Íslenski boltinn

Milos og Muhammed til Víkings

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Muhammed Mert í leik með NEC Nijmegen.
Muhammed Mert í leik með NEC Nijmegen. vísir/getty
Víkingur R. hefur samið við tvo erlenda leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi-deild karla á næsta tímabili.

Milos Ozegovic er 24 ára miðjumaður frá Serbíu. Hann kemur til Víkings frá Radnicki Pirot í heimalandinu. Hann á að baki átta leiki í efstu deild í Serbíu og 65 leiki í næstefstu deild.

Muhammed Mert er 22 ára belgískur framliggjandi miðjumaður af tyrkneskum uppruna. Hann á að baki sex leiki fyrir U-15 og U-16 ára landslið Tyrklands og níu leiki fyrir U-16, U-17 og U-18 ára landslið Belgíu.

Mert er uppalinn hjá belgíska félaginu Genk en hann á einnig að baki leiki fyrir Fortuna Sittard og NEC Nijmegen í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×