Freyr: Söru Björk líður vel í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 13:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson. Vísir/Samsett Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í miðri tíu daga æfingaferð til Slóvakíu og Hollands en liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á morgun. Freyr Alexandersson er ánægður með stöðuna á hópnum. „Það hefur allt gengið mjög vel. Þetta var gott ferðalag þar sem farangur skilaði sér og flugið var þægilegt. Aðstæður hér í Slóvakíu eru allar hinar bestu, gott veður og fínt hótel,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins í viðtali við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins í ferðinni. „Mannskapurinn er í fínu standi. Það eru allar með á æfingunni í dag og við erum full af tilhlökkun fyrir að takast á við þetta verkefni sem er framundan á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. „Við ætlum að nýta þetta verkefni vel. Við ætlum að byrja á því að setja orku í sóknarleikinn og það verður mikil áherslu lögð á það að vinna með sóknarleikinn í leiknum á móti Slóvakíu. Æfingarnar í dag og á morgun fara mestmegnis í það,“ sagði Freyr. „Svo munum við aðeins skerpa á því hvernig á að verjast skyndisóknum andstæðinganna því Slóvakía er með mjög gott skyndisóknarlið,“ sagði Freyr. „Við munum síðan leggja meiri áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn á móti Hollandi svo að þessir tíu dagar nýtist sem best fyrir Ísland,“ sagði Freyr. Leikmenn á Norðurlöndum eru að fara að byrja tímabilið sitt og þá styttist óðum í Pepsi-deild kvenna. Það er samt einn leikmaður í hópnum sem hefur haft mikið að gera að undanförnu,. „Sara Björk er fullu með Wolfsburg og það er búið að vera mikið álag á henni. Henni líður vel í dag og það verða allir klárir í slaginn á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. Sara Björk og félagar hennar duttu naumlega út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum en eru í baráttunni um þýska meistaratitilinn. „Það er mikil eftirvænting innan hópsins fyrir Evrópumótinu og heima líka meðal almennings. Við finnum fyrir því. Það eru núna hundrað dagar í móti og við erum mjög spennt að fara til Hollands en við þurfum að passa okkur að njóta vegferðarinnar og hvers einasta verkefnis. Við erum einbeitt á það að taka einn dag í einu og reyna að bæta okkur þannig,“ sagði Freyr. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í miðri tíu daga æfingaferð til Slóvakíu og Hollands en liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á morgun. Freyr Alexandersson er ánægður með stöðuna á hópnum. „Það hefur allt gengið mjög vel. Þetta var gott ferðalag þar sem farangur skilaði sér og flugið var þægilegt. Aðstæður hér í Slóvakíu eru allar hinar bestu, gott veður og fínt hótel,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins í viðtali við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins í ferðinni. „Mannskapurinn er í fínu standi. Það eru allar með á æfingunni í dag og við erum full af tilhlökkun fyrir að takast á við þetta verkefni sem er framundan á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. „Við ætlum að nýta þetta verkefni vel. Við ætlum að byrja á því að setja orku í sóknarleikinn og það verður mikil áherslu lögð á það að vinna með sóknarleikinn í leiknum á móti Slóvakíu. Æfingarnar í dag og á morgun fara mestmegnis í það,“ sagði Freyr. „Svo munum við aðeins skerpa á því hvernig á að verjast skyndisóknum andstæðinganna því Slóvakía er með mjög gott skyndisóknarlið,“ sagði Freyr. „Við munum síðan leggja meiri áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn á móti Hollandi svo að þessir tíu dagar nýtist sem best fyrir Ísland,“ sagði Freyr. Leikmenn á Norðurlöndum eru að fara að byrja tímabilið sitt og þá styttist óðum í Pepsi-deild kvenna. Það er samt einn leikmaður í hópnum sem hefur haft mikið að gera að undanförnu,. „Sara Björk er fullu með Wolfsburg og það er búið að vera mikið álag á henni. Henni líður vel í dag og það verða allir klárir í slaginn á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. Sara Björk og félagar hennar duttu naumlega út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum en eru í baráttunni um þýska meistaratitilinn. „Það er mikil eftirvænting innan hópsins fyrir Evrópumótinu og heima líka meðal almennings. Við finnum fyrir því. Það eru núna hundrað dagar í móti og við erum mjög spennt að fara til Hollands en við þurfum að passa okkur að njóta vegferðarinnar og hvers einasta verkefnis. Við erum einbeitt á það að taka einn dag í einu og reyna að bæta okkur þannig,“ sagði Freyr. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti