Kom forsætisráðherra á óvart að breytingar á skipan Stjórnarráðsins kosta tæpan hálfan milljarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 10:58 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í kostnað við breytingar á skipan Stjórnarráðsins en ríkisstjórnin ákvað að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneyti, annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar ráðuneyti samgöngu-og sveitarstjórnarmála. Þingmaðurinn benti á að í fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu forsætisráðherra vegna breytinga hafi komið fram að ekkert kostnaðarmat hefði farið fram á því hvað þær myndu kosta. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd og upplýsti Svandís að nefndin hefði fengið þær upplýsingar að breytingarnar muni kosta um 120 milljónir á ársgrundvelli eða tæpan hálfan milljarð á kjörtímabilinu. Svandís spurði Bjarna hvort að þessi tala kæmi honum óþægilega á óvart eins og henni og svaraði Bjarni því til þegar hann kom í pontu að hún gerði það. „Það er sjálfsagt að segja frá því að þessi tala kemur mér á óvart og mér finnst hún ekki koma til greina. Mér finnst hún ekki koma til greina því það er ekki verið að bæta við nýjum ráðherra, nýjum bílstjóra, nýjum ritara og ekki nýju húsnæði heldur er eingöngu verið að tala um aðskilnað ráðuneyta. [...] Mér finnst ekki koma til greina að það sé lagt upp með þennan kostnað af hálfu ráðuneytisins,“ sagði forsætisráðherra. Hann bætti því við að honum þætti ekki koma til greina að halda áfram með málið á þessum forsendum og að það þyrfti að hugsa betur. Bjarni kvaðst þó gera sér grein fyrir því að breytingarnar myndu kosta einhver störf, til að mynda þyrfti að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra. „En ég geri þá kröfu til Stjórnarráðsins að menn leiti leiða til að sparnaðar og grípi ekki tækifærin til að bæta við sig.“ Svandís þakkaði ráðherranum fyrir skýr svör en spurði ráðherra hvort hann teldi enn rétt að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneytinu. Bjarni svaraði því til að hann teldi það enn vera rétt að koma á sérstöku ráðuneyti dómsmála annars vegar og hins vegar ráðuneyti samgönu-og sveitarstjórnmála. „Það verður hins vegar ekki af því ef innanríkisráðuneytið getur ekki fært fyrir þingið aðra áætlun en þá sem er raunhæfari en þessi sem nefndinni hefur borist. [...] Við munum ekki halda áfram með málið ef kostnaður er yfir 100 milljónir bara við uppskiptinguna,“ sagði Bjarni en bætti því við að hann væri sannfærður um að hægt væri að lækka kostnaðinn. Alþingi Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í kostnað við breytingar á skipan Stjórnarráðsins en ríkisstjórnin ákvað að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneyti, annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar ráðuneyti samgöngu-og sveitarstjórnarmála. Þingmaðurinn benti á að í fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu forsætisráðherra vegna breytinga hafi komið fram að ekkert kostnaðarmat hefði farið fram á því hvað þær myndu kosta. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd og upplýsti Svandís að nefndin hefði fengið þær upplýsingar að breytingarnar muni kosta um 120 milljónir á ársgrundvelli eða tæpan hálfan milljarð á kjörtímabilinu. Svandís spurði Bjarna hvort að þessi tala kæmi honum óþægilega á óvart eins og henni og svaraði Bjarni því til þegar hann kom í pontu að hún gerði það. „Það er sjálfsagt að segja frá því að þessi tala kemur mér á óvart og mér finnst hún ekki koma til greina. Mér finnst hún ekki koma til greina því það er ekki verið að bæta við nýjum ráðherra, nýjum bílstjóra, nýjum ritara og ekki nýju húsnæði heldur er eingöngu verið að tala um aðskilnað ráðuneyta. [...] Mér finnst ekki koma til greina að það sé lagt upp með þennan kostnað af hálfu ráðuneytisins,“ sagði forsætisráðherra. Hann bætti því við að honum þætti ekki koma til greina að halda áfram með málið á þessum forsendum og að það þyrfti að hugsa betur. Bjarni kvaðst þó gera sér grein fyrir því að breytingarnar myndu kosta einhver störf, til að mynda þyrfti að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra. „En ég geri þá kröfu til Stjórnarráðsins að menn leiti leiða til að sparnaðar og grípi ekki tækifærin til að bæta við sig.“ Svandís þakkaði ráðherranum fyrir skýr svör en spurði ráðherra hvort hann teldi enn rétt að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneytinu. Bjarni svaraði því til að hann teldi það enn vera rétt að koma á sérstöku ráðuneyti dómsmála annars vegar og hins vegar ráðuneyti samgönu-og sveitarstjórnmála. „Það verður hins vegar ekki af því ef innanríkisráðuneytið getur ekki fært fyrir þingið aðra áætlun en þá sem er raunhæfari en þessi sem nefndinni hefur borist. [...] Við munum ekki halda áfram með málið ef kostnaður er yfir 100 milljónir bara við uppskiptinguna,“ sagði Bjarni en bætti því við að hann væri sannfærður um að hægt væri að lækka kostnaðinn.
Alþingi Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira