Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Gabríel Sighvatsson skrifar 14. maí 2017 20:15 Eyjamenn náðu í fyrsta sigur sinn í deildinni í ár þegar þeir tóku á móti Víkingi Reykjavík á Hásteinsvelli. Gestirnir byrjuðu heldur betur af krafti og voru í raun betri aðillinn allan fyrri hálfleik. En rétt eins og í síðasta leik, sem þeir töpuðu fyrir Grindavík, þá náðu þeir ekki að klára færin sín. ÍBV skoraði úr fyrstu sókn sinni. Þar var að verki Spánverjinn Alvaro Monteja Calleja eftir góðan undirbúning frá Sigurði Grétari Benónýssyni sem er nýkominn aftur til ÍBV eftir að hafa verið í námi í Bandaríkjunum. Í seinni hálfleik róaðist leikurinn en Eyjamenn náðu ágætri stjórn á honum og voru líklegri aðillinn til þess að skora. Allt kom fyrir ekki og 1-0 sigur ÍBV staðreynd.Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn sýndu þó mikla baráttu og vildu sigurinn miklu meira. Kristján Guðmundsson var óhræddur við að breyta og tók menn úr liðinu sem stóðu sig illa seinast og henti í 5 manna varnarlínu. Markið sem ÍBV skoraði drap leikinn svolítið og Víkingur virtist aldrei líklegir til að komast aftur inn í leikinn. Þeir fundu engin svör við vörn ÍBV og fengu varla færi í seinni hálfleik.Þessir stóðu upp úr: Sigurður Grétar Benónýsson kom með mikinn kraft inn í liðið og gerði virkilega vel í fyrsta markinu. Félagi hans í sókninni, Alvaro Montejo Calleja var einnig mjög sprækur og sýndi góða takta auk þess að skora eina mark leiksins. Í vörninni átti Hafsteinn Briem mjög góðan leik en það er ljóst að fjarvera þessa öfluga varnarmanns er áberandi og hann kemur með mikið jafnvægi og traust í vörnina. Miðjan var mjög samheldin og Devon Már Griffin átti flottan leik þangað til hann fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Hvað gekk illa? Víkingar nýttu ekki færi sín í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa fengið mörg góð. Í seinni hálfleik spiluðu þeir á móti vindi og þeim gekk virkilega illa að fóta sig og áttu í miklu erfiðleikum með að brjóta vörn ÍBV á bak aftur. Einstaklingsframtakið var heldur ekki gott og margir leikmenn sem náðu ekki að stíga upp. Það var helst Geoffrey Castillion sem var atkvæðamestur en hann fór meiddur út af í hálfleik.Hvað gerist næst? Eyjamenn fara til Ólafsvíkur og eiga erfiðan útileik fyrir höndum en liðin eru á svipuðum slóðum í deildinni og því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Víkingur hefur nú tapað tveimur í röð og þurfa að fara að ná í fleiri stig ef þeir ætla ekki að vera í fallpakkanum í sumar. Þeim bíður erfitt verkefni en þeir taka á móti Breiðablik í næstu umferð.Einkunnir:ÍBV (5-3-2): Halldór Páll Geirsson 5 - Jónas Tór Næs 6, Avni Pepa 5, Hafsteinn Briem 7, Matt Garner 6, Devon Már Griffin 7 (45+1. Felix Örn Friðriksson 7) - Sindri Snær Magnússon 8 (maður leiksins), Pablo Punyed 6, Atli Arnarsson 6 - Alvaro Montejo Calleja 7 (71. Arnór Gauti Ragnarsson), Sigurður Grétar Benónýsson 8 (88. Gunnar Heiðar Þorvaldsson).Víkingur R. (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 5 - Davíð Örn Atlason 5, Alan Lowing 6, Halldór Smári Sigurðsson 6, Ívar Örn Jónsson 5 (46. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson 6) - Dofri Snorrason 4 (77. Örvar Eggertsson), Milos Ozegovic 6, Alex Freyr Hilmarsson 6 - Vladimir Tufegdzic 4, Geoffrey Castillion 6 (46. Muhammed Mert 6), Erlingur Agnarsson 6.Kristján: Þurftum að gera breytingar á liðinu Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, gat loksins brosað eftir að Eyjamenn unnu sinn fyrsta sigur í deildinni, 1-0 gegn Víkingi R. „Við lögðum mikið í leikinn og uppskárum, það voru ekki mörg færi en liðið vann sig til baka eftir skellinn seinast og náði í sigur í dag,“ sagði Kristján. „Við þurftum að gera breytingar á liðinu bæði út af frammistöðu og einnig þurftum við að raða liðinu upp á nýtt,“ sagði Kristján en ÍBV breytti í 5-3-2 fyrir leikinn í dag. „Aðalhugsunin er að vera áfram með tvo framherja. Við ætluðum að reyna að komast inn í mótið með 4-4-2 en breyttum aðeins fyrir aftan senterana og það gekk upp í dag, ætli við verðum ekki svolítið í því að breyta milli leikja.“ Kristján var virkilega ánægður með baráttu sinna manna og stemningunni í stúkunni. „Liðsheildin var góð og við vorum gríðarlega vel studdir af stúkunni allan leikinn og við erum mjög ánægðir með það að fólkið skuli hafa mætt til að hvetja okkur. Liðsheildin skilaði mikilli vinnu og auðvitað marki,“ sagði Kristján. Hafsteinn Briem kom aftur inn í liðið í dag eftir að hafa nánast ekkert spilað í upphafi móts. „Hafsteinn var ekki í seinasta leik og eiginlega ekkert í fyrsta leik heldur en í dag héldum við hreinu á heimavelli sem er aðalatriðið.“ Gunnar Heiðar Þorvaldsson er spilandi aðstoðarþjálfari en hann var bekkjaður í dag. „Við lögðum áherslu á að Gunnar Heiðar væri þjálfari í dag en við settum hann inn á í lokin til að fá smá ró á mannskapinn og það var fínt að fá hann inn. Við metum bara stöðuna fyrir hvern leik hvernig við notum hann,“ sagði Kristján að lokum.Milos: Þeir skoruðu úr eina færinu sínu Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með úrslitin en var sáttur með frammistöðuna í dag. „Við gerðum ein varnarmistök og þeir skora úr sínu fyrsta, og ef ég man rétt eina færinu sínu, en það er nóg til að vinna leik. Þú þarft ekki að skora 10 mörk, það er nóg að skora eitt og verjast síðan,“ sagði Milos eftir leik. Víkingar voru á móti vindi í seinni hálfleik og það er klárt mál að veðrið setti smá svip á leikinn. „Það er staðreynd að við náðum miklu betra spili í seinni hálfleik en við vorum eiginlega ekki að skapa neitt. Það var erfitt að finna lokasendinguna þar sem þeir voru þéttir til baka og sniðugir að nota líkamann. Þetta var 0-0 veður en við náðum ekki að opna þá þrátt fyrir að fá 2-3 dauðafæri,“ sagði Milos. „Þetta er búið að vera saga þessa tímabils, við spilum mjög vel en uppskerum ekki neitt og það er mjög svekkjandi.“ Milos sá sig tilneyddan til að gera breytingu á liði sínu og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. „Geoffrey meiddist og fór út af í hálfleik. Hin skiptingin var vegna þess að þeir voru að skapa smá usla vinstra megin og Ívar var smá sjóveikur á leiðinni en ég tek það ekki sem afsökun. Mér fannst þessar skiptingar koma vel út en við gerðum ekki nóg í seinni hálfleik til að jafna eða vinna þennan leik,“ sagði Milos. Síðustu tvö töp Víkinga koma gegn liðum sem er spáð neðar en þeim, Grindavík og ÍBV í dag. „Já, þetta eru mikil vonbrigði og svona þróun segir ekkert annað en að við verðum í sama pakka og þessi tvö lið og við þurfum að hreinsa upp þennan skít í næstu viku, þar er erfiður leikur á móti Breiðablik,“ sagði Milos. Hann býst við einum leikmanni til vibótar áður en félagsskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum búnir að fá leikmann inn en ég veit ekki hvort félagsskiptin eru búin að ganga