Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Fyrsti þingdagur eftir jólaleyfi verður jafnframt fyrsti þingdagurinn eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum. vísir/anton brink Alþingi kemur saman á þriðjudag í næstu viku eftir rúmlega mánaðarlangt jólaleyfi. Við hefðbundin þingstörf bætist að kjósa þarf nýjan forseta Alþingis, sem meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur komið sér saman um að verði Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá þarf að kjósa í nefndir og formenn nefnda. Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að dagskrá fyrsta fundardags liggi nokkuð klár fyrir en ekki sé hægt að upplýsa um hana opinberlega fyrr en hann hafi fundað með formönnum flokka.Pawel BartoszekStrax í aðdraganda fyrsta þingfundar er útlit fyrir að þingstörf hefjist í ágreiningi. Í fyrsta lagi er ósamkomulag um það hvernig skipta eigi formennsku í fastanefndum Alþingis milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Greint hefur verið frá því að meirihlutinn geri tilkall til sex formannssæta og að stjórnarandstaðan fái formennsku í velferðarnefnd og svo stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þingskaparlög gera ráð fyrir að formenn þingflokkanna komi sér saman um niðurstöðu í þessum efnum. Þeir hittust í gær til að fara yfir stöðuna en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins náðist ekki samkomulag. Þingskaparlögin gera ráð fyrir að í slíkum aðstæðum kjósi nefndirnar sjálfar formannTheódóra S. ÞorsteinsdóttirÞá hefur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra valdið minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vonbrigðum með því að afþakka boð á fund sem á að fara fram á föstudaginn. „Þetta er allt voðalega óheppilegt svo maður segi það nú bara. Það er mjög vont hvernig andinn er þegar þingið fer af stað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og nefndarmaður. Hún segir nefndinni hafa borist orðsending um að Bjarni færi ekki á fundinn með þeim skýringum að hann væri þegar búinn að tjá sig um málið opinberlega. „Ég hefði talið eðlilegt að ráðherra ætti samskipti beint við nefndina en ekki bara í gegnum fjölmiðla.“ Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, tekur undir með Katrínu: „Mér finnst að Bjarni eigi að mæta.“ Theodóra S. Þorsteinsdóttir, nýr þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði ekki heyrt af ákvörðun Bjarna og gat því ekki tjáð sig um hana.Katrín JakobsdóttirHún segist þó hafa miklar væntingar til komandi þings. „Ég vænti þess að við náum að vinna vel saman til að ná betri árangri. Auðvitað hlakka ég til að fara að vinna efnislega að þeim málum sem eru í þessum stjórnarsáttmála. Það er mjög margt gott í honum og margt sem Björt framtíð stefnir að,“ segir hún. Í fjölmiðlum hefur verið rætt um að þeir þingmenn Bjartrar framtíðar sem tóku ráðherrasæti segi af sér þingmennsku svo þingmenn eigi betri kost á að sinna vinnu í fastanefndum. Theodóra segist ekki gera ráð fyrir að af þessu verði. „Við höldum þessu bara svona,“ segir Theodóra og bætir við að þeir þingmenn flokksins sem ekki skipa ráðherrasæti verði einfaldlega að sýna hvað í þeim býr. Ráðgert er að stefnuræða ráðherra verði flutt fljótlega eftir fyrsta þingfundardag, jafnvel í næstu viku. Á sama tíma verður þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar birt opinberlega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Sjá meira
Alþingi kemur saman á þriðjudag í næstu viku eftir rúmlega mánaðarlangt jólaleyfi. Við hefðbundin þingstörf bætist að kjósa þarf nýjan forseta Alþingis, sem meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur komið sér saman um að verði Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá þarf að kjósa í nefndir og formenn nefnda. Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að dagskrá fyrsta fundardags liggi nokkuð klár fyrir en ekki sé hægt að upplýsa um hana opinberlega fyrr en hann hafi fundað með formönnum flokka.Pawel BartoszekStrax í aðdraganda fyrsta þingfundar er útlit fyrir að þingstörf hefjist í ágreiningi. Í fyrsta lagi er ósamkomulag um það hvernig skipta eigi formennsku í fastanefndum Alþingis milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Greint hefur verið frá því að meirihlutinn geri tilkall til sex formannssæta og að stjórnarandstaðan fái formennsku í velferðarnefnd og svo stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þingskaparlög gera ráð fyrir að formenn þingflokkanna komi sér saman um niðurstöðu í þessum efnum. Þeir hittust í gær til að fara yfir stöðuna en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins náðist ekki samkomulag. Þingskaparlögin gera ráð fyrir að í slíkum aðstæðum kjósi nefndirnar sjálfar formannTheódóra S. ÞorsteinsdóttirÞá hefur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra valdið minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vonbrigðum með því að afþakka boð á fund sem á að fara fram á föstudaginn. „Þetta er allt voðalega óheppilegt svo maður segi það nú bara. Það er mjög vont hvernig andinn er þegar þingið fer af stað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og nefndarmaður. Hún segir nefndinni hafa borist orðsending um að Bjarni færi ekki á fundinn með þeim skýringum að hann væri þegar búinn að tjá sig um málið opinberlega. „Ég hefði talið eðlilegt að ráðherra ætti samskipti beint við nefndina en ekki bara í gegnum fjölmiðla.“ Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, tekur undir með Katrínu: „Mér finnst að Bjarni eigi að mæta.“ Theodóra S. Þorsteinsdóttir, nýr þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði ekki heyrt af ákvörðun Bjarna og gat því ekki tjáð sig um hana.Katrín JakobsdóttirHún segist þó hafa miklar væntingar til komandi þings. „Ég vænti þess að við náum að vinna vel saman til að ná betri árangri. Auðvitað hlakka ég til að fara að vinna efnislega að þeim málum sem eru í þessum stjórnarsáttmála. Það er mjög margt gott í honum og margt sem Björt framtíð stefnir að,“ segir hún. Í fjölmiðlum hefur verið rætt um að þeir þingmenn Bjartrar framtíðar sem tóku ráðherrasæti segi af sér þingmennsku svo þingmenn eigi betri kost á að sinna vinnu í fastanefndum. Theodóra segist ekki gera ráð fyrir að af þessu verði. „Við höldum þessu bara svona,“ segir Theodóra og bætir við að þeir þingmenn flokksins sem ekki skipa ráðherrasæti verði einfaldlega að sýna hvað í þeim býr. Ráðgert er að stefnuræða ráðherra verði flutt fljótlega eftir fyrsta þingfundardag, jafnvel í næstu viku. Á sama tíma verður þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar birt opinberlega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Sjá meira
Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent