Fylgdu stuttu þingi eftir með lengsta sumarfríinu í áratug Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fundaði ekki í 41 dag í sumar. vísir/anton Engin ríkisstjórn í rúman áratug hefur tekið sér jafn langt frí milli ríkisstjórnarfunda yfir sumartímann og núverandi ríkisstjórn gerði í sumar. Um sex vikur, eða 41 dagur, leið þá á milli ríkisstjórnarfunda, eða frá 30. júní þar til ríkisstjórnin kom loks aftur saman til fundar 11. ágúst síðastliðinn. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fundaleysi ríkisstjórnarinnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Rólegt sumar í ríkisstjórn“. Velti Steingrímur kaldhæðnislega upp þeirri spurningu hvort engin þörf væri á forystu um landsmálin og hvort engin viðfangsefni kölluðu á að ríkisstjórnin að minnsta kosti hittist til að ræða málin. Frá árinu 2013 hafa hlé á ríkisstjórnarfundum yfir sumartímann lengst verulega. Þar til nú í sumar var lengsta hlé á fundum 37 dagar sumarið 2015, hjá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það hlé kallaði Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í Íslandssögunni. Nær ómögulegt er þó að sannreyna hvort fríið sé það lengsta í sögunni. Upplýsingar á vef forsætisráðuneytisins ná aðeins aftur til ársins 2009 og rafræn skjalaskráning er tiltölulega ný af nálinni. Fundargerðir á árunum frá síðustu aldamótum til ársins 2006 voru ritaðar á tölvu en einungis varðveittar á pappír. Áratugina þar á undan voru þær handskrifaðar. Við fyrri athugun blaðamanns á málinu fengust þær upplýsingar að það væri nánast ógjörningur að leita í skjalasafni að lengra sumarfríi. En staðfest fékkst að frá árinu 2006 væru ekki dæmi um lengra frí en á umliðnum árum. Fundaleysi sumarsins er ekki síst athyglisvert í ljósi þess hversu óvenjulegt síðasta þing var. Það var sett 6. desember í kjölfar snemmbúinna kosninga í lok október og ný ríkisstjórn ekki formlega mynduð fyrr en 11. janúar. Þingi var svo frestað í byrjun júní. Frá þingsetningu til þingfrestunar fengu þingmenn að auki alls 53 daga í jóla- og páskafrí. Í grein sinni spyr Steingrímur hvort ekki hafi verið tilefni til að ræða alvarlega stöðu sem blasi við sauðfjárbændum í haust, stefnumótun í ferðaþjónustu, stefnu í peningamálum, siðareglur ráðherra og þingmanna og umdeild fiskeldisáform. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Engin ríkisstjórn í rúman áratug hefur tekið sér jafn langt frí milli ríkisstjórnarfunda yfir sumartímann og núverandi ríkisstjórn gerði í sumar. Um sex vikur, eða 41 dagur, leið þá á milli ríkisstjórnarfunda, eða frá 30. júní þar til ríkisstjórnin kom loks aftur saman til fundar 11. ágúst síðastliðinn. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fundaleysi ríkisstjórnarinnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Rólegt sumar í ríkisstjórn“. Velti Steingrímur kaldhæðnislega upp þeirri spurningu hvort engin þörf væri á forystu um landsmálin og hvort engin viðfangsefni kölluðu á að ríkisstjórnin að minnsta kosti hittist til að ræða málin. Frá árinu 2013 hafa hlé á ríkisstjórnarfundum yfir sumartímann lengst verulega. Þar til nú í sumar var lengsta hlé á fundum 37 dagar sumarið 2015, hjá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það hlé kallaði Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í Íslandssögunni. Nær ómögulegt er þó að sannreyna hvort fríið sé það lengsta í sögunni. Upplýsingar á vef forsætisráðuneytisins ná aðeins aftur til ársins 2009 og rafræn skjalaskráning er tiltölulega ný af nálinni. Fundargerðir á árunum frá síðustu aldamótum til ársins 2006 voru ritaðar á tölvu en einungis varðveittar á pappír. Áratugina þar á undan voru þær handskrifaðar. Við fyrri athugun blaðamanns á málinu fengust þær upplýsingar að það væri nánast ógjörningur að leita í skjalasafni að lengra sumarfríi. En staðfest fékkst að frá árinu 2006 væru ekki dæmi um lengra frí en á umliðnum árum. Fundaleysi sumarsins er ekki síst athyglisvert í ljósi þess hversu óvenjulegt síðasta þing var. Það var sett 6. desember í kjölfar snemmbúinna kosninga í lok október og ný ríkisstjórn ekki formlega mynduð fyrr en 11. janúar. Þingi var svo frestað í byrjun júní. Frá þingsetningu til þingfrestunar fengu þingmenn að auki alls 53 daga í jóla- og páskafrí. Í grein sinni spyr Steingrímur hvort ekki hafi verið tilefni til að ræða alvarlega stöðu sem blasi við sauðfjárbændum í haust, stefnumótun í ferðaþjónustu, stefnu í peningamálum, siðareglur ráðherra og þingmanna og umdeild fiskeldisáform.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“