Dagný og Margrét Lára báðar með á Algarve | 23 manna hópur klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 13:45 Íslenski hópurinn kynntur á blaðamannfundi í dag. Vísir/Henry Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag þá 23 leikmenn sem munu taka þátt í Algarve-bikarnum í næsta mánuði. Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er í hópnum að þessu sinni en hún á aðeins einn landsleik að baki. Valskonan Thelma Björk Einarsdóttir kemur líka inn í hópinn en hún hefur verið lítið með síðustu ár. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, sem hafa verið að glíma við meiðsli, eru báðar í hópnum. Margrét Lára er kominn til baka eftir aðgerð en Dagný hefur verið að glíma við bakmeiðsli. Hólmfríður Magnúsdóttir getur ekki tekið þátt í mótinu vegna meiðsla ekki frekar en Ásgerður St. Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar. Svava Rós Guðmundsdóttir, Berglind Hrund Jónasdóttir og Katrín Ómarsdóttir sem fóru allar með í Kínaferðina í október eru ekki með í hópnum að þessu sinni. Elín Metta Jensen, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir fóru ekki með til Kína en eru afur á móti í hópnum fyrir Algarve-bikarinn. Þetta er ellefta árið í röð og þrettánda árið alls sem íslensku stelpurnar eru með í Algarve-bikarnum en þær náðu þriðja sætinu á mótinu í fyrra sem er næstbesti árangur liðsins frá upphafi. Ísland er að þessu sinni í riðli með Noregi, Japan og Spáni í Algarve-bikarnum og er fyrsti leikurinn á móti Norðmönnum 1. mars næstkomandi. Íslenska landsliðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Hollandi næsta sumar og eru þetta fyrstu leikir liðsins á árinu 2017.Landsliðshópur Íslands á Algarve-bikarnum 2017: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 (27 landsleikir) Arna Sif Asgrimsdottir, Val (10 landsleikir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (19 landsleikir) Dagný Brynjarsdóttir, Portland (69 landsleikir) Dóra María Lárusdóttir, Val (113 landsleikir) Elín Metta Jensen, Val (21 landsleikur) Elísa Viðarsdóttir, Val (31 landsleikur) Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki (76 landsleikir) Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Utd (46 landsleikir) Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden (45 landsleikir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Valerenga (34 landsleikir) Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgarden (76 landsleikir) Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni (5 landsleikir) Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (112 landsleikir) Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val (28 landsleikir) Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki (75 landsleikir) Sandra María Jessen, Þór/KA (16 landsleikir) Sandra Sigurðardóttir, Val (14 landsleikir) Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg (98 landsleikir) Sif Atladóttir, Kristianstad (56 landsleikir) Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (1 landsleikur) Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (2 landsleikir) Thelma Björk Einarsdóttir, Val (10 landsleikir) EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag þá 23 leikmenn sem munu taka þátt í Algarve-bikarnum í næsta mánuði. Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er í hópnum að þessu sinni en hún á aðeins einn landsleik að baki. Valskonan Thelma Björk Einarsdóttir kemur líka inn í hópinn en hún hefur verið lítið með síðustu ár. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, sem hafa verið að glíma við meiðsli, eru báðar í hópnum. Margrét Lára er kominn til baka eftir aðgerð en Dagný hefur verið að glíma við bakmeiðsli. Hólmfríður Magnúsdóttir getur ekki tekið þátt í mótinu vegna meiðsla ekki frekar en Ásgerður St. Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar. Svava Rós Guðmundsdóttir, Berglind Hrund Jónasdóttir og Katrín Ómarsdóttir sem fóru allar með í Kínaferðina í október eru ekki með í hópnum að þessu sinni. Elín Metta Jensen, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir fóru ekki með til Kína en eru afur á móti í hópnum fyrir Algarve-bikarinn. Þetta er ellefta árið í röð og þrettánda árið alls sem íslensku stelpurnar eru með í Algarve-bikarnum en þær náðu þriðja sætinu á mótinu í fyrra sem er næstbesti árangur liðsins frá upphafi. Ísland er að þessu sinni í riðli með Noregi, Japan og Spáni í Algarve-bikarnum og er fyrsti leikurinn á móti Norðmönnum 1. mars næstkomandi. Íslenska landsliðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Hollandi næsta sumar og eru þetta fyrstu leikir liðsins á árinu 2017.Landsliðshópur Íslands á Algarve-bikarnum 2017: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 (27 landsleikir) Arna Sif Asgrimsdottir, Val (10 landsleikir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (19 landsleikir) Dagný Brynjarsdóttir, Portland (69 landsleikir) Dóra María Lárusdóttir, Val (113 landsleikir) Elín Metta Jensen, Val (21 landsleikur) Elísa Viðarsdóttir, Val (31 landsleikur) Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki (76 landsleikir) Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Utd (46 landsleikir) Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden (45 landsleikir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Valerenga (34 landsleikir) Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgarden (76 landsleikir) Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni (5 landsleikir) Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (112 landsleikir) Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val (28 landsleikir) Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki (75 landsleikir) Sandra María Jessen, Þór/KA (16 landsleikir) Sandra Sigurðardóttir, Val (14 landsleikir) Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg (98 landsleikir) Sif Atladóttir, Kristianstad (56 landsleikir) Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (1 landsleikur) Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (2 landsleikir) Thelma Björk Einarsdóttir, Val (10 landsleikir)
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira