Málþóf í tálmunarfrumvarpi 11. maí 2017 07:00 Í langflestum tilfellum eru það mæður sem tálma feðrum umgengni við börn sín. Ef frumvarpið yrði að lögum mætti fangelsa þær í allt að fimm ár fyrir brotin. Ólíklegt er talið að frumvarpið nái fram að ganga. Nordicphotos/Getty „Stjórnarandstaðan með VG í fararbroddi hindrar að þetta komist að. Þau ætla ekkert að leyfa þessu að komast að,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp sitt sem gerir tálmun refsiverða. Frumvarpið gengur út á að ef foreldri takmarkar umgengnisrétt eða kemur alfarið í veg fyrir umgengni þeirra sem hafa rétt á að hitta barnið varði það fangelsi allt að fimm árum. Verulegar efasemdir eru um frumvarpið á meðal stjórnarþingmanna, þá helst þann rúma refsiramma sem gengið er út frá. „Ég er búinn að vera tvístígandi í þessu máli. Mér finnst líklegt að ég myndi styðja það að tálmun væri óheimil með lögum en síðan set ég óneitanlega spurningarmerki við þetta refsiúrræði sem er fimm ára fangelsi,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/anton brinkHann segir ekki gáfulegt að setja svo rúman refsiramma og treysta því að dómstólar nýti aðeins brot af honum, löggjafinn verði að vera skýr um vilja sinn. „Við þurfum alltaf að hugsa um að við værum að opna fyrir þann möguleika að setja fólk í fangelsi fyrir umrætt brot. Það finnst mér ganga lengra en ég væri tilbúinn að kyngja. Á hinn bóginn eru menn mikið að einbeita sér að því hvaða áhrif refsingar hefðu á mæður sem færu í fangelsi og börn þeirra. Við höfum ekki mikið spáð í sambærilegar spurningar þegar við ákveðum refsiramma fyrir önnur brot sem beinast langmest að körlum.“ Frumvarpið átti að koma til umræðu á Alþingi á þriðjudag en dagskrá riðlaðist til, meðal annars vegna átaka í liðnum um fundarstjórn forseta. Brynjar vill meina að þann glugga hafi stjórnarandstaðan notfært sér til að koma í veg fyrir að frumvarpið kæmist á dagskrá og þaðan inn í nefnd. „Það er málþóf gegn frumvarpinu, sem er svolítið sérstakt. Þau eru bara mjög á móti þessu og óttast að það sé nógu mikill stuðningur til að afgreiða þetta.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirSjö þingfundardagar eru eftir fram að sumarfríi en eins og önnur lagafrumvörp þarf þrjár umræður áður en gengið yrði til atkvæða um málið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir af og frá að stjórnarandstaðan stundi málþóf gegn frumvarpinu. „Ég held að við verðum bara að vísa þessu til föðurhúsanna.“ Katrín segist þó engar áhyggjur hafa af afdrifum málsins. Aðeins sjö þingfundardagar séu eftir og litlar líkur á að málið fari í gegn á þeim skamma tíma. „Það er ekkert launungarmál að ég tel að það að hneppa foreldra sem ekki virða umgengnisrétt í fangelsi sé ekki til þess fallið að leysa mál. En það er óvarlegt hjá þessum þingmanni að tala um málþóf því hér var um að ræða mjög hefðbundna umræðu í gær.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Stjórnarandstaðan með VG í fararbroddi hindrar að þetta komist að. Þau ætla ekkert að leyfa þessu að komast að,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp sitt sem gerir tálmun refsiverða. Frumvarpið gengur út á að ef foreldri takmarkar umgengnisrétt eða kemur alfarið í veg fyrir umgengni þeirra sem hafa rétt á að hitta barnið varði það fangelsi allt að fimm árum. Verulegar efasemdir eru um frumvarpið á meðal stjórnarþingmanna, þá helst þann rúma refsiramma sem gengið er út frá. „Ég er búinn að vera tvístígandi í þessu máli. Mér finnst líklegt að ég myndi styðja það að tálmun væri óheimil með lögum en síðan set ég óneitanlega spurningarmerki við þetta refsiúrræði sem er fimm ára fangelsi,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/anton brinkHann segir ekki gáfulegt að setja svo rúman refsiramma og treysta því að dómstólar nýti aðeins brot af honum, löggjafinn verði að vera skýr um vilja sinn. „Við þurfum alltaf að hugsa um að við værum að opna fyrir þann möguleika að setja fólk í fangelsi fyrir umrætt brot. Það finnst mér ganga lengra en ég væri tilbúinn að kyngja. Á hinn bóginn eru menn mikið að einbeita sér að því hvaða áhrif refsingar hefðu á mæður sem færu í fangelsi og börn þeirra. Við höfum ekki mikið spáð í sambærilegar spurningar þegar við ákveðum refsiramma fyrir önnur brot sem beinast langmest að körlum.“ Frumvarpið átti að koma til umræðu á Alþingi á þriðjudag en dagskrá riðlaðist til, meðal annars vegna átaka í liðnum um fundarstjórn forseta. Brynjar vill meina að þann glugga hafi stjórnarandstaðan notfært sér til að koma í veg fyrir að frumvarpið kæmist á dagskrá og þaðan inn í nefnd. „Það er málþóf gegn frumvarpinu, sem er svolítið sérstakt. Þau eru bara mjög á móti þessu og óttast að það sé nógu mikill stuðningur til að afgreiða þetta.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirSjö þingfundardagar eru eftir fram að sumarfríi en eins og önnur lagafrumvörp þarf þrjár umræður áður en gengið yrði til atkvæða um málið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir af og frá að stjórnarandstaðan stundi málþóf gegn frumvarpinu. „Ég held að við verðum bara að vísa þessu til föðurhúsanna.“ Katrín segist þó engar áhyggjur hafa af afdrifum málsins. Aðeins sjö þingfundardagar séu eftir og litlar líkur á að málið fari í gegn á þeim skamma tíma. „Það er ekkert launungarmál að ég tel að það að hneppa foreldra sem ekki virða umgengnisrétt í fangelsi sé ekki til þess fallið að leysa mál. En það er óvarlegt hjá þessum þingmanni að tala um málþóf því hér var um að ræða mjög hefðbundna umræðu í gær.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira