Íslenski boltinn

Endurkomusigur Eyjamanna | Markasúpa fyrir austan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafsteinn Briem var á skotskónum gegn Fjölni.
Hafsteinn Briem var á skotskónum gegn Fjölni. vísir/stefán
Eyjamenn fara vel af stað í Lengjubikarnum en í dag unnu þeir 2-3 endurkomusigur á Fjölnismönnum í riðli 2.

Fjölnir, sem tapaði fyrir Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins fyrr í vikunni, var kominn í 2-0 eftir stundarfjórðung. Birnir Snær Ingason og Bojan Stefán Ljubicic skoruðu mörkin.

Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn í 2-1 á 27. mínútu og eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik jafnaði Hafsteinn Briem metin. Það var svo Breki Ómarsson sem skoraði sigurmarkið á 73. mínútu.

Íslandsmeistarar FH unnu 1-0 sigur á Haukum í grannaslag í riðli 1. Kristján Flóki Finnbogason skoraði eina markið eftir 33 mínútna leik.

Víkingur R. gerði góða ferð norður og vann 0-1 sigur á KA í Boganum. Viktor Örlygur Andrason skoraði sigurmarkið á 10. mínútu. Í uppbótartíma var KA-maðurinn Hrannar Björn Steingrímsson rekinn af velli.

Grindavík átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Leikni F. að velli í riðli 4. Lokatölur 0-5.

Gunnar Þorsteinsson kom Grindvíkingum yfir strax á 2. mínútu. Þannig var staðan fram á 75. mínútu þegar William Daniels bætti öðru marki við. Juan Manuel Ortiz Jimenez (2) og Brynjar Ásgeir Guðmundsson skoruðu svo á síðustu 10 mínútum leiksins.

Í sama riðli bar Þróttur sigurorð af Fram, 2-3, þrátt fyrir að vera einum færri í 55 mínútur eftir að Finnur Ólafsson var rekinn af velli. Sveinbjörn Jónasson skoraði sigurmarkið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×