Innlent

Vinstri græn ekki mælst með meira fylgi í tæp sjö ár

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Ernir
Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur ekki mælst með meira fylgi í tæp sjö ár, eða frá því í maí 2010, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn mælist nú með nærri því 23 prósent fylgi sem er um þremur prósentustigum meira en fyrir mánuði síðan.

Á móti dalar fylgi Viðreisnar um tvö prósentustig en rúmlega fimm prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Ekki er tölfræðilega marktæk breyting á fylgi annarra flokka milli mánaða en Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur eða með slétt 28 prósent.

Rösklega 13 prósent segjast myndu kjósa Pírata, tæplega 11 prósent Framsóknarflokkinn, rúmlega sjö prósent Samfylkinguna, sama hlutfall Bjarta framtíð og ríflega þrjú prósent Flokk fólksins. Rúmlega tvö prósent nefna aðra flokka og þar af 1,2 prósent Dögun.

 

Þá taka rúmlega níu prósent ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og nær átta prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust svo 44 prósent styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×