Íslenski boltinn

Schiötharar brutu silfurskeiðina og ætla að brjóta fleiri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Silfurskeiðin brotin.
Silfurskeiðin brotin. Mynd/Twitter@Schiotharar
Schiötharar, stuðningsmannasveit KA-manna, í fótboltanum hafa eins og lið þeirra sett mikinn svip á fyrstu umferðir Pepsi-deildar karla í fótbolta.

KA-liðið hefur náð í sjö stig af níu mögulegum og er enn taplaust eftir þrjár fyrstu umferðir liðsins í efstu deild í þrettán ár.

Það er mikill félagsrembingur í stuðningsmannasveit Schiöthara eins og á vel við sveit eins og hana og nú hafa menn þar á bæ sett stefnuna á að sækja stig í Garðbæinn á sunnudagskvöldið.

KA-menn heimsækja þá Stjörnumenn á Samsung völlinn en þarna mætast liðin í fyrstu tveimur sætum deildarinnar. Stjarnan hefur sjö stig eins og KA-liðið en hefur skorað þremur mörkum meira og er ofar en KA á markatölu.

Aðalsteinn Tryggva, meðlimur í stuðningsmannasveit KA sendur skýr skilboð til Garðabækarliðsins á twitter: „Schiötharar munu brjóta silfurskeiðar á sunnudagskvöldið,“ skrifar Aðalsteinn og vísar í táknræna mynd af Twitter-síðu sveitarinnar sem sjá má hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×