„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2017 13:03 Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fer fram í Logalandi í Borgarfirði um helgina. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins í vetur þar sem varaformaðurinn mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu og formaðurinn myndi fagna mótframboði á landsfundi komi það fram. Flokksráð Vinstri grænna undirbýr nú komandi vetur en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir að aðgerðir þurfi strax til að snúa af braut ójöfnuðar þar sem núverandi ríkisstjórn hafi ekki áhuga á því. Katrín segir ríkisstjórnina veika og ósamstæða sem bitni á að mikilvæg málefni bíði á kostnað almennings „Það sem við sjáum með þessa ríkisstjórn og hennar samstarf þá virðist það í raun og veru snúast um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstefnu, skattastefnu og sveltistefnu gagnvart almannagæðunum,“ segir Katrín.Meira um orð en athafnir„Við erum ekki að sjá staðið undir þeim væntingum sem, að minnsta kosti sumir, stjórnarflokka höfðu uppi í kosningunum," bætir hún við og nefnir „miklar kerfisbreytingar“ í því samhengi. Þar hafi verið meira um orð en athafnir að mati Katrínar.Björn Valur Gíslason tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér að nýju.Vísir/GVA„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og á meðan bíður almenningur eftir því að sjá þá raunverulegu uppbyggingu innviða sem lofað var fyrir síðustu kosningar.“ Á fundinum um helgina er einnig fjallað sérstaklega um sveitastjórnakosningarnar á næsta ári en undirbúningur þeirra er hafinn víða um land. Katrín segir VG leggja áherslu á þau mál sem „snerta okkur öll í nærumhverfinu.“ Hún segir skólamálin hafa sérstaklega borið á góma á flokksþinginu, það sé mikilvægur málaflokkur þar sem þarf að horfa til framtíðar. Undirbúningur fyrir landsfund flokksins er einnig hafinn en málefnahópar kynna stefnumótun í mikilvægum málaflokkum eins og húsnæðis-, efnahags-, velferðar- og sveitarstjórnarmálum sem verður borið undir landsfund sem fer fram 6.-8. oktober næstkomandi. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins en Björn Valur Gíslason, varaformaður flokksins, hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stóli varaformanns.Katrín segir VG hafa gengið vel, til að mynda í síðustu þingkosningum og þá hafi skoðanakannanir komið ágætlega út fyrir flokkinn. „Það hefur verið mikill kraftur í okkar flokki, hvort sem það eru almennir félagar eða kjörnir fulltrúar,“ segir Katrín og gerir því ekki ráð fyrir öðru en að landsfundurinn verði „fjörugur.“ Aðspurð um hugsanlega mótframboð segir Katrín að hún myndi fagna því, kæmi það fram. Alþingi Tengdar fréttir Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fer fram í Logalandi í Borgarfirði um helgina. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins í vetur þar sem varaformaðurinn mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu og formaðurinn myndi fagna mótframboði á landsfundi komi það fram. Flokksráð Vinstri grænna undirbýr nú komandi vetur en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir að aðgerðir þurfi strax til að snúa af braut ójöfnuðar þar sem núverandi ríkisstjórn hafi ekki áhuga á því. Katrín segir ríkisstjórnina veika og ósamstæða sem bitni á að mikilvæg málefni bíði á kostnað almennings „Það sem við sjáum með þessa ríkisstjórn og hennar samstarf þá virðist það í raun og veru snúast um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstefnu, skattastefnu og sveltistefnu gagnvart almannagæðunum,“ segir Katrín.Meira um orð en athafnir„Við erum ekki að sjá staðið undir þeim væntingum sem, að minnsta kosti sumir, stjórnarflokka höfðu uppi í kosningunum," bætir hún við og nefnir „miklar kerfisbreytingar“ í því samhengi. Þar hafi verið meira um orð en athafnir að mati Katrínar.Björn Valur Gíslason tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér að nýju.Vísir/GVA„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og á meðan bíður almenningur eftir því að sjá þá raunverulegu uppbyggingu innviða sem lofað var fyrir síðustu kosningar.“ Á fundinum um helgina er einnig fjallað sérstaklega um sveitastjórnakosningarnar á næsta ári en undirbúningur þeirra er hafinn víða um land. Katrín segir VG leggja áherslu á þau mál sem „snerta okkur öll í nærumhverfinu.“ Hún segir skólamálin hafa sérstaklega borið á góma á flokksþinginu, það sé mikilvægur málaflokkur þar sem þarf að horfa til framtíðar. Undirbúningur fyrir landsfund flokksins er einnig hafinn en málefnahópar kynna stefnumótun í mikilvægum málaflokkum eins og húsnæðis-, efnahags-, velferðar- og sveitarstjórnarmálum sem verður borið undir landsfund sem fer fram 6.-8. oktober næstkomandi. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins en Björn Valur Gíslason, varaformaður flokksins, hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stóli varaformanns.Katrín segir VG hafa gengið vel, til að mynda í síðustu þingkosningum og þá hafi skoðanakannanir komið ágætlega út fyrir flokkinn. „Það hefur verið mikill kraftur í okkar flokki, hvort sem það eru almennir félagar eða kjörnir fulltrúar,“ segir Katrín og gerir því ekki ráð fyrir öðru en að landsfundurinn verði „fjörugur.“ Aðspurð um hugsanlega mótframboð segir Katrín að hún myndi fagna því, kæmi það fram.
Alþingi Tengdar fréttir Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53