Sif Atla: Shooter er heitasti sjónvarpsþátturinn hjá íslensku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2017 13:00 Sif Atladóttir. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins, tók Sif Atladóttur í viðtal fyrir leikinn. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari leggur upp með að setja kraft í sóknarleikinn í dag en slóvenska liðið er mjög öflugt í skyndisóknum og þar reynir á Sif og stelpurnar í íslensku vörninni. „Við erum búnar að eiga tvær mjög góðar æfingar og erum búnar að fara mikið yfir sóknarleikinn. Það er mikil áhersla á hann í leiknum,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands. „Þetta er mikið til upprifjun og Freyr kemur svo inn með áhersluatriði inn í liðið. Við erum að reyna að bæta okkur frá leik til leiks og frá æfingu til æfingu. Þetta er því mikið til endurtekningar en maður verður betri eftir því sem maður kemst betur inn í svona hluti,“ sagði Sif en hvað vita íslensku stelpurnar um slóvakíska liðið? „Við vitum að þær eru góðar í skyndisóknum og mjög sterkar í föstum leikatriðrum. Það verður mjög spennandi að takast á við föst leikatriði og skyndisóknirnar,“ sagði Sif. Óskar Örn spurði Sif um hvað væri í gangi hjá liðinu á bak við tjöldin þegar liðið er ekki á æfingum eða í leikjum. „Það er svolítið gott og blandað. Við ræðum mikið þætti og hverjir séu heitustu þættirnir. Núna er það Shooter. Ég hef ekki horft á hann sjálf og er því spennt fyrir honum. Ég ætla að láta það bíða af því að ég tilheyi lærdómshópnum. Við erum ansi margar sem erum að læra eða að undirbúa okkur fyrir háskólanám. Við söfnum okkur saman á þessum fallegu dögunum til að mótivera okkur til að læra. Það eru lokapróf framundan,“ sagði Sif. Það eru tíu ár síðan að Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta landsleik og næsti landsleikur verður númer sextíu. „Það er mjög spennandi. 60 landsleikir er þvílíkt afrek og er ógeðslega stolt af því. Það er mikið búið að gerast og breytast á þessum tíu árum. Mér finnst æðislegt að fá að vera hér ennþá og sýnir það hvað er geðveikt að spila fyrir Ísland,“ sagði Sif. Hverjar eru stærstu breytingarnar á þessum tíma? „Þetta verður alltaf meiri og meiri fagmennska. Við verðum alltaf stærri og stærri, það verður stærri umgjörð og meiri fagmennska í skipulaginu. Því meiri sem þetta þróast í þá átt því betur getum við sinnt okkar starfi inn á vellinum og gert þjóðina stoltari og okkur sjálfar stoltar,“ sagði Sif. Það styttist í Evrópumótið í Hollandi og Sif lýst vel á stöðu mála í undirbúningnum. „Þetta er einstakur hópur og það verður ótrúlega gaman að halda áfram okkar vegferð þó að við verðum í sitthverju landinu að undirbúa okkur. Þetta verður spennandi sumar og ég hlakka til að mæta til Hollands og sjá alla í bláu treyjunum,“ sagði Sif. Það má sjá allt spjallið við Sif í spilaranum hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins, tók Sif Atladóttur í viðtal fyrir leikinn. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari leggur upp með að setja kraft í sóknarleikinn í dag en slóvenska liðið er mjög öflugt í skyndisóknum og þar reynir á Sif og stelpurnar í íslensku vörninni. „Við erum búnar að eiga tvær mjög góðar æfingar og erum búnar að fara mikið yfir sóknarleikinn. Það er mikil áhersla á hann í leiknum,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands. „Þetta er mikið til upprifjun og Freyr kemur svo inn með áhersluatriði inn í liðið. Við erum að reyna að bæta okkur frá leik til leiks og frá æfingu til æfingu. Þetta er því mikið til endurtekningar en maður verður betri eftir því sem maður kemst betur inn í svona hluti,“ sagði Sif en hvað vita íslensku stelpurnar um slóvakíska liðið? „Við vitum að þær eru góðar í skyndisóknum og mjög sterkar í föstum leikatriðrum. Það verður mjög spennandi að takast á við föst leikatriði og skyndisóknirnar,“ sagði Sif. Óskar Örn spurði Sif um hvað væri í gangi hjá liðinu á bak við tjöldin þegar liðið er ekki á æfingum eða í leikjum. „Það er svolítið gott og blandað. Við ræðum mikið þætti og hverjir séu heitustu þættirnir. Núna er það Shooter. Ég hef ekki horft á hann sjálf og er því spennt fyrir honum. Ég ætla að láta það bíða af því að ég tilheyi lærdómshópnum. Við erum ansi margar sem erum að læra eða að undirbúa okkur fyrir háskólanám. Við söfnum okkur saman á þessum fallegu dögunum til að mótivera okkur til að læra. Það eru lokapróf framundan,“ sagði Sif. Það eru tíu ár síðan að Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta landsleik og næsti landsleikur verður númer sextíu. „Það er mjög spennandi. 60 landsleikir er þvílíkt afrek og er ógeðslega stolt af því. Það er mikið búið að gerast og breytast á þessum tíu árum. Mér finnst æðislegt að fá að vera hér ennþá og sýnir það hvað er geðveikt að spila fyrir Ísland,“ sagði Sif. Hverjar eru stærstu breytingarnar á þessum tíma? „Þetta verður alltaf meiri og meiri fagmennska. Við verðum alltaf stærri og stærri, það verður stærri umgjörð og meiri fagmennska í skipulaginu. Því meiri sem þetta þróast í þá átt því betur getum við sinnt okkar starfi inn á vellinum og gert þjóðina stoltari og okkur sjálfar stoltar,“ sagði Sif. Það styttist í Evrópumótið í Hollandi og Sif lýst vel á stöðu mála í undirbúningnum. „Þetta er einstakur hópur og það verður ótrúlega gaman að halda áfram okkar vegferð þó að við verðum í sitthverju landinu að undirbúa okkur. Þetta verður spennandi sumar og ég hlakka til að mæta til Hollands og sjá alla í bláu treyjunum,“ sagði Sif. Það má sjá allt spjallið við Sif í spilaranum hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira