Siggu Dögg kynfræðingi svíður umræðan um meyjarhaftið Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júlí 2017 13:00 Sigga Dögg hefur fengið nóg af umræðum um meyjarhaftið sem hún telur vera á villigötum. Staðreyndavillur um meyjarhaftið megi finna víða. Vísir/Hanna Meyjarhaftið hefur löngum verið talið sá líkamspartur kvenna sem sýni fram á hreinleika konunnar og meydóm hennar. Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur, einnig þekkt sem Sigga Dögg, hefur hins vegar fengið sig fullsadda af þeirri mýtu sem umlykur meyjarhaftið. Í færslu sem hún birti á Facebook má sjá hvar hún segir að enn sé verið að kenna staðreyndavillur um virkni og útlit meyjarhaftsins þar sem því sé líst sem himnu sem ætlað sé að brjóta í gegn um við fyrstu samfarir. Sigga Dögg bendir hins vegar á að svo sé ekki.Úreltar hugmyndir Tilefni skrifa hennar eru vegna tveggja ritgerða, sem vistaðar eru inn á Skemmunni frá árinu 2016, þar sem rangfærslur er að finna um meyjarhaftið. „Ég las tvö lokaverkefni til kennarans inn á Skemmu í gær þar sem fullyrðingar um meyjarhaftið voru rangar; voru þessar gömlu meyjarhafts fullyrðingar. Þetta voru tvö verkefni sem fjallaði um hvernig kynfræðsla ætti að vera og um kynfræðsluefni, “ segir Sigga Dögg í viðtali við Vísi. Umræddar ritgerðir voru nýlegar.Þarna erum við að viðhalda svo gömlum úreltum hugmyndum að halda að þetta rifni. Íþróttakennarar eru enn þá að segja: já stelpur þið þurfið ekki að hafa áhyggjur, þetta slitnar í fimleikum, það teygist á þessu, sem er bara gjörsamlega líffræðilega rangt. Þetta er svo ofboðslega hamlandi fyrir stelpur og þær eru svo óttaslegnar við þetta; við að rífa það eða hvort þær hafi gert það óvart, og þær þora ekki að kíkja því þær vita ekki hvað þær eiga að sjá eða hvað mætir þeim,“ segir Sigga Dögg. Hún bendir á að þetta sé ekki eina dæmið um umræðuskort og litla þekkingu á sköpum kvenna. „Þetta spilar líka inn í umræðuna um skapabarmana. Af hverju er þekkingin á píkunni svona lítil og af hverju erum við enn á svona miklum villigötum,“ segir Sigga Dögg. Skýringar um meyjahaftið má meðal annars sjá í bók Siggu Daggar, Kjaftað um kynflíf. Áhugasamir geta leitað sér fróðleiks þar.Sigga Dögg, Kjaftað um kynlífStaðreyndavillur í námsefni Sigga Dögg nefnir að til að mynda sé enn verið að notast við námsefni í grunnskólum landsins þar sem verið sé að kenna staðreyndavillur um meyjarhaftið. Umrædd bók er kennd í líffræði og er gefin út árið 2011. „2011 og þetta er í öllum grunnskólum,“ segir Sigga Dögg. Hún nefnir að hún, sem formaður Kynfræðifélag Íslands, hafi reynt að koma ábendingum til námsgagnastofnunar og gert athugasemdir en þær hafi ekki fengið mikinn hljómgrunn innan stofnunarinnar. Sigga segir ástæðuna fyrir því að þessar staðreyndavillur lifi sé vegna þess að fólk sé ekki að leita til réttra sérfræðinga með yfirlestur og jafnframt sé ekki verið að uppfæra þekkinguna. „Fólk hefur mismikinn tíma og getur verið misvel að sér á sínu sviði. Ég þekki til dæmis ekki allt inn á mínu sviði en það sem ég þekki, þekki ég vel,“ segir Sigga Dögg. Erling Erlingsson, sviðsstjóri miðlunarsviðs Menntamálastofnunar, kannaðist ekki við málið en segir í samtali við Vísi að ábendingum sé almennt tekið og að bækurnar séu leiðréttar þegar næsta prentun fer fram. Sjá einnig: Stúlkur allt niður í níu ára vilja lýtaaðgerðir á skapabörmumHugmyndin gengur ekki upp Sigga segir að hugmyndin um meyjarhaftið gangi einfaldlega ekki upp sér í lagi vegna þess að ef að um himnu væri að ræða, sem lokaði fyrir leggöngin, þá gætu konur og stúlkur líffræðilega séð, ekki farið á blæðingar. Hún bendir á að vissulega séu örfá dæmi um það að stúlkur þurfi að fá aðstoð þar sem meyjarhaftið hafi verið það þykkt að það hafi lokað fyrir leggöngin. Þær hafi þurft að fá aðstoð til þess að geta meðal annars komist á blæðingar. Sjálf tekur Sigga Dögg að sér kynfræðslu og fer þar í gegnum, ásamt öðru, hvernig sköp kvenna og meyjarhaftið virka og líta út. Sigga er jafnframt aðstoðarleiðbeinandi í HR bæði í grunn- og framhaldsnámi. Færslu Siggu Daggar má finna í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Meyjarhaftið hefur löngum verið talið sá líkamspartur kvenna sem sýni fram á hreinleika konunnar og meydóm hennar. Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur, einnig þekkt sem Sigga Dögg, hefur hins vegar fengið sig fullsadda af þeirri mýtu sem umlykur meyjarhaftið. Í færslu sem hún birti á Facebook má sjá hvar hún segir að enn sé verið að kenna staðreyndavillur um virkni og útlit meyjarhaftsins þar sem því sé líst sem himnu sem ætlað sé að brjóta í gegn um við fyrstu samfarir. Sigga Dögg bendir hins vegar á að svo sé ekki.Úreltar hugmyndir Tilefni skrifa hennar eru vegna tveggja ritgerða, sem vistaðar eru inn á Skemmunni frá árinu 2016, þar sem rangfærslur er að finna um meyjarhaftið. „Ég las tvö lokaverkefni til kennarans inn á Skemmu í gær þar sem fullyrðingar um meyjarhaftið voru rangar; voru þessar gömlu meyjarhafts fullyrðingar. Þetta voru tvö verkefni sem fjallaði um hvernig kynfræðsla ætti að vera og um kynfræðsluefni, “ segir Sigga Dögg í viðtali við Vísi. Umræddar ritgerðir voru nýlegar.Þarna erum við að viðhalda svo gömlum úreltum hugmyndum að halda að þetta rifni. Íþróttakennarar eru enn þá að segja: já stelpur þið þurfið ekki að hafa áhyggjur, þetta slitnar í fimleikum, það teygist á þessu, sem er bara gjörsamlega líffræðilega rangt. Þetta er svo ofboðslega hamlandi fyrir stelpur og þær eru svo óttaslegnar við þetta; við að rífa það eða hvort þær hafi gert það óvart, og þær þora ekki að kíkja því þær vita ekki hvað þær eiga að sjá eða hvað mætir þeim,“ segir Sigga Dögg. Hún bendir á að þetta sé ekki eina dæmið um umræðuskort og litla þekkingu á sköpum kvenna. „Þetta spilar líka inn í umræðuna um skapabarmana. Af hverju er þekkingin á píkunni svona lítil og af hverju erum við enn á svona miklum villigötum,“ segir Sigga Dögg. Skýringar um meyjahaftið má meðal annars sjá í bók Siggu Daggar, Kjaftað um kynflíf. Áhugasamir geta leitað sér fróðleiks þar.Sigga Dögg, Kjaftað um kynlífStaðreyndavillur í námsefni Sigga Dögg nefnir að til að mynda sé enn verið að notast við námsefni í grunnskólum landsins þar sem verið sé að kenna staðreyndavillur um meyjarhaftið. Umrædd bók er kennd í líffræði og er gefin út árið 2011. „2011 og þetta er í öllum grunnskólum,“ segir Sigga Dögg. Hún nefnir að hún, sem formaður Kynfræðifélag Íslands, hafi reynt að koma ábendingum til námsgagnastofnunar og gert athugasemdir en þær hafi ekki fengið mikinn hljómgrunn innan stofnunarinnar. Sigga segir ástæðuna fyrir því að þessar staðreyndavillur lifi sé vegna þess að fólk sé ekki að leita til réttra sérfræðinga með yfirlestur og jafnframt sé ekki verið að uppfæra þekkinguna. „Fólk hefur mismikinn tíma og getur verið misvel að sér á sínu sviði. Ég þekki til dæmis ekki allt inn á mínu sviði en það sem ég þekki, þekki ég vel,“ segir Sigga Dögg. Erling Erlingsson, sviðsstjóri miðlunarsviðs Menntamálastofnunar, kannaðist ekki við málið en segir í samtali við Vísi að ábendingum sé almennt tekið og að bækurnar séu leiðréttar þegar næsta prentun fer fram. Sjá einnig: Stúlkur allt niður í níu ára vilja lýtaaðgerðir á skapabörmumHugmyndin gengur ekki upp Sigga segir að hugmyndin um meyjarhaftið gangi einfaldlega ekki upp sér í lagi vegna þess að ef að um himnu væri að ræða, sem lokaði fyrir leggöngin, þá gætu konur og stúlkur líffræðilega séð, ekki farið á blæðingar. Hún bendir á að vissulega séu örfá dæmi um það að stúlkur þurfi að fá aðstoð þar sem meyjarhaftið hafi verið það þykkt að það hafi lokað fyrir leggöngin. Þær hafi þurft að fá aðstoð til þess að geta meðal annars komist á blæðingar. Sjálf tekur Sigga Dögg að sér kynfræðslu og fer þar í gegnum, ásamt öðru, hvernig sköp kvenna og meyjarhaftið virka og líta út. Sigga er jafnframt aðstoðarleiðbeinandi í HR bæði í grunn- og framhaldsnámi. Færslu Siggu Daggar má finna í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira