Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. maí 2017 19:58 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á eldhúsdegi í kvöld. vísir/stefán Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem „húsráðandinn er ekki heima,“ og vísaði þar til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sem er staddur á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Bergen í Noregi. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. Katrín sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa komið litlu í verk það sem af er kjörtímabilinu. Hún gagnrýndi nokkra sitjandi ráðherra ríkisstjórnarinnar, þar á meðal Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, en að mati Katrínar hefur afrakstur ríkisstjórnarflokkanna ekki verið í samræmi við loforð þeirra. „Umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar talar djarfmannlega um loftslagsmál en enn höfum við ekkert í höndum – annað en blaðamannafund þar sem hálf ríkisstjórnin tilkynnti að hún myndi vinna saman að aðgerðum í loftslagsmálum – og við sem héldum að þau hefðu sagt það í stjórnarsáttmála,“ sagði Katrín um Björt Ólafsdóttur. Benedikt Jóhannesson gagnrýndi Katrín meðal annars fyrir niðurskurð í framhaldsskólum og formannssetuna í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík. „Og hvað gerir maður þá annað en að draga fram djörfustu flíkina sem maður finnur í fataskápnum og bjóða sig fram í næsta lausa embætti, í þessu tilviki embætti formanns Hollvinasamtaka MR. Verst að fjármálaráðherrann sem leggur fram meiri niðurskurðaráætlun en við höfum áður séð gagnvart framhaldsskólunum, skyldi ekki átta sig á því hversu óviðeigandi það var fyrr en framboðsfrestur var útrunninn.“Efling heilbrigðiskerfisins og hugarfarsbreyting um rekstur á samfélagi Þá sagði Katrín meðal annars nauðsynlegt að efla heilbrigðiskerfið og félagslegan rekstur þess. „Það er okkar sameiginlega verkefni að reka öflugt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar þurfa ekki að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á veikindi vegna of hárrar greiðsluþátttöku. Við þurfum ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi. Fólkið í landinu vill ekki slíkt kerfi, ítrekað hefur það komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill félagslega rekið heilbrigðiskerfi sem er vel fjármagnað.“ Í lokaorðum sínum kallaði Katrín eftir hugarfarsbreytingu um rekstur á samfélagi. „Samfélag er ekki aðeins bókhald sem þarf að stemma af. Samfélag er undirstaða þeirrar velferðar sem við viljum búa fólkinu okkar. Það er sáttmáli grundvallaður á réttlæti og sanngirni þannig að þeir sem mest hafa leggi hlutfallslega meira af mörkum en þeir sem hafa minna á milli handanna.“ Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem „húsráðandinn er ekki heima,“ og vísaði þar til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sem er staddur á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Bergen í Noregi. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. Katrín sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa komið litlu í verk það sem af er kjörtímabilinu. Hún gagnrýndi nokkra sitjandi ráðherra ríkisstjórnarinnar, þar á meðal Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, en að mati Katrínar hefur afrakstur ríkisstjórnarflokkanna ekki verið í samræmi við loforð þeirra. „Umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar talar djarfmannlega um loftslagsmál en enn höfum við ekkert í höndum – annað en blaðamannafund þar sem hálf ríkisstjórnin tilkynnti að hún myndi vinna saman að aðgerðum í loftslagsmálum – og við sem héldum að þau hefðu sagt það í stjórnarsáttmála,“ sagði Katrín um Björt Ólafsdóttur. Benedikt Jóhannesson gagnrýndi Katrín meðal annars fyrir niðurskurð í framhaldsskólum og formannssetuna í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík. „Og hvað gerir maður þá annað en að draga fram djörfustu flíkina sem maður finnur í fataskápnum og bjóða sig fram í næsta lausa embætti, í þessu tilviki embætti formanns Hollvinasamtaka MR. Verst að fjármálaráðherrann sem leggur fram meiri niðurskurðaráætlun en við höfum áður séð gagnvart framhaldsskólunum, skyldi ekki átta sig á því hversu óviðeigandi það var fyrr en framboðsfrestur var útrunninn.“Efling heilbrigðiskerfisins og hugarfarsbreyting um rekstur á samfélagi Þá sagði Katrín meðal annars nauðsynlegt að efla heilbrigðiskerfið og félagslegan rekstur þess. „Það er okkar sameiginlega verkefni að reka öflugt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar þurfa ekki að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á veikindi vegna of hárrar greiðsluþátttöku. Við þurfum ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi. Fólkið í landinu vill ekki slíkt kerfi, ítrekað hefur það komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill félagslega rekið heilbrigðiskerfi sem er vel fjármagnað.“ Í lokaorðum sínum kallaði Katrín eftir hugarfarsbreytingu um rekstur á samfélagi. „Samfélag er ekki aðeins bókhald sem þarf að stemma af. Samfélag er undirstaða þeirrar velferðar sem við viljum búa fólkinu okkar. Það er sáttmáli grundvallaður á réttlæti og sanngirni þannig að þeir sem mest hafa leggi hlutfallslega meira af mörkum en þeir sem hafa minna á milli handanna.“
Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira