Taugakerfið og gervigreindin Auður Guðjónsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Þann 23. febrúar verður tekin fyrir hjá embættisnefnd Norðurlandaráðs tillaga sem Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagði fram í stjórnartíð sinni. Tillagan fjallar um að Norræna ráðherranefndin láti samkeyra með nýjustu tölvutækni rannsóknir sem gerðar hafa verið á taugakerfinu á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að finna sameiginlegt mynstur í rannsóknunum sem leitt gæti til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið starfar. Fari tillagan í gegn hjá embættisnefnd mun hún verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd 30. mars. Fari hún ekki í gegn mun hún ekki verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd og mun hún þá falla dauð niður. Það má ekki gerast. Undanfari tillögunnar er beiðni 26 þúsund Íslendinga til Sameinuðu þjóðanna árið 2015 um að átak verði gert í því að auka skilning á hvernig taugakerfið starfar. Með mikilli vinnu utanríkisþjónustunnar og félaga fólks með taugakerfisraskanir náðist inn í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar ákvæði um að bæta skuli meðferðir við skemmdum í taugakerfinu. Á því ákvæði byggir Lilja tillögu sína. Aukinn skilningur er grundvallaratriði bættrar meðferðar og lykillinn að lækningu. Með fjórðu iðnbyltingunni sem nú hefur hafið innreið sína með gervigreind er sú tækniþekking til staðar sem þarf til að keyra saman flóknar rannsóknir á taugakerfinu. Stóra tækifæri taugakerfisins er komið. Því ríður á að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að umrædd tillaga fari í gegn hjá báðum ofangreindum nefndum. Undanfarin misseri hafa Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra stutt mænu/taugakerfisverkefnið með ráðum og dáð. Greinarhöfundur biður þessa sömu menn að tala fyrir samþykkt tillögunnar hjá Norrænu ráðherranefndinni af fullum þunga. Jafnframt biður höfundur Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að gera slíkt hið sama. Mikilvægt er að þeir sem fjalla um tillöguna hjá Norðurlandaráði hafi fullkominn skilning á því brautryðjendastarfi sem hér um ræðir. Samþykkt hennar þýðir að Norðurlöndin taka upp nýtt ákvæði um taugakerfið frá Sameinuðu þjóðunum og festa það í sessi sem eitt af þeim mikilvægu verkum sem heimurinn þarf að taka á. Það mun verða allri veröldinni til heilla. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar verður tekin fyrir hjá embættisnefnd Norðurlandaráðs tillaga sem Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagði fram í stjórnartíð sinni. Tillagan fjallar um að Norræna ráðherranefndin láti samkeyra með nýjustu tölvutækni rannsóknir sem gerðar hafa verið á taugakerfinu á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að finna sameiginlegt mynstur í rannsóknunum sem leitt gæti til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið starfar. Fari tillagan í gegn hjá embættisnefnd mun hún verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd 30. mars. Fari hún ekki í gegn mun hún ekki verða tekin fyrir hjá ráðherranefnd og mun hún þá falla dauð niður. Það má ekki gerast. Undanfari tillögunnar er beiðni 26 þúsund Íslendinga til Sameinuðu þjóðanna árið 2015 um að átak verði gert í því að auka skilning á hvernig taugakerfið starfar. Með mikilli vinnu utanríkisþjónustunnar og félaga fólks með taugakerfisraskanir náðist inn í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar ákvæði um að bæta skuli meðferðir við skemmdum í taugakerfinu. Á því ákvæði byggir Lilja tillögu sína. Aukinn skilningur er grundvallaratriði bættrar meðferðar og lykillinn að lækningu. Með fjórðu iðnbyltingunni sem nú hefur hafið innreið sína með gervigreind er sú tækniþekking til staðar sem þarf til að keyra saman flóknar rannsóknir á taugakerfinu. Stóra tækifæri taugakerfisins er komið. Því ríður á að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að umrædd tillaga fari í gegn hjá báðum ofangreindum nefndum. Undanfarin misseri hafa Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra stutt mænu/taugakerfisverkefnið með ráðum og dáð. Greinarhöfundur biður þessa sömu menn að tala fyrir samþykkt tillögunnar hjá Norrænu ráðherranefndinni af fullum þunga. Jafnframt biður höfundur Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að gera slíkt hið sama. Mikilvægt er að þeir sem fjalla um tillöguna hjá Norðurlandaráði hafi fullkominn skilning á því brautryðjendastarfi sem hér um ræðir. Samþykkt hennar þýðir að Norðurlöndin taka upp nýtt ákvæði um taugakerfið frá Sameinuðu þjóðunum og festa það í sessi sem eitt af þeim mikilvægu verkum sem heimurinn þarf að taka á. Það mun verða allri veröldinni til heilla. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun