Innlent

Slydda eða snjókoma í dag og á morgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Svona er Ísland í dag.
Svona er Ísland í dag. vísir/sigurjón
Búast má við mildri sunnanátt með rigningu í dag, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Víða slydda suðvestan- og vestanlands upp úr hádegi og kólnar í veðri, en úrkomulítið síðdegis.

Á vef Veðurstofunnar segir að gert sé ráð fyrir vaxandi suðaustanátt í nótt, 13 til 18 metrum á sekúndu og rigningu á morgun, en þurrt verður á Norðurlandi. Þar verður einnig hlýjast, hiti um 10 stig.

Annað kvöld má svo aftur búast við slyddu eða jafnvel snjókomu suðvestantil á landinu. Búast má við að það fari aftur að hlýna og nokkuð varanlega uppúr helginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×