Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Snærós Sindradóttir skrifar 22. apríl 2017 07:00 Klíníkin í Ármúla rekur nú legudeild fyrir sjúklinga. Aðgerðir þar kosta ríflega milljón krónur. vísir/ernir Stjórnarandstaðan á Alþingi er ósátt við óskýr svör Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í málefnum Klíníkurinnar. Athygli var vakin á málinu þegar landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem gagnrýnd var afstaða heilbrigðisráðuneytisins til starfsemi Klíníkurinnar. Embætti landlæknis telur rekstur fimm daga legudeildar, sambærilega þeirri sem Klíníkin rekur, þurfa rekstrarleyfi frá ráðherra en ráðuneytið telur svo ekki vera. Landlæknir telur að afstaða ráðuneytisins verði til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta þrífist þannig nánast ótakmarkað, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði þjónustuna dýru verði.Lilja Alfreðsdóttir.vísir/stefán„Ef þetta er eitthvað málum blandið og lekur áfram yfir í einkavæðingu í sjúkrahúsþjónustu, þá er það mjög alvarlegt mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sem situr í velferðarnefnd Alþingis. Hann segir að skoðanamunur landlæknis og Landspítalans annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar hafi verið nefndarmönnum ljós. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir málið fyrsta stóra próf ráðherrans. „Það er ekki boðlegt að ráðuneytið geti ekki gefið skýrari svör varðandi veigamikinn þátt sem varðar framtíðarmótun íslensks heilbrigðiskerfis. Pólitískt ákvörðunarvald liggur hjá ráðherranum.“Steingrímur J. Sigfússon.vísir/ernirÍ svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Eins og fram hefur komið starfar Klíníkin núna óhindrað vegna þeirrar afstöðu ráðuneytisins að ekki þurfi rekstrarleyfi til starfsins. Í Fréttablaðinu í gær sagðist framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, ekki skilja bréf landlæknis öðruvísi en svo að hann vildi hefta starfsemina eða skerða hana með boðvaldi ráðherra. „Í svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Þetta er það pólitískt mál og það er eins og Landlæknisembættið sé að leita eftir leiðsögn í málinu, sá vegvísir kemur frá stjórnvöldum,“ segir Lilja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í útvarpsfréttum Bylgjunnar í gær að bagalegt væri að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Landlæknisembættisins. „Það þarf að athuga hvort þurfi að skoða lögin og skýra. Ef það er niðurstaðan þá einhendum við okkur í það vegna þess að það er mjög mikilvægt að þetta sé skýrt,“ sagði Óttarr. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Alþingi er ósátt við óskýr svör Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í málefnum Klíníkurinnar. Athygli var vakin á málinu þegar landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem gagnrýnd var afstaða heilbrigðisráðuneytisins til starfsemi Klíníkurinnar. Embætti landlæknis telur rekstur fimm daga legudeildar, sambærilega þeirri sem Klíníkin rekur, þurfa rekstrarleyfi frá ráðherra en ráðuneytið telur svo ekki vera. Landlæknir telur að afstaða ráðuneytisins verði til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta þrífist þannig nánast ótakmarkað, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði þjónustuna dýru verði.Lilja Alfreðsdóttir.vísir/stefán„Ef þetta er eitthvað málum blandið og lekur áfram yfir í einkavæðingu í sjúkrahúsþjónustu, þá er það mjög alvarlegt mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sem situr í velferðarnefnd Alþingis. Hann segir að skoðanamunur landlæknis og Landspítalans annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar hafi verið nefndarmönnum ljós. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir málið fyrsta stóra próf ráðherrans. „Það er ekki boðlegt að ráðuneytið geti ekki gefið skýrari svör varðandi veigamikinn þátt sem varðar framtíðarmótun íslensks heilbrigðiskerfis. Pólitískt ákvörðunarvald liggur hjá ráðherranum.“Steingrímur J. Sigfússon.vísir/ernirÍ svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Eins og fram hefur komið starfar Klíníkin núna óhindrað vegna þeirrar afstöðu ráðuneytisins að ekki þurfi rekstrarleyfi til starfsins. Í Fréttablaðinu í gær sagðist framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, ekki skilja bréf landlæknis öðruvísi en svo að hann vildi hefta starfsemina eða skerða hana með boðvaldi ráðherra. „Í svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Þetta er það pólitískt mál og það er eins og Landlæknisembættið sé að leita eftir leiðsögn í málinu, sá vegvísir kemur frá stjórnvöldum,“ segir Lilja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í útvarpsfréttum Bylgjunnar í gær að bagalegt væri að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Landlæknisembættisins. „Það þarf að athuga hvort þurfi að skoða lögin og skýra. Ef það er niðurstaðan þá einhendum við okkur í það vegna þess að það er mjög mikilvægt að þetta sé skýrt,“ sagði Óttarr.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15