í gegn þau ættu að gera það á morgun í síðasta lagi, það er bandarískur framherji. Eins gott fyrir okkur að næla í hann sérstaklega þar sem Geoffrey (Castillion) meiðist í dag og þau meiðsli líta ekki vel út,“ sagði Milos að lokum.Sigurður Grétar: Vildum þetta miklu meira Sigurður Grétar Benónýsson, framherji ÍBV, var sáttur með liðið í dag eftir baráttusigur. „Ég ætla að byrja á að þakka stuðningsmönnum fyrir að koma og styðja við bakið á okkur, það er ekkert betra en það. Þegar við Eyjamenn stöndum saman þá erum við illviðráðanlegir,“ sagði Sigurður. „Mér fannst við vilja þetta miklu meira en þeir. Við lögðum upp með það að fara inn í leikinn af fullum krafti og það gekk í raun allt upp sem við vildum gera í dag.“ Sigurður Grétar lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alvaro Monteja Callejo. „Alvaro ætlaði að fara einn út í horn að fagna en ég tók bara liðið með mér og fór upp í stúku en Alvaro skoraði markið og átti að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Sigurður. ÍBV skipti um leikkerfi og fór í 5-3-2 fyrir þennan leik sem skilaði þeim þremur stigum. „Við ákváðum að gera breytingar eftir seinasta leik og það virkaði vel í þessum leik og svo sjáum við til hvað við gerum í næsta leik. Leikmennirnir í dag voru flottir og við eigum fullt af góðum mönnum inni líka sem geta komið af bekknum og ég get alveg séð það gerast að aðrir stígi upp í næsta leik,“ sagði Sigurður Grétar er nýkominn heim aftur eftir að hafa verið að spila í Bandaríkjunum með háskólanum. „Það eru allir í rosalegu góði formi í háskólaboltanum, eins og þið hafið kannski vitið, það eru kannski ekki eins reynslumiklir leikmenn en það eru góð gæði í þessu og ég er rosalega ánæðgur úti,“ sagði Sigurður Grétar að lokum. Pepsi Max-deild karla
Eyjamenn náðu í fyrsta sigur sinn í deildinni í ár þegar þeir tóku á móti Víkingi Reykjavík á Hásteinsvelli. Gestirnir byrjuðu heldur betur af krafti og voru í raun betri aðillinn allan fyrri hálfleik. En rétt eins og í síðasta leik, sem þeir töpuðu fyrir Grindavík, þá náðu þeir ekki að klára færin sín. ÍBV skoraði úr fyrstu sókn sinni. Þar var að verki Spánverjinn Alvaro Monteja Calleja eftir góðan undirbúning frá Sigurði Grétari Benónýssyni sem er nýkominn aftur til ÍBV eftir að hafa verið í námi í Bandaríkjunum. Í seinni hálfleik róaðist leikurinn en Eyjamenn náðu ágætri stjórn á honum og voru líklegri aðillinn til þess að skora. Allt kom fyrir ekki og 1-0 sigur ÍBV staðreynd.Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn sýndu þó mikla baráttu og vildu sigurinn miklu meira. Kristján Guðmundsson var óhræddur við að breyta og tók menn úr liðinu sem stóðu sig illa seinast og henti í 5 manna varnarlínu. Markið sem ÍBV skoraði drap leikinn svolítið og Víkingur virtist aldrei líklegir til að komast aftur inn í leikinn. Þeir fundu engin svör við vörn ÍBV og fengu varla færi í seinni hálfleik.Þessir stóðu upp úr: Sigurður Grétar Benónýsson kom með mikinn kraft inn í liðið og gerði virkilega vel í fyrsta markinu. Félagi hans í sókninni, Alvaro Montejo Calleja var einnig mjög sprækur og sýndi góða takta auk þess að skora eina mark leiksins. Í vörninni átti Hafsteinn Briem mjög góðan leik en það er ljóst að fjarvera þessa öfluga varnarmanns er áberandi og hann kemur með mikið jafnvægi og traust í vörnina. Miðjan var mjög samheldin og Devon Már Griffin átti flottan leik þangað til hann fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Hvað