Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:25 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, í eldhúsdagsumræðunum. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. „En það breytist ekkert nema að það sé alvöru þrýstingur á þingið utanfrá. Rétt eins og Costco er að þrýsta verðinu niður í öðrum búðum, sem utanaðkomandi aðili, þá er þrýstingur frá almenningi það sem þarf til að búa til réttlátara samfélag,“ sagði Birgitta í ræðu sinni. Hún ræddi sérstaklega samstöðu neytenda í kringum Costco og umbætur á heilbrigðiskerfinu. Þá varaði hún þó við því að samfélagið væri nú statt í hagsældarbólu. „Samstöðuna og samvinnuna er mjög mikilvæg að halda áfram að þroska og þróa sér í lagi vegna þess að það eru mörg teikn á lofti um að við séum á hættulegum stað í hagsældarbólu, bóla sem hafði mjög jákvæð áhrif rétt eftir hrun en neikvæð áhrif þennslunar eru farin að láta á sér kræla. Það er eðli bóluhagkerfis að það hjaðnar yfirleitt, en sko, bólur eru líka stundum graftarkýli og graftarkýli þarf stundum að stinga á og hreinsa vel og vandlega með sótthreinsandi efnum.” Birgitta kallaði einnig eftir því að kjósendur væru tilbúnir til endurreisnar ef samfélagið stefndi í annað hrun. „Mig langar svo að gera eitthvað magnað, með ykkur, vera tilbúin með kistu hugmynda og útfærslna að betra samfélagi ef allt hrynur saman aftur, eins og gerist oft á Íslandi.“ Þá lagði Birgitta áherslu á kerfisbreytingar sem Píratar boðuðu í adraganda kosninga. Hún ræddi einnig stefnumál Pírata, þar á meðal að efna loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og stöðva fjársvelti heilbrigðis og menntakerfis með því að „hætta að refsa veiku fólki.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. „En það breytist ekkert nema að það sé alvöru þrýstingur á þingið utanfrá. Rétt eins og Costco er að þrýsta verðinu niður í öðrum búðum, sem utanaðkomandi aðili, þá er þrýstingur frá almenningi það sem þarf til að búa til réttlátara samfélag,“ sagði Birgitta í ræðu sinni. Hún ræddi sérstaklega samstöðu neytenda í kringum Costco og umbætur á heilbrigðiskerfinu. Þá varaði hún þó við því að samfélagið væri nú statt í hagsældarbólu. „Samstöðuna og samvinnuna er mjög mikilvæg að halda áfram að þroska og þróa sér í lagi vegna þess að það eru mörg teikn á lofti um að við séum á hættulegum stað í hagsældarbólu, bóla sem hafði mjög jákvæð áhrif rétt eftir hrun en neikvæð áhrif þennslunar eru farin að láta á sér kræla. Það er eðli bóluhagkerfis að það hjaðnar yfirleitt, en sko, bólur eru líka stundum graftarkýli og graftarkýli þarf stundum að stinga á og hreinsa vel og vandlega með sótthreinsandi efnum.” Birgitta kallaði einnig eftir því að kjósendur væru tilbúnir til endurreisnar ef samfélagið stefndi í annað hrun. „Mig langar svo að gera eitthvað magnað, með ykkur, vera tilbúin með kistu hugmynda og útfærslna að betra samfélagi ef allt hrynur saman aftur, eins og gerist oft á Íslandi.“ Þá lagði Birgitta áherslu á kerfisbreytingar sem Píratar boðuðu í adraganda kosninga. Hún ræddi einnig stefnumál Pírata, þar á meðal að efna loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og stöðva fjársvelti heilbrigðis og menntakerfis með því að „hætta að refsa veiku fólki.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58