Fimmtán hundruð króna komugjald hefði skilað 6 milljörðum í ríkissjóð Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2017 15:17 Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Eyþór Miðað við fjölda flugfarþega árið 2015 hefðu tekjur af 1.500 króna komugjaldi numið um 2.568 milljónum króna og Íslendingar hefðu greitt um 26 prósent af gjaldinu, eða 675 milljónir króna. Komugjald hefði numið 3.456 milljónum króna árið 2016 og þar af 23 prósent verið greidd af Íslendingum, eða 804 milljónir króna. Miðað við áætlanir Isavia um farþegafjölda yfirstandandi árs yrðu tekjur af komugjaldi um 4.206 milljónir króna og 20 prósent greidd af Íslendingum, eða 845 milljónir króna.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við svari Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar um komugjald flugfarþega. Þar er spurt hverjar tekjur ríkissjóðs hefðu orðið ef komugjald að upphæð 1.500 krónum hefði verið innheimt af hverjum flugfarþega sem kom til landsins á árunum 2015 til 2016 og hver hefði skiptingin orðið á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Þá var einnig spurt hverjar tekjur ríkissjóðs yrðu ef komugjald að upphæð 1.500 krónum yrði innheimt af hverjum flugfarþega sem kæmi hingað til lands árið 2017, miðað við áætlanir um fjölda flugfarþega og hver yrði þá skiptingin á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Við áætlun tekna af komugjaldi á flugfarþega var stuðst við gögn Ferðamálastofu um brottfarir farþega um Keflavíkurflugvöll. Niðurstöðuna er að finna í eftirfarandi töflu þar sem fram koma áætlaðar tekjur ríkissjóðs af 1.500 króna komugjaldi á hvern flugfarþega við komu til Íslands fyrir árin 2015–2017 og skiptingu þess milli íslenskra greiðenda og erlendra. Fjárhæðir eiga aðeins við um millilandaflug til landsins og eru í milljónum króna.Þá var spurt hvort það þurfi að innheimta sambærilegt gjald af farþegum í innanlandsflugi, ef innheimta á komugjald af farþegum sem koma hingað til lands. Í svari fjármálaráðherra kemur fram möguleikar löggjafans til að leggja mismunandi komugjald á farþega í millilandaflugi og innanlandsflugi sæti verulegum takmörkunum vegna ákvæða í EES-samningnum, Chicago-sáttmálanum og samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Miðað við fjölda flugfarþega árið 2015 hefðu tekjur af 1.500 króna komugjaldi numið um 2.568 milljónum króna og Íslendingar hefðu greitt um 26 prósent af gjaldinu, eða 675 milljónir króna. Komugjald hefði numið 3.456 milljónum króna árið 2016 og þar af 23 prósent verið greidd af Íslendingum, eða 804 milljónir króna. Miðað við áætlanir Isavia um farþegafjölda yfirstandandi árs yrðu tekjur af komugjaldi um 4.206 milljónir króna og 20 prósent greidd af Íslendingum, eða 845 milljónir króna.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við svari Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar um komugjald flugfarþega. Þar er spurt hverjar tekjur ríkissjóðs hefðu orðið ef komugjald að upphæð 1.500 krónum hefði verið innheimt af hverjum flugfarþega sem kom til landsins á árunum 2015 til 2016 og hver hefði skiptingin orðið á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Þá var einnig spurt hverjar tekjur ríkissjóðs yrðu ef komugjald að upphæð 1.500 krónum yrði innheimt af hverjum flugfarþega sem kæmi hingað til lands árið 2017, miðað við áætlanir um fjölda flugfarþega og hver yrði þá skiptingin á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Við áætlun tekna af komugjaldi á flugfarþega var stuðst við gögn Ferðamálastofu um brottfarir farþega um Keflavíkurflugvöll. Niðurstöðuna er að finna í eftirfarandi töflu þar sem fram koma áætlaðar tekjur ríkissjóðs af 1.500 króna komugjaldi á hvern flugfarþega við komu til Íslands fyrir árin 2015–2017 og skiptingu þess milli íslenskra greiðenda og erlendra. Fjárhæðir eiga aðeins við um millilandaflug til landsins og eru í milljónum króna.Þá var spurt hvort það þurfi að innheimta sambærilegt gjald af farþegum í innanlandsflugi, ef innheimta á komugjald af farþegum sem koma hingað til lands. Í svari fjármálaráðherra kemur fram möguleikar löggjafans til að leggja mismunandi komugjald á farþega í millilandaflugi og innanlandsflugi sæti verulegum takmörkunum vegna ákvæða í EES-samningnum, Chicago-sáttmálanum og samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira