Íslenski boltinn

ÍR-ingar gerðu góða ferð norður og slógu KA-menn úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallgrímur Mar lagði upp mark KA en klúðraði svo vítaspyrnu.
Hallgrímur Mar lagði upp mark KA en klúðraði svo vítaspyrnu. vísir/ernir
ÍR, sem er í næstneðsta sæti Inkasso-deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og sló KA úr leik í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Lokatölur 1-3, ÍR í vil.

KA-menn hafa farið frábærlega af stað á tímabilinu og sitja í 2. sæti Pepsi-deildarinnar með sjö stig. Þeim var hins vegar skellt niður á jörðina í kvöld.

ÍR komst yfir strax á 7. mínútu þegar Jón Gísli Ström skoraði með góðu vinstri fótar skoti.

Staðan var 0-1 í hálfleik en á 51. mínútu jafnaði Elfar Árni Aðalsteinsson metin eftir sendingu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni.

Á 63. mínútu fékk KA vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd Andra Jónassonar innan vítateigs. Hallgrímur Mar fór á punktinn en Steinar Örn Gunnarsson varði.

Staðan var 1-1 að venjulegum leiktíma loknum og því þurfti að framlengja.

Á sjöundu mínútu framlengingarinnar kom Andri ÍR-ingum yfir með skalla eftir sendingu Viktors Arnar Guðmundssonar.

Það var svo Jón Arnar Barðdal, lánsmaður frá Stjörnunni, sem gulltryggði Breiðhyltingum sigurinn á 111. mínútu. Lokatölur 1-3, ÍR í vil.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir

Þórsarar úr leik eftir tap fyrir Ægismönnum

Matraðarbyrjun Þórsara á tímabilinu heldur áfram en í kvöld féll liðið úr leik fyrir 3. deildarliði Ægis á heimavelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×