Tillaga Brynjars betri en núverandi verklag Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Brynjar Níelsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, í þingsal. Vísir/Stefán Sú aðferð sem lögð er til í nýju frumvarpi Brynjars Níelssonar alþingismanns er skárri en heimild til aðfarar sem finna má í núgildandi barnaverndarlögum. Þetta er mat Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Brynjar Níelsson hefur, ásamt fleiri þingmönnum, lagt fram frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum sem felur í sér að ef foreldri sem barn býr hjá hindrar hitt foreldrið í að neyta umgengnisréttar eða takmarkar hann, þá varði það fangelsi allt að fimm árum. Bragi Guðbrandsson bendir á að í barnalögum í dag sé lokaúrræðið aðför, þar sem barn er tekið af heimili. „Ég held að allir séu sammála um að það sé alversta aðferð sem hægt er að beita í svona málum,“ bætir hann við. Sú aðgerð beinist gegn barninu sjálfu og barnið sé beinn þolandi slíkrar aðgerðar. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndastofu„Ég held að það sé þá skömminni skárra að í neyðaraðgerðum sé það frekar gert þannig að foreldrið sé handtekið,“ segir hann. Þá beinist aðgerðin að hinum brotlega. Bragi leggur áherslu á að foreldri yrði ekki handtekið nema í algjörum undantekningartilfellum. Bragi bendir líka á að skipta megi tálmunarmálum í stórum dráttum í tvo flokka. Annars vegar þegar málefnalegar ástæður eru fyrir því að foreldri hindri hitt foreldrið í að umgangast barnið. Það er þegar foreldri telur það andstætt hagsmunum barnsins, jafnvel hættulegt, að umgangast hitt foreldrið. Í öðrum tilfellum eigi sér slík tálmun stað án nokkurrar málefnalegrar ástæðu. „Vandinn er sá að þessum ólíku ástæðum er oft blandað saman,“ segir Bragi. Hann segir það þurfa að vera alveg skýrt að foreldri sem tálmar aðgengi hins foreldrisins eigi ekki að geta tekið slíka ákvörðun á eigin forsendum. „Það þarf að vera aðili sem veitir slíkri ákvörðun lögmæti, ef það er yfirhöfuð hægt að veita henni lögmæti,“ segir Bragi. Sýslumaður eigi að taka þessa ákvörðun eftir að barnaverndarkerfið hafi kannað hvort gildar ástæður séu fyrir tálmun. Þetta ferli, þar til sýslumaður getur gefið heimild til tálmunar með bráðabirgðaúrskurði, eigi að taka sem stystan tíma. Það eigi að klárast innan nokkurra vikna en ekki á mánuðum eða árum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Sú aðferð sem lögð er til í nýju frumvarpi Brynjars Níelssonar alþingismanns er skárri en heimild til aðfarar sem finna má í núgildandi barnaverndarlögum. Þetta er mat Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Brynjar Níelsson hefur, ásamt fleiri þingmönnum, lagt fram frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum sem felur í sér að ef foreldri sem barn býr hjá hindrar hitt foreldrið í að neyta umgengnisréttar eða takmarkar hann, þá varði það fangelsi allt að fimm árum. Bragi Guðbrandsson bendir á að í barnalögum í dag sé lokaúrræðið aðför, þar sem barn er tekið af heimili. „Ég held að allir séu sammála um að það sé alversta aðferð sem hægt er að beita í svona málum,“ bætir hann við. Sú aðgerð beinist gegn barninu sjálfu og barnið sé beinn þolandi slíkrar aðgerðar. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndastofu„Ég held að það sé þá skömminni skárra að í neyðaraðgerðum sé það frekar gert þannig að foreldrið sé handtekið,“ segir hann. Þá beinist aðgerðin að hinum brotlega. Bragi leggur áherslu á að foreldri yrði ekki handtekið nema í algjörum undantekningartilfellum. Bragi bendir líka á að skipta megi tálmunarmálum í stórum dráttum í tvo flokka. Annars vegar þegar málefnalegar ástæður eru fyrir því að foreldri hindri hitt foreldrið í að umgangast barnið. Það er þegar foreldri telur það andstætt hagsmunum barnsins, jafnvel hættulegt, að umgangast hitt foreldrið. Í öðrum tilfellum eigi sér slík tálmun stað án nokkurrar málefnalegrar ástæðu. „Vandinn er sá að þessum ólíku ástæðum er oft blandað saman,“ segir Bragi. Hann segir það þurfa að vera alveg skýrt að foreldri sem tálmar aðgengi hins foreldrisins eigi ekki að geta tekið slíka ákvörðun á eigin forsendum. „Það þarf að vera aðili sem veitir slíkri ákvörðun lögmæti, ef það er yfirhöfuð hægt að veita henni lögmæti,“ segir Bragi. Sýslumaður eigi að taka þessa ákvörðun eftir að barnaverndarkerfið hafi kannað hvort gildar ástæður séu fyrir tálmun. Þetta ferli, þar til sýslumaður getur gefið heimild til tálmunar með bráðabirgðaúrskurði, eigi að taka sem stystan tíma. Það eigi að klárast innan nokkurra vikna en ekki á mánuðum eða árum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00