gekk illa? Víkingar nýttu ekki færi sín í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa fengið mörg góð. Í seinni hálfleik spiluðu þeir á móti vindi og þeim gekk virkilega illa að fóta sig og áttu í miklu erfiðleikum með að brjóta vörn ÍBV á bak aftur. Einstaklingsframtakið var heldur ekki gott og margir leikmenn sem náðu ekki að stíga upp. Það var helst Geoffrey Castillion sem var atkvæðamestur en hann fór meiddur út af í hálfleik.Hvað gerist næst? Eyjamenn fara til Ólafsvíkur og eiga erfiðan útileik fyrir höndum en liðin eru á svipuðum slóðum í deildinni og því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Víkingur hefur nú tapað tveimur í röð og þurfa að fara að ná í fleiri stig ef þeir ætla ekki að vera í fallpakkanum í sumar. Þeim bíður erfitt verkefni en þeir taka á móti Breiðablik í næstu umferð.Einkunnir:ÍBV (5-3-2): Halldór Páll Geirsson 5 - Jónas Tór Næs 6, Avni Pepa 5, Hafsteinn Briem 7, Matt Garner 6, Devon Már Griffin 7 (45+1. Felix Örn Friðriksson 7) - Sindri Snær Magnússon 8 (maður leiksins), Pablo Punyed 6, Atli Arnarsson 6 - Alvaro Montejo Calleja 7 (71. Arnór Gauti Ragnarsson), Sigurður Grétar Benónýsson 8 (88. Gunnar Heiðar Þorvaldsson).Víkingur R. (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 5 - Davíð Örn Atlason 5, Alan Lowing 6, Halldór Smári Sigurðsson 6, Ívar Örn Jónsson 5 (46. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson 6) - Dofri Snorrason 4 (77. Örvar Eggertsson), Milos Ozegovic 6, Alex Freyr Hilmarsson 6 - Vladimir Tufegdzic 4, Geoffrey Castillion 6 (46. Muhammed Mert 6), Erlingur Agnarsson 6.Kristján: Þurftum að gera breytingar á liðinu Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, gat loksins brosað eftir að Eyjamenn unnu sinn fyrsta sigur í deildinni, 1-0 gegn Víkingi R. „Við lögðum mikið í leikinn og uppskárum, það voru ekki mörg færi en liðið vann sig til baka eftir skellinn seinast og náði í sigur í dag,“ sagði Kristján. „Við þurftum að gera breytingar á liðinu bæði út af frammistöðu og einnig þurftum við að raða liðinu upp á nýtt,“ sagði Kristján en ÍBV breytti í 5-3-2 fyrir leikinn í dag. „Aðalhugsunin er að vera áfram með tvo framherja. Við ætluðum að reyna að komast inn í mótið með 4-4-2 en breyttum aðeins fyrir aftan senterana og það gekk upp í dag, ætli við verðum ekki svolítið í því að breyta milli leikja.“ Kristján var virkilega ánægður með baráttu sinna manna og stemningunni í stúkunni. „Liðsheildin var góð og við vorum gríðarlega vel studdir af stúkunni allan leikinn og við erum mjög ánægðir með það að fólkið skuli hafa mætt til að hvetja okkur. Liðsheildin skilaði mikilli vinnu og auðvitað marki,“ sagði Kristján. Hafsteinn Briem kom aftur inn í liðið í dag eftir að hafa nánast ekkert spilað í upphafi móts. „Hafsteinn var ekki í seinasta leik og eiginlega ekkert í fyrsta leik heldur en í dag héldum við hreinu á heimavelli sem er aðalatriðið.