Sakaði fjármálaráðherra um „ódýr pólitísk undanbrögð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2017 16:02 Benedikt Jóhannesson og Kolbeinn Óttarsson Proppé. vísir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi á þingi í dag orð Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið en þar sagði ráðherrann: „Landspítalinn tekur aukningu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum hans óskum.“ Þingmaðurinn tók til máls undir liðnum störf þingsins og var ekki par hrifinn af orðum ráðherrans. „Ég verð að segja það eins og er að mér finnst þessi sýn hæstvirts ráðherra á fjármál og stöðu Landspítalans eiginlega þyngri en tárum taki. Að tala um útfærða áætlun Landspítalans um hvað þarf til að standa undir þeim lögbundnu verkefnum sem honum er falið sem einhvern óskalista, eins og einhvern jólagjafalista um hvað væri best í heimi allra mögulegra heima gott að fá, það þykir mér eiginlega grátlegt,“ sagði Kolbeinn. Hann benti á að stjórnendur Landspítalans hefðu gert grein fyrir því hvað þyrfti af fjármagni til þess að halda sjó í rekstri spítalans og hægt að tryggja þá þjónustu sem honum er skylt að veita. Kolbeinn sagði að þessir fjármunir væru ekki að skila sér til spítalans og því þyrfti að skera þar niður þjónustuna. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er ekki óskalisti heldur útfærð áætlun um hvað það er sem spítalinn þarf til að veita nauðsynlega þjónustu og það þýðir ekkert fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra að gera lítið úr þessum áætlunum. Vera að kalla þetta óskir og segja að það geti ekki allir fengið það sem þeir vilja. Það eru bara ódýr pólitísk undanbrögð. Hæstvirtur ráðherra á bara að vera maður til að segja að það sé ekki pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni til þess að fjármagna Landspítalann með fullnægjandi hætti. Hann yrði þá maður meiri ef hann gerði það hæstvirtur ráðherra í stað þess að skýla sér á bak við það eitthvað svona. Stundum finnst mér eins og hæstvirtur fjármálaráðherra búi í Excel-skjali og sjái ekki að á bak við tölurnar sem þar eru er raunveruleg þörf, er fólk með raunverulegar þarfir,“ sagði Kolbeinn. Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi á þingi í dag orð Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið en þar sagði ráðherrann: „Landspítalinn tekur aukningu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum hans óskum.“ Þingmaðurinn tók til máls undir liðnum störf þingsins og var ekki par hrifinn af orðum ráðherrans. „Ég verð að segja það eins og er að mér finnst þessi sýn hæstvirts ráðherra á fjármál og stöðu Landspítalans eiginlega þyngri en tárum taki. Að tala um útfærða áætlun Landspítalans um hvað þarf til að standa undir þeim lögbundnu verkefnum sem honum er falið sem einhvern óskalista, eins og einhvern jólagjafalista um hvað væri best í heimi allra mögulegra heima gott að fá, það þykir mér eiginlega grátlegt,“ sagði Kolbeinn. Hann benti á að stjórnendur Landspítalans hefðu gert grein fyrir því hvað þyrfti af fjármagni til þess að halda sjó í rekstri spítalans og hægt að tryggja þá þjónustu sem honum er skylt að veita. Kolbeinn sagði að þessir fjármunir væru ekki að skila sér til spítalans og því þyrfti að skera þar niður þjónustuna. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er ekki óskalisti heldur útfærð áætlun um hvað það er sem spítalinn þarf til að veita nauðsynlega þjónustu og það þýðir ekkert fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra að gera lítið úr þessum áætlunum. Vera að kalla þetta óskir og segja að það geti ekki allir fengið það sem þeir vilja. Það eru bara ódýr pólitísk undanbrögð. Hæstvirtur ráðherra á bara að vera maður til að segja að það sé ekki pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni til þess að fjármagna Landspítalann með fullnægjandi hætti. Hann yrði þá maður meiri ef hann gerði það hæstvirtur ráðherra í stað þess að skýla sér á bak við það eitthvað svona. Stundum finnst mér eins og hæstvirtur fjármálaráðherra búi í Excel-skjali og sjái ekki að á bak við tölurnar sem þar eru er raunveruleg þörf, er fólk með raunverulegar þarfir,“ sagði Kolbeinn.
Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira