Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2017 09:48 Vísindamenn segja að sprungan í Larsen C-íshellunni hafi stækkað gríðarlega á skömmum tíma. Vísir/EPA Sprunga í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu sem vísindamenn hafa haft góðar gætur á undanfarið hefur stækkað gríðarlega á örskömmum tíma. Útlit er fyrir að risavaxinn jaki úr íshellunni sé við það að brotna frá henni.Gervihnattamælingar benda til þess að sprungan hafi vaxið um tæpa 18 kílómetra frá 25. til 31. maí. Hún á nú aðeins tæpa 13 kílómetra eftir þangað til hún klífur borgarísjaka sem er um fimmfalt stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli. Sprungan er nú um 200 kílómetra löng.Hraðar því að jöklar gangi fram í sjóBrotni ísjakinn risavaxni af tapar Larsen C-íshellan um 10% af flatarmáli sínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærilegir atburður hafa átt sér stað á Larsen A og B íshellunum sem leiddu á endanum til þess að þær brotnuðu algerlega upp. Sömu örlög gætu beðið Larsen C. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að sjávarmál hækki ekki ef ísjakinn brotnar frá hellunni þar sem hann flýtur þegar í sjónum. Ístap af þessu tagi leiði hins vegar til þess að jöklar Suðurskautslandsins gangi hraðar fram í sjó. Tíðindin koma á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist búa sig undir að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. Því er ætlað að reyna að draga úr og stöðva loftslagsbreytingarnar sem valda meðal annars bráðnun íshettanna á jörðinni.Staðsetning sprungunnar í Larsen C-íshellunni.Kort/Project MIDAS Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sprunga í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu sem vísindamenn hafa haft góðar gætur á undanfarið hefur stækkað gríðarlega á örskömmum tíma. Útlit er fyrir að risavaxinn jaki úr íshellunni sé við það að brotna frá henni.Gervihnattamælingar benda til þess að sprungan hafi vaxið um tæpa 18 kílómetra frá 25. til 31. maí. Hún á nú aðeins tæpa 13 kílómetra eftir þangað til hún klífur borgarísjaka sem er um fimmfalt stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli. Sprungan er nú um 200 kílómetra löng.Hraðar því að jöklar gangi fram í sjóBrotni ísjakinn risavaxni af tapar Larsen C-íshellan um 10% af flatarmáli sínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærilegir atburður hafa átt sér stað á Larsen A og B íshellunum sem leiddu á endanum til þess að þær brotnuðu algerlega upp. Sömu örlög gætu beðið Larsen C. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að sjávarmál hækki ekki ef ísjakinn brotnar frá hellunni þar sem hann flýtur þegar í sjónum. Ístap af þessu tagi leiði hins vegar til þess að jöklar Suðurskautslandsins gangi hraðar fram í sjó. Tíðindin koma á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist búa sig undir að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. Því er ætlað að reyna að draga úr og stöðva loftslagsbreytingarnar sem valda meðal annars bráðnun íshettanna á jörðinni.Staðsetning sprungunnar í Larsen C-íshellunni.Kort/Project MIDAS
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39 Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00