“ Gunnar Heiðar Þorvaldsson er spilandi aðstoðarþjálfari en hann var bekkjaður í dag. „Við lögðum áherslu á að Gunnar Heiðar væri þjálfari í dag en við settum hann inn á í lokin til að fá smá ró á mannskapinn og það var fínt að fá hann inn. Við metum bara stöðuna fyrir hvern leik hvernig við notum hann,“ sagði Kristján að lokum.Milos: Þeir skoruðu úr eina færinu sínu Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með úrslitin en var sáttur með frammistöðuna í dag. „Við gerðum ein varnarmistök og þeir skora úr sínu fyrsta, og ef ég man rétt eina færinu sínu, en það er nóg til að vinna leik. Þú þarft ekki að skora 10 mörk, það er nóg að skora eitt og verjast síðan,“ sagði Milos eftir leik. Víkingar voru á móti vindi í seinni hálfleik og það er klárt mál að veðrið setti smá svip á leikinn. „Það er staðreynd að við náðum miklu betra spili í seinni hálfleik en við vorum eiginlega ekki að skapa neitt. Það var erfitt að finna lokasendinguna þar sem þeir voru þéttir til baka og sniðugir að nota líkamann. Þetta var 0-0 veður en við náðum ekki að opna þá þrátt fyrir að fá 2-3 dauðafæri,“ sagði Milos. „Þetta er búið að vera saga þessa tímabils, við spilum mjög vel en uppskerum ekki neitt og það er mjög svekkjandi.“ Milos sá sig tilneyddan til að gera breytingu á liði sínu og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. „Geoffrey meiddist og fór út af í hálfleik. Hin skiptingin var vegna þess að þeir voru að skapa smá usla vinstra megin og Ívar var smá sjóveikur á leiðinni en ég tek það ekki sem afsökun. Mér fannst þessar skiptingar koma vel út en við gerðum ekki nóg í seinni hálfleik til að jafna eða vinna þennan leik,“ sagði Milos. Síðustu tvö töp Víkinga koma gegn liðum sem er spáð neðar en þeim, Grindavík og ÍBV í dag. „Já, þetta eru mikil vonbrigði og svona þróun segir ekkert annað en að við verðum í sama pakka og þessi tvö lið og við þurfum að hreinsa upp þennan skít í næstu viku, þar er erfiður leikur á móti Breiðablik,“ sagði Milos. Hann býst við einum leikmanni til vibótar áður en félagsskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum búnir að fá leikmann inn en ég veit ekki hvort félagsskiptin eru búin að ganga í gegn þau ættu að gera það á morgun í síðasta lagi, það er bandarískur framherji. Eins gott fyrir okkur að næla í hann sérstaklega þar sem Geoffrey (Castillion) meiðist í dag og þau meiðsli líta ekki vel út,“ sagði Milos að lokum.Sigurður Grétar: Vildum þetta miklu meira Sigurður Grétar Benónýsson, framherji ÍBV, var sáttur með liðið í dag eftir baráttusigur. „Ég ætla að byrja á að þakka stuðningsmönnum fyrir að koma og styðja við bakið á okkur, það er ekkert betra en það. Þegar við Eyjamenn stöndum saman þá erum við illviðráðanlegir,“ sagði Sigurður. „Mér fannst við vilja þetta miklu meira en þeir. Við lögðum upp með það að fara inn í leikinn af fullum krafti og það gekk í raun allt upp sem við vildum gera í dag.“ Sigurður Grétar lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alvaro Monteja Callejo. „Alvaro ætlaði að fara einn út í horn að fagna en ég tók bara liðið með mér og fór upp í stúku en Alvaro skoraði markið og átti að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Sigurður. ÍBV skipti um leikkerfi og fór í 5-3-2 fyrir þennan leik sem skilaði þeim þremur stigum. „Við ákváðum að gera breytingar eftir seinasta leik og það virkaði vel í þessum leik og svo sjáum við til hvað við gerum í næsta leik. Leikmennirnir í dag voru flottir og við eigum fullt af góðum mönnum inni líka sem geta komið af bekknum og ég get alveg séð það gerast að aðrir stígi upp í næsta leik,“ sagði Sigurður Grétar er nýkominn heim aftur eftir að hafa verið að spila í Bandaríkjunum með háskólanum. „Það eru allir í rosalegu góði formi í háskólaboltanum, eins og þið hafið kannski vitið, það eru kannski ekki eins reynslumiklir leikmenn en það eru góð gæði í þessu og ég er rosalega ánæðgur úti,“ sagði Sigurður Grétar að lokum.