Ekki gjaldmiðilsskipti í núverandi ríkisstjórn Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júlí 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. VÍSIR/VILHELM Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir það rétt hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það sé skoðun Benedikts og Viðreisnar að hafna beri krónunni. Það sé hins vegar hlutverk stjórnmálamanna að benda á lausnir við vandamálum. Nýr gjaldmiðill er þó ekki á döfinni. „Ég held að sé mjög ólíklegt að við tökum upp annan gjaldmiðil á tímum þessarar ríkisstjórnar,“ segir Benedikt. „Það er augljóst að það verður ekki breytt um gjaldmiðil nema það eigi sér aðdraganda og aðdragandinn felst meðal annars í því að menn tali um málin.“ Grein Benedikts í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem hann ítrekaði afstöðu Viðreisnar um að fundin yrði lausn á gengissveiflum íslensku krónunnar vakti nokkra athygli. Í henni sagði Benedikt Viðreisn hafa verið stofnaða til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki náist aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem standi undir nafni og bjóði upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. „Það sem hefur gerst að undanförnu er að menn sjá miklar sveiflur á gengi krónunnar á stuttum tíma. Það er auðvitað óheppilegt ástand fyrir fyrirtæki. Ég bendi á það að þetta ástand hefur ekki breyst neitt og við þurfum að vera óhrædd að tala um breytingar,“ segir Benedikt. Hann segir að í ríkisstjórnarsáttmálanum standi að flokkarnir vilji finna lausn sem dragi úr sveiflum á gengi krónunnar. „Ég hef sagt að þetta gæti gerst í einhverjum áföngum, fyrst gætum við sett okkur markmið þar sem krónunni yrði leyft að sveiflast innan ákveðins ramma og ramminn svo þrengdur.“ Lausnin gæti að mati Benedikts verið myntráð en jafnvel eitthvað annað. „Við eigum að fá tillögur frá nefnd sem er núna að störfum sem hefur þetta markmið að reyna að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Ef menn koma með aðra lausn sem leiðir til annarrar niðurstöðu þá hef ég mjög mikinn áhuga á því að við nýtum okkur hana. En myntráð er ein lausn sem margar þjóðir hafa nýtt sér.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir það rétt hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það sé skoðun Benedikts og Viðreisnar að hafna beri krónunni. Það sé hins vegar hlutverk stjórnmálamanna að benda á lausnir við vandamálum. Nýr gjaldmiðill er þó ekki á döfinni. „Ég held að sé mjög ólíklegt að við tökum upp annan gjaldmiðil á tímum þessarar ríkisstjórnar,“ segir Benedikt. „Það er augljóst að það verður ekki breytt um gjaldmiðil nema það eigi sér aðdraganda og aðdragandinn felst meðal annars í því að menn tali um málin.“ Grein Benedikts í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem hann ítrekaði afstöðu Viðreisnar um að fundin yrði lausn á gengissveiflum íslensku krónunnar vakti nokkra athygli. Í henni sagði Benedikt Viðreisn hafa verið stofnaða til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki náist aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem standi undir nafni og bjóði upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. „Það sem hefur gerst að undanförnu er að menn sjá miklar sveiflur á gengi krónunnar á stuttum tíma. Það er auðvitað óheppilegt ástand fyrir fyrirtæki. Ég bendi á það að þetta ástand hefur ekki breyst neitt og við þurfum að vera óhrædd að tala um breytingar,“ segir Benedikt. Hann segir að í ríkisstjórnarsáttmálanum standi að flokkarnir vilji finna lausn sem dragi úr sveiflum á gengi krónunnar. „Ég hef sagt að þetta gæti gerst í einhverjum áföngum, fyrst gætum við sett okkur markmið þar sem krónunni yrði leyft að sveiflast innan ákveðins ramma og ramminn svo þrengdur.“ Lausnin gæti að mati Benedikts verið myntráð en jafnvel eitthvað annað. „Við eigum að fá tillögur frá nefnd sem er núna að störfum sem hefur þetta markmið að reyna að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Ef menn koma með aðra lausn sem leiðir til annarrar niðurstöðu þá hef ég mjög mikinn áhuga á því að við nýtum okkur hana. En myntráð er ein lausn sem margar þjóðir hafa nýtt sér.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira