Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 14:43 Scott Pruitt vill að vísindaleg skýrsla vísindamanna alríkisstofnana sem byggir á ritrýndum rannsóknum verði ritrýnd ítarlega áður en hann samþykkir hana. Vísir/AFP Starfsmenn bandarísku Umhverfisstofnunarinnar (EPA) munu fara yfir sannleiksgildi nýrrar loftslagsskýrslu sem vísindamenn þrettán alríkisstofnana hafa tekið saman, að sögn forstjóra stofnunarinnar. Scott Pruitt, forstjóri EPA, er kunnur afneitari loftslagsvísinda og sagði meðal annars eftir að hann tók við stöðunni að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á vísindalega þekkingu þess efnis. Í vikunni fjallaði New York Times um drög að stórri loftslagsskýrslu sem vísindamenn alríkisstofnana vinna á fjögurra ára fresti að beiðni Bandaríkjaþings. Fátt nýtt kom fram í skýrslunni en þar voru dregnar saman orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og hvernig þær eru þegar byrjaðar að hafa áhrif á líf landsmanna. Þó að skýrslan hafi verið vistuð á netinu eftir að hún var gerð opinber tímabundið fyrr á árinu þegar hún var í umsagnarferli töldu vísindamenn sig leka henni til blaðsins af ótta við að ríkisstjórn Donalds Trump myndi sitja á henni. Sjá einnig:Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Ekkert hefur komið fram um að skýrslan verði þögguð niður en vísindamenn eru sagðir uggandi um það vegna andstöðu ríkisstjórnarinnar við loftslagsaðgerðir og höfnun á loftslagsvísindum. Trump ætlar meðal annars að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu.Vill ekki að vísindi hafi áhrif á stefnumótun stjórnvaldaNú segir Pruitt að starfsmenn EPA muni fara yfir hvort að skýrslan sé nákvæm, jafnvel þó að stofnunin hafi þegar átt aðkomu að gerð skýrslunnar. „Þessi skýrsla ætti hreinlega að fara í gegnum ritrýni, hlutlæga skoðun á aðferðafræði og mat,“ sagði Pruitt í útvarpsþætti í Texas á fimmtudag, að sögn Politico. „Það ætti ekki að blanda pólitík í vísindi. Vísindi er ekki eitthvað sem menn ættu bara að grípa í til að hafa áhrif á stefnumótun í Washington-borg,“ sagði hann ennfremur. Vísindamenn frá virtum stofnunum eins og geimvísindastofnuninni NASA og Haf- og loftslagsstofnuninni NOAA eru á meðal aðalhöfunda loftslagsskýrslunnar.Í skýrslu alríkisstofnanna er lýst hvernig loftslagsbreytingar eru þegar byrjaðar að hafa áhrif á Bandaríkin, til dæmis með skógareldum.Vísir/AFPÁratugir rannsókna sem hafa verið ritrýndar ítarlegaÞrátt fyrir orð Pruitt byggist skýrslan á niðurstöðum rannsókna vísindamanna sem hafa verið ritrýndar. Fjórtán manna nefnd hjá Bandarísku vísindaakademíunni hefur þegar farið yfir innihald skýrslunnar og lagt blessun sína yfir hana. Vísindamenn sem Politico ræddi við vegna ummæli Pruitt voru klumsa og sögðust ekki vita á hverju þeir mættu eiga von frá honum. „Þetta er miklu viðameira ferli en hefðbundin ritrýni en hún kemur venjulega ekki út sem kilja,“ segir Bob Kopp, aðalhöfundur skýrslunnar og loftslagsvísindamaður við Rutgers-háskóla. Eric Davidson, forseti Bandaríska jarðfræðisambandsins, segir að skýrslan hafi farið í gegnum stífa ritrýni og hún byggist á birtum vísindarannsóknum frá hálfrar aldar tímabili sem fóru hver og ein í gegnum ritrýni. „Spurning er hvort að það verði fólk sem eru sérfræðingar í vísindum sem fara yfir skýrsluna eða verður það fólk sem er með pólitískt markmið?“ segir Kathy Jacobs sem hafði umsjón með loftslagsmatsverkefninu sem skýrslan er hluti af í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Alríkisstofnanirnar þrettán sem leggja nafn sitt við skýrsluna hafa fram til 18. ágúst til þess að skrifa upp á hana. Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Starfsmenn bandarísku Umhverfisstofnunarinnar (EPA) munu fara yfir sannleiksgildi nýrrar loftslagsskýrslu sem vísindamenn þrettán alríkisstofnana hafa tekið saman, að sögn forstjóra stofnunarinnar. Scott Pruitt, forstjóri EPA, er kunnur afneitari loftslagsvísinda og sagði meðal annars eftir að hann tók við stöðunni að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar, þvert á vísindalega þekkingu þess efnis. Í vikunni fjallaði New York Times um drög að stórri loftslagsskýrslu sem vísindamenn alríkisstofnana vinna á fjögurra ára fresti að beiðni Bandaríkjaþings. Fátt nýtt kom fram í skýrslunni en þar voru dregnar saman orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og hvernig þær eru þegar byrjaðar að hafa áhrif á líf landsmanna. Þó að skýrslan hafi verið vistuð á netinu eftir að hún var gerð opinber tímabundið fyrr á árinu þegar hún var í umsagnarferli töldu vísindamenn sig leka henni til blaðsins af ótta við að ríkisstjórn Donalds Trump myndi sitja á henni. Sjá einnig:Loftslagsskýrslu lekið af ótta við að hún verði þögguð niður Ekkert hefur komið fram um að skýrslan verði þögguð niður en vísindamenn eru sagðir uggandi um það vegna andstöðu ríkisstjórnarinnar við loftslagsaðgerðir og höfnun á loftslagsvísindum. Trump ætlar meðal annars að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu.Vill ekki að vísindi hafi áhrif á stefnumótun stjórnvaldaNú segir Pruitt að starfsmenn EPA muni fara yfir hvort að skýrslan sé nákvæm, jafnvel þó að stofnunin hafi þegar átt aðkomu að gerð skýrslunnar. „Þessi skýrsla ætti hreinlega að fara í gegnum ritrýni, hlutlæga skoðun á aðferðafræði og mat,“ sagði Pruitt í útvarpsþætti í Texas á fimmtudag, að sögn Politico. „Það ætti ekki að blanda pólitík í vísindi. Vísindi er ekki eitthvað sem menn ættu bara að grípa í til að hafa áhrif á stefnumótun í Washington-borg,“ sagði hann ennfremur. Vísindamenn frá virtum stofnunum eins og geimvísindastofnuninni NASA og Haf- og loftslagsstofnuninni NOAA eru á meðal aðalhöfunda loftslagsskýrslunnar.Í skýrslu alríkisstofnanna er lýst hvernig loftslagsbreytingar eru þegar byrjaðar að hafa áhrif á Bandaríkin, til dæmis með skógareldum.Vísir/AFPÁratugir rannsókna sem hafa verið ritrýndar ítarlegaÞrátt fyrir orð Pruitt byggist skýrslan á niðurstöðum rannsókna vísindamanna sem hafa verið ritrýndar. Fjórtán manna nefnd hjá Bandarísku vísindaakademíunni hefur þegar farið yfir innihald skýrslunnar og lagt blessun sína yfir hana. Vísindamenn sem Politico ræddi við vegna ummæli Pruitt voru klumsa og sögðust ekki vita á hverju þeir mættu eiga von frá honum. „Þetta er miklu viðameira ferli en hefðbundin ritrýni en hún kemur venjulega ekki út sem kilja,“ segir Bob Kopp, aðalhöfundur skýrslunnar og loftslagsvísindamaður við Rutgers-háskóla. Eric Davidson, forseti Bandaríska jarðfræðisambandsins, segir að skýrslan hafi farið í gegnum stífa ritrýni og hún byggist á birtum vísindarannsóknum frá hálfrar aldar tímabili sem fóru hver og ein í gegnum ritrýni. „Spurning er hvort að það verði fólk sem eru sérfræðingar í vísindum sem fara yfir skýrsluna eða verður það fólk sem er með pólitískt markmið?“ segir Kathy Jacobs sem hafði umsjón með loftslagsmatsverkefninu sem skýrslan er hluti af í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Alríkisstofnanirnar þrettán sem leggja nafn sitt við skýrsluna hafa fram til 18. ágúst til þess að skrifa upp á hana.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11