Fylgdu stuttu þingi eftir með lengsta sumarfríinu í áratug Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fundaði ekki í 41 dag í sumar. vísir/anton Engin ríkisstjórn í rúman áratug hefur tekið sér jafn langt frí milli ríkisstjórnarfunda yfir sumartímann og núverandi ríkisstjórn gerði í sumar. Um sex vikur, eða 41 dagur, leið þá á milli ríkisstjórnarfunda, eða frá 30. júní þar til ríkisstjórnin kom loks aftur saman til fundar 11. ágúst síðastliðinn. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fundaleysi ríkisstjórnarinnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Rólegt sumar í ríkisstjórn“. Velti Steingrímur kaldhæðnislega upp þeirri spurningu hvort engin þörf væri á forystu um landsmálin og hvort engin viðfangsefni kölluðu á að ríkisstjórnin að minnsta kosti hittist til að ræða málin. Frá árinu 2013 hafa hlé á ríkisstjórnarfundum yfir sumartímann lengst verulega. Þar til nú í sumar var lengsta hlé á fundum 37 dagar sumarið 2015, hjá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það hlé kallaði Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í Íslandssögunni. Nær ómögulegt er þó að sannreyna hvort fríið sé það lengsta í sögunni. Upplýsingar á vef forsætisráðuneytisins ná aðeins aftur til ársins 2009 og rafræn skjalaskráning er tiltölulega ný af nálinni. Fundargerðir á árunum frá síðustu aldamótum til ársins 2006 voru ritaðar á tölvu en einungis varðveittar á pappír. Áratugina þar á undan voru þær handskrifaðar. Við fyrri athugun blaðamanns á málinu fengust þær upplýsingar að það væri nánast ógjörningur að leita í skjalasafni að lengra sumarfríi. En staðfest fékkst að frá árinu 2006 væru ekki dæmi um lengra frí en á umliðnum árum. Fundaleysi sumarsins er ekki síst athyglisvert í ljósi þess hversu óvenjulegt síðasta þing var. Það var sett 6. desember í kjölfar snemmbúinna kosninga í lok október og ný ríkisstjórn ekki formlega mynduð fyrr en 11. janúar. Þingi var svo frestað í byrjun júní. Frá þingsetningu til þingfrestunar fengu þingmenn að auki alls 53 daga í jóla- og páskafrí. Í grein sinni spyr Steingrímur hvort ekki hafi verið tilefni til að ræða alvarlega stöðu sem blasi við sauðfjárbændum í haust, stefnumótun í ferðaþjónustu, stefnu í peningamálum, siðareglur ráðherra og þingmanna og umdeild fiskeldisáform. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur í heimalandinu og dró framboð sitt til baka Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Engin ríkisstjórn í rúman áratug hefur tekið sér jafn langt frí milli ríkisstjórnarfunda yfir sumartímann og núverandi ríkisstjórn gerði í sumar. Um sex vikur, eða 41 dagur, leið þá á milli ríkisstjórnarfunda, eða frá 30. júní þar til ríkisstjórnin kom loks aftur saman til fundar 11. ágúst síðastliðinn. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fundaleysi ríkisstjórnarinnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Rólegt sumar í ríkisstjórn“. Velti Steingrímur kaldhæðnislega upp þeirri spurningu hvort engin þörf væri á forystu um landsmálin og hvort engin viðfangsefni kölluðu á að ríkisstjórnin að minnsta kosti hittist til að ræða málin. Frá árinu 2013 hafa hlé á ríkisstjórnarfundum yfir sumartímann lengst verulega. Þar til nú í sumar var lengsta hlé á fundum 37 dagar sumarið 2015, hjá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það hlé kallaði Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í Íslandssögunni. Nær ómögulegt er þó að sannreyna hvort fríið sé það lengsta í sögunni. Upplýsingar á vef forsætisráðuneytisins ná aðeins aftur til ársins 2009 og rafræn skjalaskráning er tiltölulega ný af nálinni. Fundargerðir á árunum frá síðustu aldamótum til ársins 2006 voru ritaðar á tölvu en einungis varðveittar á pappír. Áratugina þar á undan voru þær handskrifaðar. Við fyrri athugun blaðamanns á málinu fengust þær upplýsingar að það væri nánast ógjörningur að leita í skjalasafni að lengra sumarfríi. En staðfest fékkst að frá árinu 2006 væru ekki dæmi um lengra frí en á umliðnum árum. Fundaleysi sumarsins er ekki síst athyglisvert í ljósi þess hversu óvenjulegt síðasta þing var. Það var sett 6. desember í kjölfar snemmbúinna kosninga í lok október og ný ríkisstjórn ekki formlega mynduð fyrr en 11. janúar. Þingi var svo frestað í byrjun júní. Frá þingsetningu til þingfrestunar fengu þingmenn að auki alls 53 daga í jóla- og páskafrí. Í grein sinni spyr Steingrímur hvort ekki hafi verið tilefni til að ræða alvarlega stöðu sem blasi við sauðfjárbændum í haust, stefnumótun í ferðaþjónustu, stefnu í peningamálum, siðareglur ráðherra og þingmanna og umdeild fiskeldisáform.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur í heimalandinu og dró framboð sitt til baka Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“