Nýtt lyf gegn taugahrörnunarsjúkdómi ekki í forgangi hjá Landspítalanum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. júní 2017 20:47 Óttarr sagði jafnframt í svari sínu að hann hefði ekki vald til að þrýsta á að lyf yrði tekið til notkunar. Vísir/Stefán Lyfið Spinraza, sem ætlað er til meðhöndlunar á taugahrörnunarsjúkdómnum SMA, er ekki á forgangslista Landspítalans við innleiðingu nýrra lyfja. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, um hvort lyfið verði aðgengilegt þeim sem á því þurfa hér á landi. Í svari Óttars tekur hann fram að það sé ekki ráðherra „að ákveða hvaða lyf eru aðgengileg sjúklingum hér á landi.“ Lyfjastofnun sjái meðal annars um það. Lyfið hefur verið samþykkt til skráningar af Lyfjastofnun Evrópu sem og FDA bandarísku lyfjastofnuninni.Rúna Hauksdóttir Hvannberg segir lyfið líklega ekki það dýrasta í heimi.Vísir/Rósa JóhannsdóttirMarkaðsleyfishafi gefur leyfiRúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við Vísi að stutt sé síðan lyfið hafi fengið evrópskt markaðsleyfi. „Lyfið fékk skráningu núna fyrsta júní þá er það komið með evrópsk markaðsleyfi. Í sjálfu sér er ekkert sem stoppar innflutning á lyfinu. Markaðsleyfishafi lyfsins hefur ekki ákveðið að setja lyfið á markað hér á Íslandi,“ segir Rúna. Hún nefnir að það þurfi að sækja um verð hér á landi og að samþykkja þurfi íslenskar pakkningar. Rúna tekur fram að þó markaðsleyfishafi hafi ekki ákveðið að setja lyfið á markað þá er hægt að flytja inn lyfið á undanþágu hafi það fengið markaðsleyfi í Evrópu. „Þá er það annað hvort Lyfjanefnd Landspítalans sem óskar eftir því eða einhver ákveðinn læknir sem óskar eftir því að lyfið sé flutt inn á undanþágu,“ segir Rúna.Rándýrt lyfLyfið hefur fengið það orð á sig að vera dýrasta lyf í heimi og er það meðal þess sem kemur fram í svari ráðherra. Þar segir að einn skammtur kosti 12,5 milljónir króna eða 125 þúsund dollara. Rúna nefnir að lyfið sé vissulega dýrt en að það sé engan veginn hægt að fullyrða að þetta sé dýrasta lyf sem sést hefur. Verið sé að vísa í bandarísk verð. Verðið mun hins vegar ekki hafa áhrif á innflutning lyfsins en gæti haft áhrif á hvort lyfið verði notað. „Það kannski hefur einhver áhrif á það hvort eigi að nota það en það er verið að nota töluvert af dýrum lyfjum á Íslandi og þetta er í efri kantinum. Af því að þetta er svo nýkomið inn á evrópska lyfjaskráningu þá höfum við ekki séð verðin í verðskránum á Norðurlöndunum, “ segir Rúna um áhrif verðs. Rúna segir að erfitt sé að segja til um þörfina á lyfinu en vitnar í svar ráðherra að lyfið væri ekki á forgangslista landspítalans „Hann byggist á því hver er talin þörfin, byggð á sjúklingum,“ segir Rúna. Aukaverkanir og hikandi læknarLyfið er í svokölluðum forgangsflokki hjá skráningaryfirvöldum og getur verið skráð án þess að vera fullrannsakað. Aukaverkanir lyfsins eru meðal annars óeðlileg blóðstorknun, lækkun blóðflagna sem og nýrnaskemmdir. Í svari ráðherra segir að „ Af framangreindum sökum hafa heilbrigðisstofnanir og sjúkratryggingafélög í Bandaríkjunum verið hikandi við að taka lyfið í notkun og hafa beðið um haldbærari sannanir en fyrir liggja um árangur lyfsins.“ Umsókn um innleiðingu og greiðsluþátttöku lyfsins hefur ekki enn borist á borð lyfjagreiðslunefndar. Lyfjastofnun sé um að ákveða hvaða lyf fá markaðsleyfi hér á landi. Lyfjagreiðslunefnd sér síðan um að ákveða greiðsluþátttöku ríkisins og innleiðingu lyfja í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala. Heilbrigðismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Lyfið Spinraza, sem ætlað er til meðhöndlunar á taugahrörnunarsjúkdómnum SMA, er ekki á forgangslista Landspítalans við innleiðingu nýrra lyfja. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, um hvort lyfið verði aðgengilegt þeim sem á því þurfa hér á landi. Í svari Óttars tekur hann fram að það sé ekki ráðherra „að ákveða hvaða lyf eru aðgengileg sjúklingum hér á landi.“ Lyfjastofnun sjái meðal annars um það. Lyfið hefur verið samþykkt til skráningar af Lyfjastofnun Evrópu sem og FDA bandarísku lyfjastofnuninni.Rúna Hauksdóttir Hvannberg segir lyfið líklega ekki það dýrasta í heimi.Vísir/Rósa JóhannsdóttirMarkaðsleyfishafi gefur leyfiRúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við Vísi að stutt sé síðan lyfið hafi fengið evrópskt markaðsleyfi. „Lyfið fékk skráningu núna fyrsta júní þá er það komið með evrópsk markaðsleyfi. Í sjálfu sér er ekkert sem stoppar innflutning á lyfinu. Markaðsleyfishafi lyfsins hefur ekki ákveðið að setja lyfið á markað hér á Íslandi,“ segir Rúna. Hún nefnir að það þurfi að sækja um verð hér á landi og að samþykkja þurfi íslenskar pakkningar. Rúna tekur fram að þó markaðsleyfishafi hafi ekki ákveðið að setja lyfið á markað þá er hægt að flytja inn lyfið á undanþágu hafi það fengið markaðsleyfi í Evrópu. „Þá er það annað hvort Lyfjanefnd Landspítalans sem óskar eftir því eða einhver ákveðinn læknir sem óskar eftir því að lyfið sé flutt inn á undanþágu,“ segir Rúna.Rándýrt lyfLyfið hefur fengið það orð á sig að vera dýrasta lyf í heimi og er það meðal þess sem kemur fram í svari ráðherra. Þar segir að einn skammtur kosti 12,5 milljónir króna eða 125 þúsund dollara. Rúna nefnir að lyfið sé vissulega dýrt en að það sé engan veginn hægt að fullyrða að þetta sé dýrasta lyf sem sést hefur. Verið sé að vísa í bandarísk verð. Verðið mun hins vegar ekki hafa áhrif á innflutning lyfsins en gæti haft áhrif á hvort lyfið verði notað. „Það kannski hefur einhver áhrif á það hvort eigi að nota það en það er verið að nota töluvert af dýrum lyfjum á Íslandi og þetta er í efri kantinum. Af því að þetta er svo nýkomið inn á evrópska lyfjaskráningu þá höfum við ekki séð verðin í verðskránum á Norðurlöndunum, “ segir Rúna um áhrif verðs. Rúna segir að erfitt sé að segja til um þörfina á lyfinu en vitnar í svar ráðherra að lyfið væri ekki á forgangslista landspítalans „Hann byggist á því hver er talin þörfin, byggð á sjúklingum,“ segir Rúna. Aukaverkanir og hikandi læknarLyfið er í svokölluðum forgangsflokki hjá skráningaryfirvöldum og getur verið skráð án þess að vera fullrannsakað. Aukaverkanir lyfsins eru meðal annars óeðlileg blóðstorknun, lækkun blóðflagna sem og nýrnaskemmdir. Í svari ráðherra segir að „ Af framangreindum sökum hafa heilbrigðisstofnanir og sjúkratryggingafélög í Bandaríkjunum verið hikandi við að taka lyfið í notkun og hafa beðið um haldbærari sannanir en fyrir liggja um árangur lyfsins.“ Umsókn um innleiðingu og greiðsluþátttöku lyfsins hefur ekki enn borist á borð lyfjagreiðslunefndar. Lyfjastofnun sé um að ákveða hvaða lyf fá markaðsleyfi hér á landi. Lyfjagreiðslunefnd sér síðan um að ákveða greiðsluþátttöku ríkisins og innleiðingu lyfja í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala.
Heilbrigðismál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira