Upptöku af ræðunni má sjá hér að neðan.
Átti hann þar í orðaskiptum við Teit Björn Einarsson, þingmann Sjálfstæðisflokks, sem hafði veitt andsvar við fyrri ræðu Píratans.
Sjá einnig: „Þetta á að rannsaka“
Jón Þór sagðist ósáttur við það hvernig að málinu hafði verið staðið í nefndinni og kallaði á meiri tíma til að vinna úr tillögunni.
Í miðri ræðu Jóns Þórs heyrðust hlátrasköll úr þingsalnum.
„Þingmaðurinn hlær. Þingmenn verða að átta sig á því að á þetta þing veljast almennir borgarar sem eru ekki allir lögmenn og við þurfum fokking tíma til þess að geta unnið þetta mál,“ kallaði Jón Þór og baðst strax afsökunar á orðum sínum eftir að forseti hafði slegið í bjöllu sína.
Sjá einnig: Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt
„Ég missti út úr mér þetta orð,“ sagði sakbitinn Jón Þór áður en hann tók að kalla á ný.
Ræðu hans má sjá hér að neðan. Umræður um skipan í Landsrétt standa enn yfir. Með þeim má fylgjast hér.