Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2017 23:46 Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015. NASA/NOAA Kuldapollur í Norður-Atlantshafi þar sem hnattræn hlýnun hefur haft lítil áhrif gæti verið vísbending um byrjað sé að hægja á hringrás varma í hafinu. Orsökin gæti meðal annars verið bráðnun hafíss á norðurskautinu. Vísindamenn hafa velt vöngum yfir köldum bletti sem birtist í mælingum og langtímalíkönum um hitastig jarðar sem sýna mikla hlýnun nær alls staðar annars staðar. Þessi kuldapollur er í og yfir hafinu suðvestur af Íslandi. Leiddar hafa verið líkur að því að mikið magn ferskvatns frá bráðnun íss á Grænlandi trufli veltihringrásina í Atlantshafinu (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation (AMOC)). AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Þessi hringrás hefur veruleg áhrif á loftslag í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku, að því er kemur fram í umfjöllum Washington Post.Bráðnun hafíssins gæti leikið hlutverk í veikingu hringrásarinnarKuldapollurinn gæti verið vísbending um að hægt hafi á þessari hringrás og minni varmi berist því í Norður-Atlantshafið. Áhyggjur manna beinast að því að áframhaldandi hnattræn hlýnun og bráðnun íss muni veikja hringrásina enn frekar. Ný rannsókn sem birtist í Nature Climate Change fann vísbendingar um að þetta sé í raun það sem er að gerast í Norður-Atlantshafi. Vísindamennirnir sem standa að henni færa einnig rök fyrir því að bráðnun hafíssins geti veikt veltihringrásina og viðhaldið kulda í þessum polli. Niðurstaða þeirra var sú að til lengri tíma litið hafi aukið flæði ferskvatns út í hafið mest áhrif á veltihringrásina. Loftslagslíkön sem þeir notuðu til að líkja eftir bráðnun hafíssins sýndu veikingu hringrásarinnar og kuldapoll eins og þann sem nú sést við Ísland og Grænland.Hafísinn á norðurskautinu hefur skroppið saman síðustu árin og áratugina. Þegar hann bráðnar getur ferskvatn bæst við hafið sem getur raskað hafstraumum.Vísir/EPAAðrir vísindamenn vara þó við að þessar niðurstöður byggist aðeins á einu líkani og enn sé óvissa um hvort að í raun hafi hægst á veltihringrásinni. „Við erum aðeins með beinar athuganir fyrir síðasta áratuginn og þó að þær hafi sýnt merki um veikingu yfir það tímabil þá hafa aðrar vísbendingar bent til þess að þetta sé sveifla frekar en áframhaldandi veiking,“ segir Laura Jackson, hafhringrásasérfræðingur við Veðurstofu Bretland við Washington Post. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Kuldapollur í Norður-Atlantshafi þar sem hnattræn hlýnun hefur haft lítil áhrif gæti verið vísbending um byrjað sé að hægja á hringrás varma í hafinu. Orsökin gæti meðal annars verið bráðnun hafíss á norðurskautinu. Vísindamenn hafa velt vöngum yfir köldum bletti sem birtist í mælingum og langtímalíkönum um hitastig jarðar sem sýna mikla hlýnun nær alls staðar annars staðar. Þessi kuldapollur er í og yfir hafinu suðvestur af Íslandi. Leiddar hafa verið líkur að því að mikið magn ferskvatns frá bráðnun íss á Grænlandi trufli veltihringrásina í Atlantshafinu (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation (AMOC)). AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Þessi hringrás hefur veruleg áhrif á loftslag í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku, að því er kemur fram í umfjöllum Washington Post.Bráðnun hafíssins gæti leikið hlutverk í veikingu hringrásarinnarKuldapollurinn gæti verið vísbending um að hægt hafi á þessari hringrás og minni varmi berist því í Norður-Atlantshafið. Áhyggjur manna beinast að því að áframhaldandi hnattræn hlýnun og bráðnun íss muni veikja hringrásina enn frekar. Ný rannsókn sem birtist í Nature Climate Change fann vísbendingar um að þetta sé í raun það sem er að gerast í Norður-Atlantshafi. Vísindamennirnir sem standa að henni færa einnig rök fyrir því að bráðnun hafíssins geti veikt veltihringrásina og viðhaldið kulda í þessum polli. Niðurstaða þeirra var sú að til lengri tíma litið hafi aukið flæði ferskvatns út í hafið mest áhrif á veltihringrásina. Loftslagslíkön sem þeir notuðu til að líkja eftir bráðnun hafíssins sýndu veikingu hringrásarinnar og kuldapoll eins og þann sem nú sést við Ísland og Grænland.Hafísinn á norðurskautinu hefur skroppið saman síðustu árin og áratugina. Þegar hann bráðnar getur ferskvatn bæst við hafið sem getur raskað hafstraumum.Vísir/EPAAðrir vísindamenn vara þó við að þessar niðurstöður byggist aðeins á einu líkani og enn sé óvissa um hvort að í raun hafi hægst á veltihringrásinni. „Við erum aðeins með beinar athuganir fyrir síðasta áratuginn og þó að þær hafi sýnt merki um veikingu yfir það tímabil þá hafa aðrar vísbendingar bent til þess að þetta sé sveifla frekar en áframhaldandi veiking,“ segir Laura Jackson, hafhringrásasérfræðingur við Veðurstofu Bretland við Washington Post.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04