Skóli án aðgreiningar Jón Sigurgeirsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Í þessari viku hef ég talað við tvær mæður sem báðar áttu barn með Asperger heilkenni. Annað barnið er að komast á unglingsaldur og móðirin taldi engan skilning vera á þörfum þess innan skólans. Hún sagði barnið bráðgreint og næði afbragðsárangri á þeim sviðum sem það einbeitir sér að, en félli illa í mótið sem skólinn setti fyrir „meðalnemandann“. Ég starfaði um tíma hjá Blindrafélaginu þegar skóli án aðgreiningar var settur á legg. Ég fór til stuðnings níu ára barni inn í bekk. Engin þekking var á þörfum þess, engin kunnátta í blindraletri og nemandinn sjálfur sagðist kenna kennaranum að kenna sér. Síðan hefur verið sett á stofn þekkingarmiðstöð sem styður við kennara slíkra barna. Mér er ekki kunnugt um að slík stofnun sé til fyrir börn með innhverfu, ofvirkni eða sértæka námsörðugleika, börn sem hafa hæfileika en þurfa sértækan stuðning til geta nýtt þá sér og öðrum til gagns. Ég hef ástæðu til að ætla að skóli án aðgreiningar hafi ekki verið undirbúinn nægjanlega þegar honum var komið á. Það er svo sem ekkert óvanalegt að við Íslendingar stingum hausnum í sandinn og teljum að hlutirnir reddist. Meðal raka fyrir skóla án aðgreiningar á sínum tíma var að öll börn gætu stundað nám í heimabyggð og ekki þyrfti að senda ung börn frá foreldrum sínum. Þetta eru gild rök. Það var hins vegar ekki tekið tillit til þess að þá þyrfti að „senda“ þekkinguna í heimabyggð. Ég tel þjóðfélagslega óhagkvæmt að hvert sveitarfélag komi sér upp þekkingu á öllum sérþörfum sinna nemenda. Ég tel líka að skóli án aðgreiningar sé feilspor þrátt fyrir ofangreind rök ef það leiðir til lakari þjónustu við nemendur með sérþarfir. Ríkið verður því að veita sveitarfélögunum stuðning svipaðan og Þekkingarmiðstöð blindra veitir. Í almennri umræðu er stundum gagnrýnt hve mörg börn hafa greiningar. Menn telja þær ofnotaðar. Ekki er endilega verið að sjúkdómsvæða hlutina heldur að meta hvernig einstaklingur fellur að því móti sem skólakerfið er og hvar viðkomandi þarf stuðning. Það er ekki endilega miklu meira fé sem þarf heldur hagkvæmt skipulag sem skilar sem bestum árangri og skilgreinir hlutverk ríkis og sveitarfélaga svo og einstakra stofnana þeirra. Við hljótum öll að vera sammála því að uppvaxandi kynslóð er það mikilvægasta í lífi okkar. Allt annað er hjóm eitt. Ekki aðeins sumir einstaklingar heldur sérhver einstaklingur í samræmi við manngildishugsun okkar stjórnarskrár. Framtíð Íslands ræðst af því hvernig við nýtum mannauðinn og leyfum sérhverjum einstaklingi að ná þeim árangri sem hæfileikar viðkomandi leyfa. Nýlega var skólakerfið okkar tekið út af erlendum sérfræðingum og má finna úttektina á vef menntamálaráðuneytis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku hef ég talað við tvær mæður sem báðar áttu barn með Asperger heilkenni. Annað barnið er að komast á unglingsaldur og móðirin taldi engan skilning vera á þörfum þess innan skólans. Hún sagði barnið bráðgreint og næði afbragðsárangri á þeim sviðum sem það einbeitir sér að, en félli illa í mótið sem skólinn setti fyrir „meðalnemandann“. Ég starfaði um tíma hjá Blindrafélaginu þegar skóli án aðgreiningar var settur á legg. Ég fór til stuðnings níu ára barni inn í bekk. Engin þekking var á þörfum þess, engin kunnátta í blindraletri og nemandinn sjálfur sagðist kenna kennaranum að kenna sér. Síðan hefur verið sett á stofn þekkingarmiðstöð sem styður við kennara slíkra barna. Mér er ekki kunnugt um að slík stofnun sé til fyrir börn með innhverfu, ofvirkni eða sértæka námsörðugleika, börn sem hafa hæfileika en þurfa sértækan stuðning til geta nýtt þá sér og öðrum til gagns. Ég hef ástæðu til að ætla að skóli án aðgreiningar hafi ekki verið undirbúinn nægjanlega þegar honum var komið á. Það er svo sem ekkert óvanalegt að við Íslendingar stingum hausnum í sandinn og teljum að hlutirnir reddist. Meðal raka fyrir skóla án aðgreiningar á sínum tíma var að öll börn gætu stundað nám í heimabyggð og ekki þyrfti að senda ung börn frá foreldrum sínum. Þetta eru gild rök. Það var hins vegar ekki tekið tillit til þess að þá þyrfti að „senda“ þekkinguna í heimabyggð. Ég tel þjóðfélagslega óhagkvæmt að hvert sveitarfélag komi sér upp þekkingu á öllum sérþörfum sinna nemenda. Ég tel líka að skóli án aðgreiningar sé feilspor þrátt fyrir ofangreind rök ef það leiðir til lakari þjónustu við nemendur með sérþarfir. Ríkið verður því að veita sveitarfélögunum stuðning svipaðan og Þekkingarmiðstöð blindra veitir. Í almennri umræðu er stundum gagnrýnt hve mörg börn hafa greiningar. Menn telja þær ofnotaðar. Ekki er endilega verið að sjúkdómsvæða hlutina heldur að meta hvernig einstaklingur fellur að því móti sem skólakerfið er og hvar viðkomandi þarf stuðning. Það er ekki endilega miklu meira fé sem þarf heldur hagkvæmt skipulag sem skilar sem bestum árangri og skilgreinir hlutverk ríkis og sveitarfélaga svo og einstakra stofnana þeirra. Við hljótum öll að vera sammála því að uppvaxandi kynslóð er það mikilvægasta í lífi okkar. Allt annað er hjóm eitt. Ekki aðeins sumir einstaklingar heldur sérhver einstaklingur í samræmi við manngildishugsun okkar stjórnarskrár. Framtíð Íslands ræðst af því hvernig við nýtum mannauðinn og leyfum sérhverjum einstaklingi að ná þeim árangri sem hæfileikar viðkomandi leyfa. Nýlega var skólakerfið okkar tekið út af erlendum sérfræðingum og má finna úttektina á vef menntamálaráðuneytis.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun