Costco og eftirpartý í eldhúsdagsumræðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2017 07:00 "Björt framtíð virðist svo vera orðin útibú frá Viðreisn,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni í gær. Hér sést formaður Viðreisnar gauka einhverju að formanni Bjartrar framtíðar á eldhúsdeginum í gær. vísir/stefán Þingmenn héldu eldhúsdaginn hátíðlegan í gærkvöldi. Venju samkvæmt baunuðu stjórnarandstæðingar á stjórnarþingmenn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reið á vaðið og líkti stjórnarmyndunarviðræðunum við kvöld á barnum þar sem stjórnarflokkarnir hefðu farið heim saman í eftirpartý. „Þegar partýið loksins hefst hefur þreytan náð yfirhöndinni, enginn man lengur væntingarnar frá fyrr í kvöld, […], sumir eru svolítið fúlir með að hafa lent í þessu partýi en ekki einhverju öðru. Og húsráðandinn er ekki einu sinni heima,“ sagði Katrín undir hlátrasköllum þingheims. Vísar hún þar til þess að Bjarni Benediktsson er um þessar mundir staddur í Björgvin á fundi norrænna forsætisráðherra. „Það er enn þá stjórnarkreppa á Íslandi. Hjálparflokkar Sjálfstæðisflokksins eru í kreppu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, samflokkskona Katrínar, í sinni ræðu. Skömmu áður hafði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokks, sagt óhyggilegt að „hafa hestaskipti í miðri á, hvað þá að reyna það þegar enginn annar hestur er tiltækur“. Þingmönnum var tíðrætt um heilbrigðismálin, stöðu krónunnar, hvort stjórnin ætlaði sér frekari einkavæðingu í menntakerfinu og fjármálaáætlun stjórnarinnar. Þá gerði fjármálaráðherra starfshætti þingsins að umræðuefni. „Enn meira gagn væri að umræðum á Alþingi, ef þingmenn temdu sér þá vinnureglu að tala ekki nema þeir teldu sig eitthvað hafa til málanna að leggja, nýttu ekki alltaf þann tíma sem þeir hafa lengstan, heldur einbeittu sér að því að koma sínum skoðunum og ábendingum á framfæri á hnitmiðaðan hátt,“ sagði Benedikt. Koma Costco hefur verið talsvert milli tanna landans undanfarna daga og var hún einnig milli tannanna á þingmönnum. Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, vék örsnöggt að því að Íslendingar hefðu verið að slá höfðatöluheimsmet í verslun við Costco en verslunin var fyrirferðarmeiri í ræðu Píratans Birgittu Jónsdóttur. „Það er stórmerkilegt að sjá þessa skyndilegu og auknu neytendavitund og meðvitundina um þann mátt samstöðu sem fólk er að fatta. Næsta bylgja samstöðu og hjálpsemi af þessu tagi gæti auðveldlega orðið um laun og launatengd réttindi, nú þegar margir samningar losna,“ sagði Birgitta. Í fyrsta sinn fluttu innflytjendur af fyrstu kynslóð ræður á eldhúsdegi. Pawel Bartozsek, Viðreisn, reið á vaðið en Nichole Leigh Mosty, Bjartri framtíð, lokaði eldhúsdeginum með tilfinningaþrunginni ræðu. „Þegar ég flutti hingað fyrir 16 árum síðan starfaði ég eins og flestir innflytjendur sem ræstitæknir því það var ekkert annað í boði fyrir manneskju eins og mig sem talaði næstum enga íslensku. Ég einangraðist og mætti fordómum oft og víða. En mjög margt hefur breyst og nú stend ég hér, þökk sé íslenska menntakerfinu,“ sagði Nichole. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 22:19 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á djamminu á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Þingmenn héldu eldhúsdaginn hátíðlegan í gærkvöldi. Venju samkvæmt baunuðu stjórnarandstæðingar á stjórnarþingmenn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reið á vaðið og líkti stjórnarmyndunarviðræðunum við kvöld á barnum þar sem stjórnarflokkarnir hefðu farið heim saman í eftirpartý. „Þegar partýið loksins hefst hefur þreytan náð yfirhöndinni, enginn man lengur væntingarnar frá fyrr í kvöld, […], sumir eru svolítið fúlir með að hafa lent í þessu partýi en ekki einhverju öðru. Og húsráðandinn er ekki einu sinni heima,“ sagði Katrín undir hlátrasköllum þingheims. Vísar hún þar til þess að Bjarni Benediktsson er um þessar mundir staddur í Björgvin á fundi norrænna forsætisráðherra. „Það er enn þá stjórnarkreppa á Íslandi. Hjálparflokkar Sjálfstæðisflokksins eru í kreppu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, samflokkskona Katrínar, í sinni ræðu. Skömmu áður hafði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokks, sagt óhyggilegt að „hafa hestaskipti í miðri á, hvað þá að reyna það þegar enginn annar hestur er tiltækur“. Þingmönnum var tíðrætt um heilbrigðismálin, stöðu krónunnar, hvort stjórnin ætlaði sér frekari einkavæðingu í menntakerfinu og fjármálaáætlun stjórnarinnar. Þá gerði fjármálaráðherra starfshætti þingsins að umræðuefni. „Enn meira gagn væri að umræðum á Alþingi, ef þingmenn temdu sér þá vinnureglu að tala ekki nema þeir teldu sig eitthvað hafa til málanna að leggja, nýttu ekki alltaf þann tíma sem þeir hafa lengstan, heldur einbeittu sér að því að koma sínum skoðunum og ábendingum á framfæri á hnitmiðaðan hátt,“ sagði Benedikt. Koma Costco hefur verið talsvert milli tanna landans undanfarna daga og var hún einnig milli tannanna á þingmönnum. Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, vék örsnöggt að því að Íslendingar hefðu verið að slá höfðatöluheimsmet í verslun við Costco en verslunin var fyrirferðarmeiri í ræðu Píratans Birgittu Jónsdóttur. „Það er stórmerkilegt að sjá þessa skyndilegu og auknu neytendavitund og meðvitundina um þann mátt samstöðu sem fólk er að fatta. Næsta bylgja samstöðu og hjálpsemi af þessu tagi gæti auðveldlega orðið um laun og launatengd réttindi, nú þegar margir samningar losna,“ sagði Birgitta. Í fyrsta sinn fluttu innflytjendur af fyrstu kynslóð ræður á eldhúsdegi. Pawel Bartozsek, Viðreisn, reið á vaðið en Nichole Leigh Mosty, Bjartri framtíð, lokaði eldhúsdeginum með tilfinningaþrunginni ræðu. „Þegar ég flutti hingað fyrir 16 árum síðan starfaði ég eins og flestir innflytjendur sem ræstitæknir því það var ekkert annað í boði fyrir manneskju eins og mig sem talaði næstum enga íslensku. Ég einangraðist og mætti fordómum oft og víða. En mjög margt hefur breyst og nú stend ég hér, þökk sé íslenska menntakerfinu,“ sagði Nichole.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 22:19 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á djamminu á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25
Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58
Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 22:19
Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“