Spurði hvort Björt framtíð ætlaði að láta handjárna sig í fjármálaáætlun nýfrjálshyggjunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2017 16:00 Óttarr Proppé og Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrri spurningin sneri að áformu Klíníkurinnar og mismunandi túlkana landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins á lögum um heilbrigðisþjónustu varðandi það hvort fyrirtækið þyrfti starfsleyfi frá ráðherra til að reka fimm daga legudeild. Spurði Steingrímur ráðherrann hvort þessar mismunandi túlkanir hefðu einhverju breytt varðandi það „sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið um kaup á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði legudeild til allt að fimm daga og farið út í skurðaðgerðir, það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint.“ Óttarr svaraði því til að það hefði ekki orðin nein breyting á ákvörðun hans varðandi það að það stæði ekki til að fela Sjúkratryggingum að gera sérstakan samning við Klíníkina. „Háttvirtur þingmaður gerir að umræðuefni ágreining eða mismunandi lagatúlkun ráðuneytisins annars vegar og landlæknis hins vegar og það er skýrt gagnvart ráðuneytinu að það starfar samkvæmt lögum. [...] Sérfræðingar ráðuneytisins túlka það sem svo eftir breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu árið 2007 þar sem var tekið út af háttvirtu Alþingi krafa um það að ráðherra eða ráðuneyti veitti sérstakt starfsleyfi fyrir sjúkrastofnunum að þá sé það ekki í raun og veru ekki gert ráð fyrir því að það sé veitt sérstakt starfsleyfi. Mér þykir það bagalegt, það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram að þróast þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu hvort það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða að lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði heilbrigðisráðherra. Seinni spurning Steingríms sneri svo að því sem hann sagði vera útreið þeirra málaflokka sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ára, það er heilbrigðismál og umhverfismál. „Því miður er það svo að þegar rýnt er betur í tölur um áætlanir um fjárveitingar til heilbrigðismála þá eru þær að uppstöðu til hvað aukningu varðar beint í stofnkostnað byggingu nýs Landspítala og önnur sérgreind verkefni þannig að þegar það er frádregið stendur væntanlega eftir niðurskurður upp á milljarða í rekstur. Svipaða sögu er að segja af umhverfisráðuneytinu sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn [...] Seinni spurningin er því: Ætlar Björt framtíð að láta bjóða sér þetta? Ætlar hún að láta handjárna sig inn í þessari nýfrjálshyggju-fjármáláætlun til næstu fimm ára?“ spurði Steingrímur. Óttarr svaraði því til að Björt framtíð væri hluti af ríkisstjórninni. „Við styðjum aðgerðir þessarar ríkisstjórnar, við erum þátttakendur í ríkisstjórn til þess að taka ábyrgð í íslensku samfélagi.“ Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrri spurningin sneri að áformu Klíníkurinnar og mismunandi túlkana landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins á lögum um heilbrigðisþjónustu varðandi það hvort fyrirtækið þyrfti starfsleyfi frá ráðherra til að reka fimm daga legudeild. Spurði Steingrímur ráðherrann hvort þessar mismunandi túlkanir hefðu einhverju breytt varðandi það „sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið um kaup á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði legudeild til allt að fimm daga og farið út í skurðaðgerðir, það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint.“ Óttarr svaraði því til að það hefði ekki orðin nein breyting á ákvörðun hans varðandi það að það stæði ekki til að fela Sjúkratryggingum að gera sérstakan samning við Klíníkina. „Háttvirtur þingmaður gerir að umræðuefni ágreining eða mismunandi lagatúlkun ráðuneytisins annars vegar og landlæknis hins vegar og það er skýrt gagnvart ráðuneytinu að það starfar samkvæmt lögum. [...] Sérfræðingar ráðuneytisins túlka það sem svo eftir breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu árið 2007 þar sem var tekið út af háttvirtu Alþingi krafa um það að ráðherra eða ráðuneyti veitti sérstakt starfsleyfi fyrir sjúkrastofnunum að þá sé það ekki í raun og veru ekki gert ráð fyrir því að það sé veitt sérstakt starfsleyfi. Mér þykir það bagalegt, það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram að þróast þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu hvort það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða að lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði heilbrigðisráðherra. Seinni spurning Steingríms sneri svo að því sem hann sagði vera útreið þeirra málaflokka sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ára, það er heilbrigðismál og umhverfismál. „Því miður er það svo að þegar rýnt er betur í tölur um áætlanir um fjárveitingar til heilbrigðismála þá eru þær að uppstöðu til hvað aukningu varðar beint í stofnkostnað byggingu nýs Landspítala og önnur sérgreind verkefni þannig að þegar það er frádregið stendur væntanlega eftir niðurskurður upp á milljarða í rekstur. Svipaða sögu er að segja af umhverfisráðuneytinu sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn [...] Seinni spurningin er því: Ætlar Björt framtíð að láta bjóða sér þetta? Ætlar hún að láta handjárna sig inn í þessari nýfrjálshyggju-fjármáláætlun til næstu fimm ára?“ spurði Steingrímur. Óttarr svaraði því til að Björt framtíð væri hluti af ríkisstjórninni. „Við styðjum aðgerðir þessarar ríkisstjórnar, við erum þátttakendur í ríkisstjórn til þess að taka ábyrgð í íslensku samfélagi.“
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?