Framandi framtíðarstörf Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 31. maí 2017 07:00 Fyrir nokkru birti PriceWaterhouseCoopers í Bretlandi skýrslu um efnahagshorfur þar í landi. Ein meginniðurstaða skýrslu þessarar var sú að 30% núverandi starfa í Bretlandi verði fyrir áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Hin aukna sjálfvirkni felst þá í aukinni nýtingu vélmenna og gervigreindar til að leysa verkefni sem manneskjan hefur til þessa haft með höndum. Talið er að 38% starfa í Bandaríkjunum og 35% starfa í Þýskalandi verði fyrir sambærilegum áhrifum á þessu sama tímabili. Þær atvinnugreinar sem taldar eru að verði fyrir mestum áhrifum tækniframfara eru flutningar, framleiðsla, heildsala og smásala. Hefðbundin karlastörf eru líklegri til að verða fyrir áhrifum en kvennastörf og störf sem krefjast aukinnar menntunar eru ólíklegri til að verða fyrir áhrifum sjálfvirkni heldur en störf sem krefjast lítillar menntunar. Þess skal getið að háskólamenntun er ekki trygging fyrir því að störf þess fólks verði ónæm fyrir aukinni tækni. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkru voru sagðar af því fréttir í Bandaríkjunum að lögmenn gætu orðið næsta starfsstétt þar sem tölvur leystu fólk af hólmi. Nú er meðal annars unnt að nýta gervigreind til að gefa rökstudda niðurstöðu lögfræðilegra álitamála, þar sem vísað er til lagaákvæða, dómafordæma og fræða. Þessa þróun sáu fáir fyrir. Um 205.000 manns eru á íslenskum vinnumarkaði. Verði þróunin hér á landi sambærileg þeirri sem er fyrirséð í Bretlandi og víðar, má áætla að um 60.000 störf verði fyrir verulegum áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Þetta er ótrúlega hröð þróun á skömmum tíma og mikilvægt er að vera undir hana búin. Atvinnurekendur verða að huga að endurmenntun og aðlögun þeirra starfsmanna sem verða fyrir áhrifum sjálfvirkni og á stjórnvöldum hvílir að mennta komandi kynslóðir í skapandi og gagnrýninni hugsun. Þó enginn geti með nákvæmni sagt hvert verði eðli starfa í framtíð, þá er í öllu falli ljóst að sú tæknibylting sem þegar er komin á fleygiferð kallar á víðtæka tækni- og iðnmenntun. Boltinn er því hjá menntakerfinu og nú ríður á að glutra ekki úr höndum okkar einstöku sóknarfæri.Höfundur er framkvæmdastjóri SFS og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Markaðir Mest lesið Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birti PriceWaterhouseCoopers í Bretlandi skýrslu um efnahagshorfur þar í landi. Ein meginniðurstaða skýrslu þessarar var sú að 30% núverandi starfa í Bretlandi verði fyrir áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Hin aukna sjálfvirkni felst þá í aukinni nýtingu vélmenna og gervigreindar til að leysa verkefni sem manneskjan hefur til þessa haft með höndum. Talið er að 38% starfa í Bandaríkjunum og 35% starfa í Þýskalandi verði fyrir sambærilegum áhrifum á þessu sama tímabili. Þær atvinnugreinar sem taldar eru að verði fyrir mestum áhrifum tækniframfara eru flutningar, framleiðsla, heildsala og smásala. Hefðbundin karlastörf eru líklegri til að verða fyrir áhrifum en kvennastörf og störf sem krefjast aukinnar menntunar eru ólíklegri til að verða fyrir áhrifum sjálfvirkni heldur en störf sem krefjast lítillar menntunar. Þess skal getið að háskólamenntun er ekki trygging fyrir því að störf þess fólks verði ónæm fyrir aukinni tækni. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkru voru sagðar af því fréttir í Bandaríkjunum að lögmenn gætu orðið næsta starfsstétt þar sem tölvur leystu fólk af hólmi. Nú er meðal annars unnt að nýta gervigreind til að gefa rökstudda niðurstöðu lögfræðilegra álitamála, þar sem vísað er til lagaákvæða, dómafordæma og fræða. Þessa þróun sáu fáir fyrir. Um 205.000 manns eru á íslenskum vinnumarkaði. Verði þróunin hér á landi sambærileg þeirri sem er fyrirséð í Bretlandi og víðar, má áætla að um 60.000 störf verði fyrir verulegum áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Þetta er ótrúlega hröð þróun á skömmum tíma og mikilvægt er að vera undir hana búin. Atvinnurekendur verða að huga að endurmenntun og aðlögun þeirra starfsmanna sem verða fyrir áhrifum sjálfvirkni og á stjórnvöldum hvílir að mennta komandi kynslóðir í skapandi og gagnrýninni hugsun. Þó enginn geti með nákvæmni sagt hvert verði eðli starfa í framtíð, þá er í öllu falli ljóst að sú tæknibylting sem þegar er komin á fleygiferð kallar á víðtæka tækni- og iðnmenntun. Boltinn er því hjá menntakerfinu og nú ríður á að glutra ekki úr höndum okkar einstöku sóknarfæri.Höfundur er framkvæmdastjóri SFS og FKA-félagskona.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun