Áætlun Íslands í krabbameinsmálum til 2020: Endurskoða biðtíma sjúklinga og hækka skatta á óhollum vörum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júlí 2017 16:30 Óttarr lætur hafa eftir sér að með hækkandi aldri þjóðarinnar og fjölgun íbúa muni tilfellum krabbameins fjölga. Vísir/Stefán Búið er að birta skýrslu ráðgjafarhóps Heilbrigðisráðuneytisins þar sem farið er yfir áætlun Íslands í krabbameinsmálum. Áætlunin gildir til ársins 2020. Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi velferðarráðherra, stóð að baki tillögunni og hefur Óttarr Proppé, núverandi heilbrigðisráðherra, tekið við keflinu. Þetta kemur fram inn á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er fjallað um krabbamein út frá mörgum mismunandi þáttum. Meðal þess sem kemur fram í samantekt skýrslunnar er að lögð verði áhersla á forvarnir og einstaklingsbundið mat. Lagt er til að lög um réttindi sjúklinga verði endurskoðuð og samræmt sjúkraskrárkerfi verið tekið í notkun á öllum sviðum til að auka upplýsingaflæði. Í árangursviðmiðum, sem er að finna í hverjum kafla fyrir sig, er meðal annars rætt um að biðtími sjúklinga verði ásættanlegur þannig að hann verði að hámarki 20 virkir dagar frá upphafi til enda greiningarferlis sem og að hafin verði hópleit á ristils- og endaþarmskrabbameini á þessu ári. Fræðsla um HPV veiruna og húðkrabbamein verður einnig aukin og þátttaka í skimunum efld.Endurskoða krabbameinslyf og auka fjármagnFramboð nýrra krabbameinslyfja verður einnig skoðað og haft að markmiði að Ísland standist sömu kröfur hvað lyf varðar og samanburðarlönd. Einnig segir að úthluta þurfi fjármagni í fjárlögum til rannsókna á krabbameini í íslensku samfélagi. Hluti af áætluninni felur í sér tillögu um að lækka skatta af hollum vörum og hækka skatta á óhollum vörum. Tekjurnar af sköttum óhollra vara renna til eflingu aðgerða um heilbrigða lífshætti. Einnig verður gerð opinber aðgerðaráætlun í tóbaks, áfengis- og vímuvörnum þar sem verði verður stýrt og gjald lagt á sem rennur til Lýðheilsusjóðs. „Við stöndum á krossgötum líkt og ráðgjafarhópurinn bendir á þar sem hækkandi aldur þjóðarinnar og fjölgun íbúa veldur því að á næstu árum mun einstaklingum sem greinast með krabbamein fjölga mikið. Krabbamein er þungbær sjúkdómur bæði þeim sem greinast og aðstandendum þeirra og gerir jafnframt miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins. Vinna ráðgjafarhópsins sem birtist í meðfylgjandi skýrslu er í þessu ljósi afar mikilvægur grundvöllur fyrir okkur að byggja á ákvarðanir um aðgerðir til lengri og skemmri tíma litið, hvort sem er á sviði forvarna, meðferðar eða annarra þátta“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.Lýðheilsuáætlun þjóðarinnarÍsland er nú komið í hóp annarra Norðurlandaþjóða sem gert hafa svipaðar tillögur í sínu heimalandi sem byggði á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2002. Þar er byggt á að tillögur sem þessar séu lýðheilsuáætlun þjóðar eða ríkis sem gera eigi það að verkum að nýjum greiningum á krabbameini fækki og dregið verði úr dánartíðni vegna krabbameina ásamt því að bæta lífsgæði einstaklinga með krabbamein. Lögð verður áhersla á snemmgreiningar, forvarnir og meðferðir. Allt sé þetta gert með jafnræði að leiðarljósi. Búið er að fela verkefnisstjórn að fylgja tillögunni eftir og forgangsraða verkefnum miðað við fjárheimildir. Óskað er eftir tilnefningum í verkefnisstjórnina. Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Búið er að birta skýrslu ráðgjafarhóps Heilbrigðisráðuneytisins þar sem farið er yfir áætlun Íslands í krabbameinsmálum. Áætlunin gildir til ársins 2020. Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi velferðarráðherra, stóð að baki tillögunni og hefur Óttarr Proppé, núverandi heilbrigðisráðherra, tekið við keflinu. Þetta kemur fram inn á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er fjallað um krabbamein út frá mörgum mismunandi þáttum. Meðal þess sem kemur fram í samantekt skýrslunnar er að lögð verði áhersla á forvarnir og einstaklingsbundið mat. Lagt er til að lög um réttindi sjúklinga verði endurskoðuð og samræmt sjúkraskrárkerfi verið tekið í notkun á öllum sviðum til að auka upplýsingaflæði. Í árangursviðmiðum, sem er að finna í hverjum kafla fyrir sig, er meðal annars rætt um að biðtími sjúklinga verði ásættanlegur þannig að hann verði að hámarki 20 virkir dagar frá upphafi til enda greiningarferlis sem og að hafin verði hópleit á ristils- og endaþarmskrabbameini á þessu ári. Fræðsla um HPV veiruna og húðkrabbamein verður einnig aukin og þátttaka í skimunum efld.Endurskoða krabbameinslyf og auka fjármagnFramboð nýrra krabbameinslyfja verður einnig skoðað og haft að markmiði að Ísland standist sömu kröfur hvað lyf varðar og samanburðarlönd. Einnig segir að úthluta þurfi fjármagni í fjárlögum til rannsókna á krabbameini í íslensku samfélagi. Hluti af áætluninni felur í sér tillögu um að lækka skatta af hollum vörum og hækka skatta á óhollum vörum. Tekjurnar af sköttum óhollra vara renna til eflingu aðgerða um heilbrigða lífshætti. Einnig verður gerð opinber aðgerðaráætlun í tóbaks, áfengis- og vímuvörnum þar sem verði verður stýrt og gjald lagt á sem rennur til Lýðheilsusjóðs. „Við stöndum á krossgötum líkt og ráðgjafarhópurinn bendir á þar sem hækkandi aldur þjóðarinnar og fjölgun íbúa veldur því að á næstu árum mun einstaklingum sem greinast með krabbamein fjölga mikið. Krabbamein er þungbær sjúkdómur bæði þeim sem greinast og aðstandendum þeirra og gerir jafnframt miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins. Vinna ráðgjafarhópsins sem birtist í meðfylgjandi skýrslu er í þessu ljósi afar mikilvægur grundvöllur fyrir okkur að byggja á ákvarðanir um aðgerðir til lengri og skemmri tíma litið, hvort sem er á sviði forvarna, meðferðar eða annarra þátta“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.Lýðheilsuáætlun þjóðarinnarÍsland er nú komið í hóp annarra Norðurlandaþjóða sem gert hafa svipaðar tillögur í sínu heimalandi sem byggði á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2002. Þar er byggt á að tillögur sem þessar séu lýðheilsuáætlun þjóðar eða ríkis sem gera eigi það að verkum að nýjum greiningum á krabbameini fækki og dregið verði úr dánartíðni vegna krabbameina ásamt því að bæta lífsgæði einstaklinga með krabbamein. Lögð verður áhersla á snemmgreiningar, forvarnir og meðferðir. Allt sé þetta gert með jafnræði að leiðarljósi. Búið er að fela verkefnisstjórn að fylgja tillögunni eftir og forgangsraða verkefnum miðað við fjárheimildir. Óskað er eftir tilnefningum í verkefnisstjórnina.
Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira