Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. júlí 2017 22:49 Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París Vísir/AFP Donald Trump forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í samtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að ákvörðun hans um Parísarsamkomulagið væri ekki skrifuð í stein. BBC greinir frá. Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra til málaflokksins væri ólík, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. Trump svaraði þá um hæl: „Eitthvað gæti gerst varðandi Parísarsáttmálann,“ og bætti við „Við sjáum hvað setur.“ Trump sagði Bandaríkin úr aðild að samningnum, eins og frægt er orðið, þann 1.júní síðastliðinn mörgum þjóðarleiðtogum til mikils ama og undrunar. Þeirra á meðal var Macron sem bauð í kjölfarið öllum helstu bandarísku vísindamönnum á sviði loftslagsmála að vinna að rannsóknum sínum í Frakklandi. Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni ásamt því að styrkja sögulegt samband ríkjanna. Leiðtogarnir hafa meðal annars rætt ástandið í Sýrlandi ásamt því að ræða um viðskiptasamninga á milli landanna tveggja. Einnig hafa þeir rætt um hvernig best sé að berjast gegn hryðjuverkum og þá sér í lagi Íslamska ríkinu og veldi þeirra. Koma Trumps til Frakklands hefur orðið til þess að búið er að boða til mótmæla í París og hafa mótmælendur myndað svokölluð bannsvæði fyrir Trump eða „No Trump Zone“. Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í samtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að ákvörðun hans um Parísarsamkomulagið væri ekki skrifuð í stein. BBC greinir frá. Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra til málaflokksins væri ólík, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. Trump svaraði þá um hæl: „Eitthvað gæti gerst varðandi Parísarsáttmálann,“ og bætti við „Við sjáum hvað setur.“ Trump sagði Bandaríkin úr aðild að samningnum, eins og frægt er orðið, þann 1.júní síðastliðinn mörgum þjóðarleiðtogum til mikils ama og undrunar. Þeirra á meðal var Macron sem bauð í kjölfarið öllum helstu bandarísku vísindamönnum á sviði loftslagsmála að vinna að rannsóknum sínum í Frakklandi. Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni ásamt því að styrkja sögulegt samband ríkjanna. Leiðtogarnir hafa meðal annars rætt ástandið í Sýrlandi ásamt því að ræða um viðskiptasamninga á milli landanna tveggja. Einnig hafa þeir rætt um hvernig best sé að berjast gegn hryðjuverkum og þá sér í lagi Íslamska ríkinu og veldi þeirra. Koma Trumps til Frakklands hefur orðið til þess að búið er að boða til mótmæla í París og hafa mótmælendur myndað svokölluð bannsvæði fyrir Trump eða „No Trump Zone“.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30
Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00