Gunnlaugur: Þýðir ekki að grenja yfir því hvaða lið við fáum í byrjun Smári Jökull Jónsson skrifar 14. maí 2017 19:24 Gunnlaugur Jónsson er þjálfari Skagamanna. vísir/ernir Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna reyndi að sjá jákvæða punkta í leik sinna manna eftir tapið gegn KR í kvöld. Skagamenn eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Ég tel að það sé margt jákvætt að taka úr leiknum. Fyrri hálfleikur er mikið heilsteyptari en í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir þá erum við að gera margt ágætlega varnarlega. Það er kraftur í okkur í lokin. Við erum kannski ekki að fá mikið að færum en erum að gera atlögu að því að jafna leikinn. Niðurstaðan eftir þrjá leiki er núll stig og það er ekki ásættanlegt,“ sagði Gunnlaugur við Vísi að leik loknum í kvöld. Skagamenn voru bitlausir fram á við lengst af og sköpuðu sér lítið af færum gegn þéttu KR-liði. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu undir lokin og hefðu með heppni getað sett jöfnunarmarkið undir lokin. „Við settum mikinn fókus á það að verja okkar mark. Við fáum ekki mikið af færum en eitt til tvö ágætis færi í fyrri hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað jafnað í lokin og það voru vonbrigði að fá á sig þetta annað mark á okkur í seinni hálfleiknum. Mér fannst þannig lagað ekki vera neitt svakalegt í gangi. Svona er þetta, við þurfum að halda áfram.“ Skagamenn hafa mætt meistarakandídötunum í FH, Val og KR í fyrstu þremur umferðunum og eins og áður segir ekki enn náð í stig. „Svona valdist þetta og þetta var byrjunin sem beið okkar. Vissulega vildum við fá aðeins meira en núll stig en við getum ekkert grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjun. Næst er það Grindavík heima og við verðum bara að vera klárir fyrir þann leik,“ bætti Gunnlaugur við. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik ÍA gegn FH, byrjaði á bekknum í dag og gat ekki leikið vegna meiðsla. „Við tókum ekki sénsinn á honum í dag. Hann á við smá meiðsli að stríða aftan í læri og eftir upphitun ákváðum við að tefla honum ekki inn sem varamanni. Hann verður klár eftir viku,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ánægður að sjá markahæsta mann Íslandsmótsins í fyrra, Garðar Gunnlaugsson, skora en hann byrjaði inn á í fyrsta sinn á tímabilinu. „Hann kom inn í hálfleik í síðasta leik og spilar 90 mínútur í dag. Það er mikilvægt að fá mínútur á bakið á honum. Hann mun vonandi nálgast sitt besta form bráðlega,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna reyndi að sjá jákvæða punkta í leik sinna manna eftir tapið gegn KR í kvöld. Skagamenn eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Ég tel að það sé margt jákvætt að taka úr leiknum. Fyrri hálfleikur er mikið heilsteyptari en í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir þá erum við að gera margt ágætlega varnarlega. Það er kraftur í okkur í lokin. Við erum kannski ekki að fá mikið að færum en erum að gera atlögu að því að jafna leikinn. Niðurstaðan eftir þrjá leiki er núll stig og það er ekki ásættanlegt,“ sagði Gunnlaugur við Vísi að leik loknum í kvöld. Skagamenn voru bitlausir fram á við lengst af og sköpuðu sér lítið af færum gegn þéttu KR-liði. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu undir lokin og hefðu með heppni getað sett jöfnunarmarkið undir lokin. „Við settum mikinn fókus á það að verja okkar mark. Við fáum ekki mikið af færum en eitt til tvö ágætis færi í fyrri hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað jafnað í lokin og það voru vonbrigði að fá á sig þetta annað mark á okkur í seinni hálfleiknum. Mér fannst þannig lagað ekki vera neitt svakalegt í gangi. Svona er þetta, við þurfum að halda áfram.“ Skagamenn hafa mætt meistarakandídötunum í FH, Val og KR í fyrstu þremur umferðunum og eins og áður segir ekki enn náð í stig. „Svona valdist þetta og þetta var byrjunin sem beið okkar. Vissulega vildum við fá aðeins meira en núll stig en við getum ekkert grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjun. Næst er það Grindavík heima og við verðum bara að vera klárir fyrir þann leik,“ bætti Gunnlaugur við. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik ÍA gegn FH, byrjaði á bekknum í dag og gat ekki leikið vegna meiðsla. „Við tókum ekki sénsinn á honum í dag. Hann á við smá meiðsli að stríða aftan í læri og eftir upphitun ákváðum við að tefla honum ekki inn sem varamanni. Hann verður klár eftir viku,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ánægður að sjá markahæsta mann Íslandsmótsins í fyrra, Garðar Gunnlaugsson, skora en hann byrjaði inn á í fyrsta sinn á tímabilinu. „Hann kom inn í hálfleik í síðasta leik og spilar 90 mínútur í dag. Það er mikilvægt að fá mínútur á bakið á honum. Hann mun vonandi nálgast sitt besta form bráðlega,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00