Erlent

Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/ Nordicphotos/afp
Margir af helstu leiðtogum og áhrifavöldum heims hafa tjáð sig opinberlega um ákvörðun Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, að segja Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýndi Trump harðlega og sagði hann vera að „hafna framtíðinni.“ BBC greinir frá.

Yfirvöld í Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi hafa sömuleiðis sent frá sér yfirlýsingu sem segir að Parísarsáttmálinn sé óhagganlegt plagg og að þau trúi því að ekki sé hægt að endurskoða samninginn á þennan hátt. Hann sé mikilvægt tól fyrir heiminn allan í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, hefur einnig fordæmt ákvörðun forsetans og sagði í samtali við Vísi í kvöld að yfirvöld hér heima myndu ekki láta þetta stoppa sig. Þau myndu halda ótrauð áfram.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tísti að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi sagt skilið við sáttmálann.

Elon Musk, ráðgjafi Trump, hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli sér að slíta samstarfi við Trump og leita á önnur mið. Segir hann meðal annars:

„Ég ætla að víkja úr embætti mínu sem ráðgjafi forsetans. Hlýnun jarðar er raunverulegt vandamál. Að segja okkur úr sáttmálanum er hvorki gott fyrir Bandaríkin né fyrir heiminn allan.“ Þetta kemur fram inn  á Twitter síðu hans.

BBC hefur eftir upplýsingafulltrúa Sameinuðu þjóðanna að þetta séu mikil vonbrigði fyrir alþjóðasamfélagið og að afstaða bandarískra yfirvalda hafi komið í veg fyrir öryggi allra.

; ; ; ; ; ; ; ;

Tengdar fréttir

Parísarsamkomulagið er sagt í hættu

Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út

Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum.

Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×