Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2017 19:00 Menntamálaráðherra segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að hún hafi ekki verið upplýst um áform ráðherrans og í stað þess að einkavæða Ármúlaskóla ætti að fara í heildarstefnumörkun á málefnum framhaldsskólanna. Þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis spurðu menntamálaráðherra í þaula út í áform um sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla á fundi nefndarinnar í morgun. Menntamálaráðherra sagði stefnt að því að niðurstaða lægi fyrir í þessum mánuði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu eftir fundinn með Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra þar sem vinnubrögð hans voru gagnrýnd harðlega. Ráðherrann hafi ekki getað staðfest að réttindi starfsmanna Ármúlaskóla yrðu tryggð ef af yfirtöku Tækniskólans yrði og að nemendur skólans bæru engan skaða af framkvæmdinni. Ráðherra sagði þetta eitt af því sem verið væri að skoða áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. „Ég geri bara einfaldlega ráð fyrir því að starfsmenn allir muni halda sínum og kjörum óbreyttum. Þetta er atriði sem liggja fyrirmæli um að verði krufin til mergjar í þeirri vinnu sem stendur yfir,“ sagði Kristján Þór. Ráðherrann sagði hins vegar ljóst að ákvörðunarvaldið um framhaldið lægi hjá honum samkvæmt lögum og verið væri að skoða þennan kost til að bæta sérstaklega starfs -og verknám sem væri í báðum þessum skólum og bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastiginu. Hann var spurður hvort rétt væri að drög að samningi lægju þegar fyrir. Kristján Þór sagðist hafa reiknað með að allir nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir í þessum mánuði og ef að yrði reiknaði hann með að sameinaður skóli taki til starfa í haust. „Og ef það ætti að gerast þá verða öll gögn að vera klár til þeirrar gjörðar. Þar með talið væntanlegur samningur ef svarið yrði já. Þannig að eðlilega eru til drög að slíkum samningi ef niðurstaðan verði slík,“ sagði menntamálaráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu að hún hafi ekki verið upplýst um þessi áform þótt stjórnarliðar hafi vitað af þeim. Í stað þess að taka þessa tvo skóla út, væri ekki farið í heildarstefnumörkun um framhaldsskólastigið. Þetta væri pólitísk ákvörðun um einkavæðingu hluta framhaldsskólakerfisins. Ráðherra sagði engar greiðslur fara fram vegna þessa ef að yrði. Allar eignir skólanna væru og yrðu áfram í eigu ríkisins. „Það er ekki verið að selja skóla. Það er ekki verið að stofna nýjan skóla heldur. Hugsunin er einfaldlega sú að vinna þetta með þeim hætti, ef niðurstaðan verður sú að það sé æskilegt að gera þetta, að Tækniskólinn taki yfir þann rekstur sem í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að hún hafi ekki verið upplýst um áform ráðherrans og í stað þess að einkavæða Ármúlaskóla ætti að fara í heildarstefnumörkun á málefnum framhaldsskólanna. Þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis spurðu menntamálaráðherra í þaula út í áform um sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla á fundi nefndarinnar í morgun. Menntamálaráðherra sagði stefnt að því að niðurstaða lægi fyrir í þessum mánuði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu eftir fundinn með Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra þar sem vinnubrögð hans voru gagnrýnd harðlega. Ráðherrann hafi ekki getað staðfest að réttindi starfsmanna Ármúlaskóla yrðu tryggð ef af yfirtöku Tækniskólans yrði og að nemendur skólans bæru engan skaða af framkvæmdinni. Ráðherra sagði þetta eitt af því sem verið væri að skoða áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. „Ég geri bara einfaldlega ráð fyrir því að starfsmenn allir muni halda sínum og kjörum óbreyttum. Þetta er atriði sem liggja fyrirmæli um að verði krufin til mergjar í þeirri vinnu sem stendur yfir,“ sagði Kristján Þór. Ráðherrann sagði hins vegar ljóst að ákvörðunarvaldið um framhaldið lægi hjá honum samkvæmt lögum og verið væri að skoða þennan kost til að bæta sérstaklega starfs -og verknám sem væri í báðum þessum skólum og bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastiginu. Hann var spurður hvort rétt væri að drög að samningi lægju þegar fyrir. Kristján Þór sagðist hafa reiknað með að allir nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir í þessum mánuði og ef að yrði reiknaði hann með að sameinaður skóli taki til starfa í haust. „Og ef það ætti að gerast þá verða öll gögn að vera klár til þeirrar gjörðar. Þar með talið væntanlegur samningur ef svarið yrði já. Þannig að eðlilega eru til drög að slíkum samningi ef niðurstaðan verði slík,“ sagði menntamálaráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu að hún hafi ekki verið upplýst um þessi áform þótt stjórnarliðar hafi vitað af þeim. Í stað þess að taka þessa tvo skóla út, væri ekki farið í heildarstefnumörkun um framhaldsskólastigið. Þetta væri pólitísk ákvörðun um einkavæðingu hluta framhaldsskólakerfisins. Ráðherra sagði engar greiðslur fara fram vegna þessa ef að yrði. Allar eignir skólanna væru og yrðu áfram í eigu ríkisins. „Það er ekki verið að selja skóla. Það er ekki verið að stofna nýjan skóla heldur. Hugsunin er einfaldlega sú að vinna þetta með þeim hætti, ef niðurstaðan verður sú að það sé æskilegt að gera þetta, að Tækniskólinn taki yfir þann rekstur sem í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.
Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Sjá meira