Þá gagnrýndu flest stéttar- og verkalýðsfélög á landinu úrskurð kjararáðs. Viðbrögð Alþingis við úrskurðum kjararáðs verður forsenda í kjaraviðræðum á næsta ári,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda. Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum. 27. desember 2016 05:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda. Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum. 27. desember 2016 05:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent