Svar Benedikts um áhuga á flugstöðinni „ónákvæmt og jafnvel rangt“ 15. júní 2017 13:15 Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af fundi aðstoðarmanns síns með fjárfestum sem sýndu flugstöðinni áhuga. Vísir/Eyþór Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir hafa gefið „ónákvæmt og jafnvel rangt svar“ við óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi 31. maí. Óli Halldórsson, varaþingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort fjárfestar, innlendir eða erlendir, hefðu sýnt því áhuga að kaupa hlut í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.Vísir/EyþórFyrirspurnin kom fram eftir viðtal Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, við Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia, um morguninn. Sagði forstjórinn að merkja mætti aukinn áhuga erlendra aðila á flugstöðinni. „Fyrst er því til að svara að það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina eða hluti tengda henni,“ sagði Benedikt í svari sínu. Benedikt segir í færslu á Facebook í dag að svar hans hafi jafnvel verið rnargt. Hið rétta væri að fjárfestar hefðu sýnt flugstöðinni áhuga, raunar í tvígang. Hann hafi ekki vitað af því. Benedikt grípur til færslunnar vegna fyrirspurnar Stundarinnar í gær út í svar hans. „Hér er spurt um flugstöðina, sem samgönguráðherra og meiri hluti fjárlaganefndar nefna sem hugsanlega söluvöru, en ekki flugvöllinn eða aðra hluta Isavia. Ég vissi ekki þá að neinn hefði sýnt flugstöðinni sérstakan áhuga. Þetta reyndist rangt.“Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Vísir/EyþórBenedikt segir að eftir þingfundinn 31. maí hafi Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða fjárfestinga, haft samband við sig og bent honum á að fyrirtækið hefði verið í sambandi við ráðuneytið fyrr á árinu. Það hefði áhuga á aðkomu að rekstri flugstöðvarinnar. Fyrirtækið hefði sömuleiðis átt í viðræðum við fyrri ríkisstjórn um málið. Þá segir Benedikt Kvikva banki hafi komið með fulltrúa fjárfestingasjóðsins Macquarie á fund í ráðuneytinu þann 5. apríl. Sjóðurinn hafi kynnt starfsemi sína og sýnt Isavia áhuga. Kynning á fyrirtækinu hafi þó verið meginefni fundarins og hann ekki verið neitt leyndarmál. „Þess má svo geta að þann 31. maí, sama dag og fyrirspurnin var borin upp átti Gylfi Ólafsson aðstoðarmaður minn annan fund með þessum aðilum um sama efni. Um þetta vissi ég ekki þá, enda miklar annir á síðustu dögum þingsins.“ Segir Benedikt leitt að hafa ekki tekið nákvæmar til orða í svari sínu en rétt hefði verið af honum að segja að honum væri ekki kunnugt um að neinn hefði sýnt flugstöðinni áhuga, en hann hefði orðið var við áhuga á Isavia í heild. „Þó að ég sé allur af vilja gerður veit ég ekki allt sem gerist innan ráðuneytisins. Óundirbúnar fyrirspurnir bera nafn með rentu og yfirleitt hef ég verið óhræddur við að svara því til þegar ég veit ekki nákvæmt svar, en í þetta sinn brást mér bogalistin.“Kolbeinn gagnrýnir ráðherra harðlega.VÍSIR/EYÞÓRKolbeinn Óttarsson Proppe, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Benedikt harðlega fyrir svör sín í pistli á Facebook. „Málið er grafalvarlegt og enn eitt dæmið um það sem mér finnst vera lenska hjá núverandi ríkisstjórn; sumsé vanvirðing gagnvart Alþingi. Skemmst er að minnast þess þegar Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði Alþingi ósatt um að hún hefði gefið nefnd um veitingu ívilnana ákveðin tilmæli,“ segir Kolbeinn. „Benedikt heldur því fram að hann hafi einfaldlega ekki vitað af því að aðstoðarmaður hans hefði fundað með fjárfestum vegna Keflavíkurflugvallar. Ljótt er ef satt er, segi ég nú bara, og ráðherra hlýtur að velta því fyrir sér hvort hann eigi að hafa fólk í vinnu sem situr á fundum um jafn stór málefni og þetta án þess að láta hann vita. Í hvers umboði fundaði aðstoðarmaðurinn með fjárfestunum? Sem einstaklingurinn Gylfi Ólafsson, eða sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra Íslands?“ Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir hafa gefið „ónákvæmt og jafnvel rangt svar“ við óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi 31. maí. Óli Halldórsson, varaþingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort fjárfestar, innlendir eða erlendir, hefðu sýnt því áhuga að kaupa hlut í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.Vísir/EyþórFyrirspurnin kom fram eftir viðtal Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, við Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia, um morguninn. Sagði forstjórinn að merkja mætti aukinn áhuga erlendra aðila á flugstöðinni. „Fyrst er því til að svara að það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina eða hluti tengda henni,“ sagði Benedikt í svari sínu. Benedikt segir í færslu á Facebook í dag að svar hans hafi jafnvel verið rnargt. Hið rétta væri að fjárfestar hefðu sýnt flugstöðinni áhuga, raunar í tvígang. Hann hafi ekki vitað af því. Benedikt grípur til færslunnar vegna fyrirspurnar Stundarinnar í gær út í svar hans. „Hér er spurt um flugstöðina, sem samgönguráðherra og meiri hluti fjárlaganefndar nefna sem hugsanlega söluvöru, en ekki flugvöllinn eða aðra hluta Isavia. Ég vissi ekki þá að neinn hefði sýnt flugstöðinni sérstakan áhuga. Þetta reyndist rangt.“Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Vísir/EyþórBenedikt segir að eftir þingfundinn 31. maí hafi Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða fjárfestinga, haft samband við sig og bent honum á að fyrirtækið hefði verið í sambandi við ráðuneytið fyrr á árinu. Það hefði áhuga á aðkomu að rekstri flugstöðvarinnar. Fyrirtækið hefði sömuleiðis átt í viðræðum við fyrri ríkisstjórn um málið. Þá segir Benedikt Kvikva banki hafi komið með fulltrúa fjárfestingasjóðsins Macquarie á fund í ráðuneytinu þann 5. apríl. Sjóðurinn hafi kynnt starfsemi sína og sýnt Isavia áhuga. Kynning á fyrirtækinu hafi þó verið meginefni fundarins og hann ekki verið neitt leyndarmál. „Þess má svo geta að þann 31. maí, sama dag og fyrirspurnin var borin upp átti Gylfi Ólafsson aðstoðarmaður minn annan fund með þessum aðilum um sama efni. Um þetta vissi ég ekki þá, enda miklar annir á síðustu dögum þingsins.“ Segir Benedikt leitt að hafa ekki tekið nákvæmar til orða í svari sínu en rétt hefði verið af honum að segja að honum væri ekki kunnugt um að neinn hefði sýnt flugstöðinni áhuga, en hann hefði orðið var við áhuga á Isavia í heild. „Þó að ég sé allur af vilja gerður veit ég ekki allt sem gerist innan ráðuneytisins. Óundirbúnar fyrirspurnir bera nafn með rentu og yfirleitt hef ég verið óhræddur við að svara því til þegar ég veit ekki nákvæmt svar, en í þetta sinn brást mér bogalistin.“Kolbeinn gagnrýnir ráðherra harðlega.VÍSIR/EYÞÓRKolbeinn Óttarsson Proppe, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Benedikt harðlega fyrir svör sín í pistli á Facebook. „Málið er grafalvarlegt og enn eitt dæmið um það sem mér finnst vera lenska hjá núverandi ríkisstjórn; sumsé vanvirðing gagnvart Alþingi. Skemmst er að minnast þess þegar Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði Alþingi ósatt um að hún hefði gefið nefnd um veitingu ívilnana ákveðin tilmæli,“ segir Kolbeinn. „Benedikt heldur því fram að hann hafi einfaldlega ekki vitað af því að aðstoðarmaður hans hefði fundað með fjárfestum vegna Keflavíkurflugvallar. Ljótt er ef satt er, segi ég nú bara, og ráðherra hlýtur að velta því fyrir sér hvort hann eigi að hafa fólk í vinnu sem situr á fundum um jafn stór málefni og þetta án þess að láta hann vita. Í hvers umboði fundaði aðstoðarmaðurinn með fjárfestunum? Sem einstaklingurinn Gylfi Ólafsson, eða sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra Íslands?“
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira