Skoða áhrif árstíða á Íslandi á kvenhormón og tengsl við krabbamein hjá konum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. júní 2017 23:30 Einnig verður skoðað áhrif hormóna á hjarta og æðakerfi kvenna. Vísir/Vilhelm Háskóli Íslands og Landspítalinn hafa farið á stað með rannsókn þar sem mishár hormónastyrkur tengdur tíðahring kvenna verður skoðaður með tilliti til árstíðabreytinga og breytinga á dagsbirtu. Virginia Vitzthum, prófessor í mannfræði við Háskólann í Indíana í Bandaríkjunum og starfandi vísindamaður við Kinsey Institute, segir þetta fyrstu rannsókn sinnar tegundar. Hún segir að kvenhormónin hafi mikil áhrif á heilsu kvenna, andlega sem og líkamlega.Á Íslandi eru sumardagarnir langir og vetrardagarnir stuttir. Þetta er talið hafa áhrif á framleiðslu melatóníns, sem hjálpar til við að byggja upp ónæmiskerfið og koma reglu á svefn fólks. Melatónín hefur einnig áhrif á æxlunarfæri dýra. Þetta hefur ekki enn verið skoðað hjá mannfólki og við höfum því hingað til ekki getað staðfest að þetta hafi svipuð áhrif á mannfólkið, en við teljum svo vera,“ segir Virginia í samtali við Vísi. Virginia er ein af þeim sem sér um rannsóknina og segir hana geta breytt miklu varðandi heilsu kvenna.VirginiaEykur líkur á krabbameini í brjóstum, legi og eggjastokkumAlla daga eru hormónin skoðuð og spurt er um andlega og líkamlega líðan hverrar konu, þreytan mæld og farið er yfir svefnmynstur. Mæling á svefnmynstri norrænna þjóða hefur aldrei verið skoðuð, fyrr en nú. Verið er að skoða hvort að langir dagar bæli niður virkni melatóníns og hækki þar með hormónastarfsemi kvenna og sömuleiðis hvort að vetrardagar hækki virkni melatónins og minnki hormónastarfsemina. Þeir hormónar sem sérstaklega verða skoðaðir eru hormónar sem koma frá eggjastokkum kvenna, prógesterón og estrógen. Hækkun þessara hormóna hækkar líkur á brjóstakrabbameini, krabbameini í legi og eggjastokkum. Lífstíll kvennanna er einnig skoðaður. Virginia segir að þess konar hormónahækkun megi til að mynda sjá hjá fólki sem sé í vinnu þar sem svefn sé óreglulegur og nefnir þar til að mynda flugmenn og flugþjóna.Skoða áhrif hormóna getnaðarvarna Rannsóknin hefur fengið mjög góðar viðtökur og nú þegar hafa yfir hundrað konur lýst yfir áhuga sínum á rannsókninni og margar hafa skráð sig. „Íslenskar konur hafa mikinn áhuga á að vita meira um sinn tíðahring og hormónastarfsemi, sem er annars konar en hjá öðrum konum í heiminum. Mikill munur er á hormónastarfsemi milli kvenna og þetta getur haft áhrif á það hvernig konur bregðast við hormóna getnaðarvörnum. Sumar konur fá miklar aukaverkanir á meðan aðrar fá engar aukaverkanir. Þetta er vegna þess að við gefum öllum konum hormóna getnaðarvarnir, sem eru byggðar á samskonar formúlum, líkt og allar konur séu með sömu hormónastarfsemina. Það skiptir máli að muna að mikill munur er á milli kvenna og því þurfa konur mismunandi hormóna getnaðarvarnir eftir því hvað hentar þeim,“ segir Virginia og leggur áherslu á að persónulegri lyfjagjöf gæti bætt líðan kvenna hvað varða getnaðarvarnir. Virginia segir að það ríki líka ákveðin goðsögn um tíðahring kvenna sem lítur að því að hann sé ávallt 28 dagar. Það sé hins vegar mismunandi á milli kvenna. Líkamar kvenna virki ekki eins og klukkur. „Samfélagið horfir á líkama kvenna í læknisfræðilegu ljósi. Við gerum þá að vélum sem þarf að laga þegar í rauninni þeir eru eðlilegir og náttúrulegir. Við þurfum því að fylgjast betur með einstaka líkama konunnar heldur en að láta konuna falla inn í fyrirfram mótað mót,“ segir Virginia.Rannsóknin er styrkt af Fulbright stofnuninni.Rannsóknin mun standa yfir í allt sumar.HÍ Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Háskóli Íslands og Landspítalinn hafa farið á stað með rannsókn þar sem mishár hormónastyrkur tengdur tíðahring kvenna verður skoðaður með tilliti til árstíðabreytinga og breytinga á dagsbirtu. Virginia Vitzthum, prófessor í mannfræði við Háskólann í Indíana í Bandaríkjunum og starfandi vísindamaður við Kinsey Institute, segir þetta fyrstu rannsókn sinnar tegundar. Hún segir að kvenhormónin hafi mikil áhrif á heilsu kvenna, andlega sem og líkamlega.Á Íslandi eru sumardagarnir langir og vetrardagarnir stuttir. Þetta er talið hafa áhrif á framleiðslu melatóníns, sem hjálpar til við að byggja upp ónæmiskerfið og koma reglu á svefn fólks. Melatónín hefur einnig áhrif á æxlunarfæri dýra. Þetta hefur ekki enn verið skoðað hjá mannfólki og við höfum því hingað til ekki getað staðfest að þetta hafi svipuð áhrif á mannfólkið, en við teljum svo vera,“ segir Virginia í samtali við Vísi. Virginia er ein af þeim sem sér um rannsóknina og segir hana geta breytt miklu varðandi heilsu kvenna.VirginiaEykur líkur á krabbameini í brjóstum, legi og eggjastokkumAlla daga eru hormónin skoðuð og spurt er um andlega og líkamlega líðan hverrar konu, þreytan mæld og farið er yfir svefnmynstur. Mæling á svefnmynstri norrænna þjóða hefur aldrei verið skoðuð, fyrr en nú. Verið er að skoða hvort að langir dagar bæli niður virkni melatóníns og hækki þar með hormónastarfsemi kvenna og sömuleiðis hvort að vetrardagar hækki virkni melatónins og minnki hormónastarfsemina. Þeir hormónar sem sérstaklega verða skoðaðir eru hormónar sem koma frá eggjastokkum kvenna, prógesterón og estrógen. Hækkun þessara hormóna hækkar líkur á brjóstakrabbameini, krabbameini í legi og eggjastokkum. Lífstíll kvennanna er einnig skoðaður. Virginia segir að þess konar hormónahækkun megi til að mynda sjá hjá fólki sem sé í vinnu þar sem svefn sé óreglulegur og nefnir þar til að mynda flugmenn og flugþjóna.Skoða áhrif hormóna getnaðarvarna Rannsóknin hefur fengið mjög góðar viðtökur og nú þegar hafa yfir hundrað konur lýst yfir áhuga sínum á rannsókninni og margar hafa skráð sig. „Íslenskar konur hafa mikinn áhuga á að vita meira um sinn tíðahring og hormónastarfsemi, sem er annars konar en hjá öðrum konum í heiminum. Mikill munur er á hormónastarfsemi milli kvenna og þetta getur haft áhrif á það hvernig konur bregðast við hormóna getnaðarvörnum. Sumar konur fá miklar aukaverkanir á meðan aðrar fá engar aukaverkanir. Þetta er vegna þess að við gefum öllum konum hormóna getnaðarvarnir, sem eru byggðar á samskonar formúlum, líkt og allar konur séu með sömu hormónastarfsemina. Það skiptir máli að muna að mikill munur er á milli kvenna og því þurfa konur mismunandi hormóna getnaðarvarnir eftir því hvað hentar þeim,“ segir Virginia og leggur áherslu á að persónulegri lyfjagjöf gæti bætt líðan kvenna hvað varða getnaðarvarnir. Virginia segir að það ríki líka ákveðin goðsögn um tíðahring kvenna sem lítur að því að hann sé ávallt 28 dagar. Það sé hins vegar mismunandi á milli kvenna. Líkamar kvenna virki ekki eins og klukkur. „Samfélagið horfir á líkama kvenna í læknisfræðilegu ljósi. Við gerum þá að vélum sem þarf að laga þegar í rauninni þeir eru eðlilegir og náttúrulegir. Við þurfum því að fylgjast betur með einstaka líkama konunnar heldur en að láta konuna falla inn í fyrirfram mótað mót,“ segir Virginia.Rannsóknin er styrkt af Fulbright stofnuninni.Rannsóknin mun standa yfir í allt sumar.HÍ
Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira